Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Spumingin Hefurðu farið í bíó nýlega? Katrín Ósk Guðmundsdóttir: Nei, ég man ekki hvenær ég fór síðast. Anna Lára Hansen: Nei, eiginlega ekki. i Freyr Ferdinandsson og Matthías Freysson: Já, það hef ég gert. Ég sá Schindlers List. Hildur Freysdóttir: Nei. Linda Arnardóttir: Nei. Hrönn Óskarsdóttir: Nei, ekki ný- lega. Lesendur Er ísland ferða- mannaparadfs? „Við megum ekki glata sérkennum okkar, t.d. hvað matargerð snertir." Saltfiskurinn getur líka staðið fyrir sínu. Konráð Friðfmnsson skrifar: Nú er í gangi átak er miðar að því að fá sem flesta íslendinga til að ferð- ast um eigiö land. Sjá náttúrufegurð- ina með eigin augum. Þetta. er m.a. gert vegna þess aö mörgum flnnst straumurinn til útlanda vera orðinn stríður. Margur kýs þó fremur að fara til útlanda fyrir þær sakir að verðlagið hér heima sé of hátt. Þetta staðhæfa sífellt fleiri úr þeim hópi sem taka sér sumarfrí hér heima á annað borð. Hátt verðlag á ferðamannaþjón- ustu hér breytir samt ekki þeirri staðreynd að hún hefur skilað þjóð- arbúinu umtalsverðum gjaldeyri frá útlendingum á umliðnum árum. Og vonum framar. Um þetta höfðu margir efasemdir fyrir nokkrum árum. En er ekki ferðamannaþjón- usta orðin númer tvö í dag hvað snertir gjaldeyrisöflun? Svo er okkur a.m.k. tjáð. Á einu ber að gæta sín í þessu efni. Við megum ekki glata sérkennum okkar, t.d. hvaö matargerð snertir. Henni þarf að halda á lofti eins og framast er unnt og gæta þess að hún verði ekki kaffærð í hinum erlendu straumum sem hingað berast. Nú mæli ég ekki með því að á boðstólum sé sífellt kjötsúpa, saltkjöt og baunir eða saltfiskur, svo að eitthvað sé nefnt, eða þessum réttum sé sérstak- lega haldið að útlendingum er hingað koma til að kynnast landi og þjóð. Mér er þó í fersku minni atvik er gerðist fyrir fáeinum árum er ég ásamt fleirum var á ferð um landið. Áð var við einn af hinum mörgu veit- ingastöðum landsins (sem í dag eru nefndar sjoppur, einkum þær sem eru meðfram þjóðvegunum). Á hæla okkar komu inn roskin hjón. Maður- inn spyr afgreiðslukonuna hvort þau selji ekki saltfisk meö tilheyrandi meðlæti. Konan kvað svo ekki vera. „Hvernig er þessu eiginlega varið?“ mælti þá ferðamaðurinn. „Er hvergi nokkurs staðar hægt að fá manna- mat nema heima hjá sér? Við höfum þrætt hvem matsölustaðinn eftir annan og alls staðar fengið sama svarið: „Nei, því miður.“ Og með það gengu hjón þessi á dyr. Það verö ég að segja að ég var manninum hjartanlega sammála, hann hafði nefnilega lög að mæla. En enginn gerir svo öllum líki. Og ísland er kannski engin ferðamanna- paradís en ferðamannaland samt. Hollráð til íslenska útvarpsfélagsins Jakob Ólafsson skrifar: Nú hefur sýnilega harðnað í ári hjá íslenska útvarpsfélaginu. Það sést á ýmsu, svo sem niðurskurði í dag- skrárgerð, uppsögnum starfsmanna og fleiru. Þetta er ekki nema eðlilegt því erfitt reynist að keppa við ríkis- risann. Stöð 2 og Bylgjan hafa þó staðið af sér illviðri í samkeppninni og veitt landsmönnum góöa þjónustu sem eftirsjá væri að legðist rekstur þessara stöðva af að fullu. Ég vil leggja nokkuð til málanna ef það mætti verða til að halda enn um sinn í við samkeppnina við Ríkis- útvarpið. Einkum Rikissjónvarpið sem er vægast sagt að veröa áskrif- endum byrði fremur en ánægja. Ég legg til að íslenska útvarpsfélag- ið leggi niöur rekstur útvarpssend- inga í núverandi mynd en útvarpi hins vegar tónlist allan sólarhring- inn en engum fréttum. Sjónvarp héldist óbreytt. Þarna myndi Bylgjan verða alveg sérstök útvarpsstöð sem sendi aðeins út tvenns konar tónlist; klassíska tónlist og létta tónlist til skiptis. Mætti skipta sólarhringnum alveg í tvennt hvað þetta varðar. Hafa t.d. klassíska tónlist frá 8 að morgni til 20 að kvöldi og síðan létta eða svokalla léttklassíska tónlist frá kl. 20 og til morguns. Og þá meina ég vinsæla erlenda og innlenda tónl- ist sem hinar stöðvamar hafa alveg sniðengið. - Ég tel að auglýsingar myndu alls ekki minnka við þetta. Breytingin myndi spara fyrirtæk- inu mikil útgjöld, en vinsældir hald- ast, og jafnvel aukast verulega, þar sem þetta er nýmæli hér á landi. Það tíðkast víða um heim aö hafa stöðuga góðtórdist allan sólarhringinn. Stöð sem maður treystir að útvarpi þess- ari tegund tónlistar. Vonandi