Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
Stuttar fréttir
Utlönd
Norður-Kóreumenn gera sunnanmönnum enn lífið leitt:
Gerðu tilraunir með
Silkiormsflugskeyti
Norður-Kóreumenn gerðu tilraun-
ir með flugskeyti yfir Japanshafi í
gær að því er japönsk stjórnvöld
sögðu í morgun. Þau staðfestu þar
með fregnir bandarískra sjónvarps-
stöðva að Noröur-Kóreumenn hefðu
skotið Silkiormsflugskeyti sem ætlað
er aö granda skotmörkum á hafi úti.
Embættismaður japanska utanrík-
isráðuneytins, sem hefur fylgst með
síharðnandi deilunni um kjarn-
orkuáætlanir stjórnvalda 1 Norður-
Kóreu, vildi þó ekki gera mikið úr
tilrauninni þar sem flugskeytið
drægi aðeins áttatíu kílómetra.
„Silkiormsflugskeytið er mjög
gamalt. Jafnvel þótt þeir hafi skotið
einu í tilraunaskyni er ekki ástæða
til að gera veður út af því,“ sagði
hann.
Bandarísk stjórnvöld lýstu yfir
miklum áhyggjum sínum vegna
deilna Sameinuðu þjóöanna og
stjómar Norður-Kóreu um kjarn-
orkuáætlanir þeirra síðastnefndu.
„Við höfum miklar áhyggjur af
ástandinu," sagði Dee Dee Myers,
talsmaður Hvíta hússins. ,;Við fylgj-
umst grannt með því sem gerist. Við
tökum þetta mjög alvarlega.“
Talsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins sagði að þar á bæ
Borís Jeltsín, Rússlandsforseti.
Símamynd Reuter
væru menn hreint ekki ánægðir með
gjörðir norður-kóreskra stjórnvalda
undanfarna tvo sólarhringa.
Hvorugur tcdsmannanna gaf þó til
kynna að Bandaríkjastjórn væri
reiðubúin að framfylgja þegar í stað
hótunum sínum um að leita eftir
hugsanlegu viðskiptabanni Samein-
uðu þjóðanna gagnvart N-Kóreu.
Kim Young-sam, forseti Suður-
Kóreu, fór áleiðis til Moskvu í morg-
un til að ræða öryggismál við Borís
Jeltsín Rússlandsforseta. Heimsókn-
in er liður í viöleitni suður-kóreskra
stjórnvalda til að mæta ógninni sem
þeimstafaraðnorðan. Reuter
Mevaeldsneyti
Noröur-Kóreusfjóm sagði aö
áfram væri haldið að setja nýtt
eldsneyti á kjarnorkuverið í
Yongbyon.
Stangirgeymdar
Sýnishornum af eldsneytis-
stöngum kjamorkuversins verð-
ur haldið eftir til að SÞ geti skoð-
að þær.
Bardagaraukast
Bardagar milli múslíma og
Bosníu-Serba í norður- og vestur-
hluta landsins hafa harðnað.
Adams setu? skílyrði
Gerry Ad-
ams, leiötogi
stjómmála-
arms írska lýð-
veldishersins,
hefur lagt fram
kröfur sem
verður að upp-
fylia ef takast á
að binda enda á blóðbaðið á Norð-
ur-írlandi.
Króati i forsæti
Þing Bosníu kaus Króatann
Kresimir Zubak fyrsta forseta
sambandsríkis músh'ma og Kró-
ata f Bosniu.
Herðatökin
Hersveitir Norður-Jemens hafa
hert tökin umhverfis Aden í suð-
urhluta landsins.
Hættiríbili
SÞ hafa gert hlé á aðgerðum
sínum í Rúanda þar til öryggis-
málum hefur verið kippt í liðinn.
Offjölgunervandinn
Bandarískur embættismaður
segir að offiölgun sé orsök borg-
arastyrjalda og hungursneyða í
Afríkuríkjum á borð við Rúanda.
Majoráfjölhrada
John Major,
forsætisráð-
herra Bret-
lands, hefur
lýst yfir stuðn-
ingi sínum við
þaö sem kallað
er „fjölhraða"
Evrópu og
gagnrýndi tilraunir til meiri miö-
stýringar.
Ekkimiðað lengur
Bandaríkin eru hætt að miöa
kjarnorkuflaugum sínum að
fyrrum Sovétríkjunum og öðrum
skotmörkum.
ÁframiAngóla
SÞ hafa framlengt dvöl sendi-
nefndar sinnar í Angóla til loka
þessa mánaðar.
Krókurámótibragði
Samtök óháðra ríkja sem hafa
verið hvött til aö laga sig að
breyttum heimi ætla aö fara fram
á yfirhalningu SÞ.
RættumKrim
Þing Úkraínu ræðir hvemig
eigi að fást viö aðskilnaðarsinna
á Krímskaga.
Schindlerbannaður
Kvikmynd
Stevens Spiel-
bergs, Lásti
Schindlers,
fæst ekki sýnd
í Egyptalandi
vegna þess að
henni er
mikið um
beldi, pynting-
ar og nekt, aö
sögn blaðs í
Kaíró.
•■díKOC Qiopinn
Vopnaðir menn drápu rektor
helsta háskólans í Algeirsborg.
