Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994
Svidsljós
f hringiðu helgarinnar
Systrafélag Víöistaöakirkju er þessa dagana með sína árlegu blómasölu við
kirkjuna og mun hún standa til 7. júni. Þama eru í boöi allar gerðir af sumar-
blómum svo allir ættu aö finna eitthvað viö sitt hæfi. Á myndinni eru f.v.
Una Harðardóttir, Jóna S. Jóhannsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Oddný
Þorsteinsdóttir, Sigriður Magnúsdóttir Og Hanna Hálfdánardóttir.
Ásbjörn Sigurjónsson, 3 ára, skemmti sér vel í bílaleik í einmn af kassabílum Heklu um helgina. Bílasalan Hekla
hélt upp á 60 ára afmæli umboðsins og voru því með opið hús þar sem margt forvitnilegt var að sjá. í tilefni afmæl-
isins gaf Hekla 600 þúsund krónur í sjóð Hjartavemdar. Jón Ragnars Birkissonar aðstoðar Ásbjöm við að ýta kassa-
bílnum þvi eins og allir vita er engin vél í kassabílum.
í tilefhi 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins og Norðurlandaferðar söngsveit-
ar Fílharmóníunar voru haldnir tónleikar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
síðastliðinn laugardag. Á efnisskrá tónleikanna vom íslensk sönglög og em
þau sömu sem söngsveitin mun syngja fyrir Norðurlandabúa nk. júní, en
þá mun söngsveitin fara í sína fyrstu utanlandsferð, í lok 35. starfsársins.
Stjómandi söngsveitarinnar er t.h. Úlrik Ólason, einsöngvari Elisabet Erl-
ingsdóttir sópran og píanó/orgelleikari er Douglas Brotchie.
Meðan birgðir endast seljum viö þetta fallega sófasett
Daisy 3-1-1 og 3-2-1 í blá og brúnmunstruöu á aðeins kr.
Knattspymuráð Reykjavíkur hélt upp á 75 ára afmæli
sitt síðastliðinn sunnudag á Hótel Sögu. Veittur var styrk-
ur úr styrktarsjóði Magnúsar Guðbrandssonar og nú var
í fyrsta skipti veittur styrkur upp á 50 þúsund krónur
til allra knattspymufélaga í Reykjavík. FuUtrúar félag-
anna tóku viö styrknum. Þetta var einnig í fyrsta sinn í
75 ára sögu ráðsins sem konur vom heiðraöar.
Síðastliðið föstudagskvöld hélt kór Hafnarfjarðarkirkju1
siim árlega vorfagnað á Pizza 67 í Hafnarfirði. Á sjó-
mannadaginn, 5. júní, heldur kórinn í tónleikaferö í
kringum landið. Á myndinni eru félagar úr kómum
ásamt mökum sínum. Stjómandi kórsins, Helgi Braga-
son, er annar frá vinstri.