er þetta ekki verri uppástunga en hver önnur en ég tel þetta hollráð til íslenska útvarpsfélagsins. Suðurnesjabær og þvílík vitleysa Helgi Bjamason skrifar: Ég er ekki Suðurnesjamaður en er þó ekki undrandi þótt margir íbúar sveitarfélaganna þar syðra séu óánægðir með hina nýju nafngift á sameiginlegu sveitarfélagi Keflavík- ur, Hafna og Njarðvíknanna. Ég hef reyndar ekki enn séð neina hagræð- ingu fólgna í því að gefa þessum bæjarfélögum sérstakt heiti. Ekki síst verður að hafa í huga að erlend- ir aðilar sem þekkja nafnið Keflavík (nafnið er orðið þekkt víða um heim vegna alþjóðaflugvallarins) munu ekki einu sinni getað skrifað orðið Suðumes því stafurinn „ð“ er ekki til nema í íslensku. Þetta allt gerir það að verkum að Keflavík verður þá alltaf Keflavík, þrátt fyrir allt? orðið Suðumesjabær er hin mesta vitleysa í nafngift og það er heldur ekkert einkamál íbúanna á Suður- nesjum eða annars staðar á landinu að umbreyta málvenju og heitum sem gilt hafa og em löngu viðtekin, svo sem á landakortum, skjölum eða öðrum löggiltum pappímm. Ef heitið Keflavík á svo að haldast óbreytt á bænum sjálfum, Hafnir á Hafnabæ og Njarðvik (Ytri og Innri) um Njarðvíkumar, þá spyr maður til hvers leikurinn sé eiginlega gerð- ur. Að þvi er varðar Keflavík er a.m.k. ekki ástæða til annars en að ætla að nafnið verði í heiðri haft hvarvetna og verði aldrei'tengt ööm viðbótarheiti - öðm en íslandi. DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Álfurúrhöl Gestur Hjaltason, verslunarstjóri IKEA, skrifar: Vegna greinar Magnúsar H. Skarphéðinssonar um náttúru Holtagarða vil ég upplýsa eftir- farandi. - Allar framkvæmdir og áætlanir um flutninga IKEA í Holtagaröa em unnar af færastu sérfræöingum. TO að bifreiða- stæði og umhverfi verði sem best úr garði gert fengum viö skipu- lagsfræöing, umferðarfræöing, garðyrkjufræðing og síðast en ekki sist sérfræðinga um dulræn fyrirbrigði til að skoða gijóthóla á svæðinu. Eftir ítarlegar rann- sóknir þeirra var Ijóst að engir álfar byggju þar. Því var ákveðið að fjarlægja hólinn. Tijám og öðr- um gróðri verður víöa komið fyr- ir en njóla verður ekki komið fyr- ir af okkar hálfu en allir álfar eru velkomnir í návist okkar, jafhvel Magnús H. Skarphéðinsson. DýrtinníFjöl- skyldugarð Þórarinn hringdi: Mér finnst mikill misskilningur að hækka verðiö fyrir fullorðna fyrir að fara inn í Flölskyldugarð- inn í Laugardal. Jafnvel þótt verðið gildi fyrir bæði garðinn sjálfan og Húsdýragarðinn. Mað- ur fer kannski ekki nema einu sinni meö bömin i Húsdýragarð- inn, en þeim mun oftar í hinn prýðilega og aðlaðandi Fjöl- skyldugarð. - Verðiö í þann garð er hæfilegt 200-250 kr. í hæsta lagi. Eiga öf garnar að ráðaferðinni? Kristinn skrifar: Nú hafa bæöi Flugleiðir hf. og Póstur og sími gert alvöru úr hótun sinni um að banna allar reykingar. Um borð í flugvélum má ekki lengur reykja enda hefur sala á tollfrjálsri vöra snar- minnkað að sögn. Sért þú hins vegar á leið til Ameríku þá má reykja! Það er fallegt að huga að heilsu starfsfólks eins og hjá Pósti og síma en mig grunar að þarna sé um hreinar öfgar að ræða. Eiga þær að ráða ferðinni hjá þessum þjónustuaðflum? Þetta em auðvitað hrein mann- réttindabrot að mínu mati. Heimdellingar ályktagegn flokksformanni Sigurður Gíslason skrifer: I nýgerðri ályktun Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, var fordæmd ráðning formanns Framsóknarflokksins í stöðu seðlabankasfjóra. Beindist gagn- rýnin helst aö viöskiptaráðherra fýrir ákvörðun hans um að ráöa Steingríms i stööuna. En hér hefðu ungir sjálfstæðismenn átt aö fara með löndum því það var formaöur Sjálfstæðisflokksins sem fyrstur mælti eindregið með formanni Framsóknarflokksins og velti þar með boltanum yfir tO viðskiptaráðherra. Heimdelling- ar vom því að álykta gegn flokks- formanni sínum i afskiptum sín- um af seðlabankastöðu fram- sóknarmanna. Hinndæmigerði íslendingw Jóhannes skrifer: Hver er skýrasta lýsingin á dæmigerðum Islendingi? Mín lýs- ing er þessi. - Hann er sífellt á hlaupum, ýmist með plastpoka eða stresstösku í hendinni, kem- ur aö lokuðum búöardyrum eöa bankadyram. Hann er með aflt á síöustu stundu og sífellt á sokka- leistunum. Og kvartar i tíma og ótfma um óréttlæti hins opinbera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.