Ansjósustríði lokið
Prakkar og Spánveijar hafa
útkljáð ansjósustríð sítt með því
aðsemjaumkvóta. Reuter
Andrésog
Fergiefarasam-
anísumarfrí
Andrés prins
og Fergie kona
hans fóru sam-
an til Skotlands
í frí með dætr-
um sínum
tveimur, að
sögn breskra
blaöaimorgun.
Æsifréttablööin voru þó ekki á
einu máli um hvort sættir með
hjónakornunum væru í augsýn.
Daily Express sagði aö Elísabet
drottning ætlaði að koma Andrési
og Fergie saman á ný en blaðið
Today haföi eftir aðstoöarmanni
Fergie að þau mundu ekki taka
aftur saman.
Sósíalistargegn
atvinnuleysinu
Sósíalistar í Evrópu eru að hefja
lokasprettinn fyrir Evrópuþings-
kosningamar eftir tvær vikur og
í gær sögðu þeir atvinnuleysinu
í Evrópusambandinu stríð á
hendur. Þeir ætla að vinna bug á
því með samblandi af fjárfestmg-
um í einkageiranum og átaki á
vegum stjómvalda.
Kanadamenn
rekasjóræn-
ingjaskipíburtu
Jean Chréti-
en, forsætis-
ráðherra
Kanada, tfi-
kynnti í gær að
strandgæslan
hefði rekið öll
skip sem
stunduðu sjó-
ræn-
ingjaveiðar á brott frá alþjóðlega
hafsvæðinu undan austurströnd
landsíns þar sem eitt sinn voru
auðug fiskimið.
Kanadíska þingið hefur sam-
þykkt lög sem heimila strand-
gæslu landsins að framfylgja
fiskveiðibanni utan tvö hundruð
mílna lögsögunnar. Lögin gengu
i gildi í gær. Sú ráðstöfun hefur
sætt gagnrýni annarra þjóöa.
„Við höfum kunngert reglu-
gerðimar og öll skip sem sigla
undir hentifána hafa yfirgefið
svæðið,“ sagði Jean Chrétien við
þingheim.
í síöustu viku voru ekki færri
en sjö skip, ýmist ríkisfangslaus
eða sem sigldu undir hentífána, á
Miklabanka sem er undan strönd
Nýfundnalands. Reuter
Rostenkowski ákærður
fyrir spillingu í starfi
Úti í Frakklandi stendur nú yfir undirbúningur tyrir hátíðahöldin til að minnast innrásar bandamanna í Norm-
andie þann 6. júní 1944. Á þessari mynd er verið að sleppa dúfum við norska minnismerkið um stríðið. Mikill
fjöldi þjóðarleiðtoga tekur þátt í hátíðahöldunum, þar á meðal Haraldur Noregskonungur. Simamynd Reuter
Dan Rostenkowski, einn af valda-
mestu mönnum Bandaríkjaþings og
einn af dyggustu stuðningsmönnum
Bills Clintons Bandaríkjaforseta, var
lögsóttur í gær vegna ákæra um
spillingu í starfi.
Ákæran á hendur Rostenkowski,
sem er formaður fjáröflunarnefndar
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er í
17 Uðum en hann er sakaður um
spillingu í starfi sem nær yfir tuttugu
ára tímabil aftur í tímann. Upphæðin
sem hann er talinn hafa misnotað
nemur sem svarar 45 milljónum.
Rostenkowski er 66 ára gamall og
hefur stafað sem þingmaður demó-
krata í 33 ár. Hann neyðist til að fara
frá starfi á meðan rannsókn fer fram.
Málið er mjög alvarlegt fyrir demó-
krata en Rostenkowski hefur m.a.
unnið hörðum höndum að því reyna
aö koma umbótum Clintons forseta
í heilbrigðiskerfiriu í gegn.
Clinton gaf frá sér stutta yfirlýs-
ingu vegna málsins þar sem segir að
Rostenkowski hefði rétt á að beijast
í málinu og koma fyrir rétt.
Rostenkowski.
Saksóknarar kröfðust þess að Rost-
enkowski segði tafarlaust af sér, ját-
aði sekt sína, færi í fangelsi og borg-
aði stjórninni aftur peningana sem
hann hafði tekið. Rostenkowski seg-
ist hins vegar vera saklaus og segir
að kviðdómur muni hreinsa hann af
ákæruatriðunum. Reuter
Vill þekktan
mannsemfor-
setaESB
Jacques Del-
ors, forseti
framkvæmda-
stjómar Evr-
ópusambands-
ins, hefur beðið
mn að þekkt
persóna, sem
sé fær um að
stýra betri og áhrifameiri Evr-
ópu, verði sett til að gegna emb-
ætti sem forseti Evrópusam-
bandsins. Delors skýrði frá þessu
í viðtali við franska dagblaðið Le
Monde í gær.
Hann sagði að forsetinn yrði
látinn gegna embætti í tvö og
hálft ár og hann yrði kosinn af
varaforsetum sem yrðu valdir af
lista af aðildarríkjum, bæði frá
stærri og smærri aðildarríkjum.
„Það er mikilvægt að Bandarík-
in, Japan, Asía, S-Ameríka og
Afríka hafi mann fyrir framan sig
sem er vel þekktur, mann sem
er fær um að kynna afstöðu Evr-
ópusambandsins." Reuter