__________________Meiming
Lærdómsríkt sumar
í sumarbyijun hlaut Guðrún H. Eiríksdóttir ís-
lensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína Röndóttir
spóar. Guðrún er byrjandi á þessu sviði eins og flestir
fyrri verðlaunahafar hafa verið. Sagan segir frá sex
krökkum í ónefndu þorpi úti á landi, þrem strákum
og þrem stelpum, eitt sumar þegar þau em tólf og
þrettán ára. í upphafi sögu er samkeppni og rígur
milh kynjanna, báðir hópar em að byggja kofa sem
strákunum finnst vera sitt svið og þeir eyðileggja kofa
stelpnanna. En þeir biðjast fyrirgefningar og eftir það
er lífið miklu skemmtilegra. Þau stofna leynifélag öll
saman; þau taka þátt í leit að villihundi sem bítur
geitur bónda í nágrenninu og það verkefni verður
býsna brýnt vegna þess að húsbóndalaus hundur, sem
þau eigna sér, liggur undir gmn. Svo fara þau saman
í útilegu en í stað þess að kanna dularfull mál frá því
í gamla daga eins og ætlunin er, kemst nærtækt vanda-
mál eins úr hópnum upp á yfirborðið: fylliríið á pabba
hans Stjána. Stjáni þolir ekki að um það sé rætt og
flýr út í myrkrið og við alvarlegu slysi liggur en vinim-
ir bjarga honum í tvennum skilningi. í sögulok ógnar
utanaðkomandi óvinur Utla heiminum sem þau hafa
byggt upp af svo mikilU kostgæfni og tákn hans er
brennt til ösku. Þau eru ekki lengur börn. Þetta er
um margt skemmtilega sögð saga. Sambandið mUU
krakkanna er ágætlega útfært. Þeir standa á tímamót-
um í þroska, hóphvötin er ennþá sterk og þeir þykjast
vilja hafa mörk hópsins opin, en þegar hann er orðinn
passlega stór þá loka þeir honum - af því að hreiður-
hvötin er aö vakna. Eftir það fær enginn inngöngu
nema húsdýrið. Þetta em hinir fyrstu menn, og þeir
era að læra reglur samfélagsins. Meginreglan er eins
konar umorðun á boðorðinu „aUt sem þér viljið að
aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“
- sem krakkamir myndu orða svona: „Það sem þú
vilt ekki að aðrir geri þér það skalt þú ekki heldur
gera þeim!“ Þeir uppgötva líka að ef maður gerir ein-
hverjum ljótan grikk þá getur maður aldrei verið í
rónni þaðan í frá af ótta við að hann hefni sín. Þess
vegna er best að halda frið viö aUa. Hins vegar á mað-
ur ekki að þegja yfir ranglæti og kúgun, þá eigum við
að taka einarðlega til máls og fylgja því vel eftir. En
sagan hefur ýmsa gaUa. Guðrún ræður ekki við aUan
þennan fiölda af fólki, aðeins þrír krakkamir fá glögg
persónueinkenni og eiginlega verður bara einn þeirra,
Sigga, verulega áhugaverður. Bakgrannur þeirra er
líka óljós; við fáum ekki að koma heim tU nema þriggja.
Leiðiiúegt fannst mér að aðeins ein stelpan skyldi taka
tíl máls þegar krakkamir segja frá framtíðaráæUunum
sínum. Umhverfið er líka óljóst, bærinn tekur ekki á sig
neina mynd. Þó að sagan renni ágæfiega er nokkuð um
ofskýringar: „„Eru þær nú famar að herma eftir okk-
ur?“ spurði Rúnar. Hann vUdi fá að vita meira um'þetta
nýjasta uppátæki stelpnanna." (9) Ennþá algengara er
þó að tæpt sé á atriðum sem full ástæða hefði verið til
Bókmenntir
Silja Aðaisteinsdóttir
að vinna betur úr. „Þau fóru yfir helstu reglur félags-
ins“ stendur á síöu 33. Hveijar vora þær? „Þau vora
búin að fjölga ljósmerkjunum þannig að nú gátu þau sent
ýmis skilaboð á miUi.“ (43) Hver? „... samkvæmt bókum
Rakelar höfðu margir diúarfullir atburðir gerst á Staf-
nesi.“ (78) Hvaöa? VandamáUð með villihundinn gufar
eiginlega upp, og höfundur hefði átt að leyfa okkur að
vera hjá Stjána þegar hann lendir í lífshættu í stað þess
að sitja eftir hjá hinum krökkunum. Þetta er dæmigerð-
ara byijendaverk en verðlaunabækur Vöku-Helgafells
hafa yfirleitt verið en boðskapurinn er hoUur. Sagan legg-
ur áhérslu á gUdi vináttu, fýrirgefningar og hremskilni.
Kápumynd Önnu Cynthiu Leplar af krakkafótum er snið-
uglega hugsuð og vel gerð.
Guðrún H. Eiriksdóttlr:
Röndóttir spóar.
Vaka-Helgafell 1994.
154 bls.
98.000**
stgr.
rst'
V >
WTÓÍtíofumjBáÖíaÚilsgmani
Húsgagnahöllin
Góð gmiéslukjðr
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMl 91-681199
VtSA