Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Kosningafjáraustur í kosningabaráttuimi í Reykjavík var auglýsingum beitt í meira magni og með markvissari hætti heldur en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðisflokkurinn hóf mikla aug- lýsingaherferð fljótlega eftir að Ami Sigfússon tók við forystu flokksins í borginni og s vo hélt áfram allt til loka. Fulltrúar R-hstans áttu ekkert svar við þessari áróð- ursaðferð fyrr en undir lok kosningabaráttunnar, eink- um í síðustu viku hennar og mátti þá ekki á milli sjá hvor hstanna auglýsti meir. Hér voru ekki aðeins blaðaauglýsingar á ferðinni. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar voru lagðar undir, kvik- myndahúsin, „hfandi“ auglýsingaskhti, myndbönd, áróð- urspésar og sérstakir og væntanlega keyptir kynningar- þættir í sjálfum dagskrám sjónvarpsstöðva. Engu var eirt. Yfirleitt voru auglýsingamar fagmannlega unnar og ljóst að hér var unnið markvisst samkvæmt lærðum áróðursaðferðum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði greinilega vinninginn, bæði í magni og gæðum, hvort heldur það telst til lofs eða lasts. R-hstinn hélt því fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri að sækja á í krafti peninganna. Þeirri fuhyrðingu var slegið fram að auglýsingastríð sjálfstæðismanna kostaði ekki undir 40 th 50 mhljónum króna. Þeirri tölu hefur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins mótmælt. Nú má segja að það hljóti að vera mál hvers flokks og hvers frambjóðanda hversu miklu fjármagni hann kýs að verja th slíkrar auglýsingaherferðar. En á sama tíma er það eðlileg spuming hvaðan fé kemur th auglýsing- anna, hversu mikið og hver borgar brúsann. Á síðasta þingi var gerð breyting á skattalögum sem heimhar skattafrádrátt á framlögum th stjómmálaflokka án þess þó að skylda flokkana th að birta upplýsingar um þau framlög. Það er stj ómmálaflokkunum th vansa að vanrækja að koma þeim lögum yfir sjálfa sig. Það á að vera aðgenghegt, ekki aðeins opinberum aðhum held- ur og öhum almenningi, hverjir leggi fram fé th flokk- anna og í hvaða mæh. Ekki síst þegar skattafríðindi fylgja með. Það á að vera hður í þeirri siðbót sem almenningur fer fram á gagnvart stj ómmálaflokkunum. Slíkar kröfur em gerðar th stjómmálaflokka víða erlendis, meðal ann- ars th að fylgjast með því hvort óeðhleg hagsmunatengsl myndist mhh stuðningsaðha og flokka eða frambjóðenda. Sjálfsagt geta allir tekið undir það að himinhá framlög fyrirtækja eða einstaklinga th eins stjómmálaflokks geta verið af beinum hágsmunaástæðum og jafnvel þótt þau séu lögð fram af rausnarskap og hugsjónaástæðum er eðhlegt að þau komi fram í dagsljósið. Fjármálatengsl eiga ekki að vera í felum eða skúmaskotum. Fjárausturinn í auglýsingaherferðimar í afstaðinni kosningabaráttu var shkur að það er ótækt með öhu ef shkt endurtekur sig án þess að reglur séu settar um slík- an kostnað og opinberar greinargerðir birtar um upp- hæðir og fjármögnun. Þegar auglýsingar ráða ferðinni í kosningabaráttu einstakra flokka og hafa slík áhrif sem raun ber vitni er það lýðræðisleg skylda að þessi þáttur kosningastarfsins sé upplýstur. Annað er storkun og afskræming gagnvart kjósendum og þeim leikreglum sem ghda um val á trúnaðarmönnum ahnennings. Um þetta eiga góðir menn í öhum stjómmálaflokkum að sameinast. Stjómmál eiga að gerast fyrir opnum tjöld- um. Stjómmálamenn geta ekki vænst griðar gagnvart. gagnrýni meðan þeir gera fjármál sín að leyndarmáh. Ehert B. Schram „Fullveldishugsjónin er í dauðateygjunum á 50 ára afmæli lýðveldisins," segir Ingvar m.a. í grein sinni. í ógöngum Evrópufíknar Ritstjóri DV bendir réttilega á (19.5.) aö atvinnuleysi á íslandi fari vaxandi. Eins og hann sýnir fram á segir þaö ekkert til um meginþró- un atvinnuástandsins þótt svo vilji til að atvinna vaxi tímabundið með vor- og sumarkomu. Það sem almenningi kemur við og vert er að vita - og eru það mín orð - er sú staðreynd að ísland sækir jafnt og þétt í þá átt að verða atvinnuleysisland því meir sem áhrifa kapítaliskrar efnahags- stjómar gætir í landinu aö evr- ópskri fyrirmynd. Viðvarandi atvinnuleysi Skýrasta einkenni hagkerfis Evr- ópu (Evrópukapítalismans) er stjómlaust atvinnuleysi eins og nú er komið. Sá hagvöxtur, sem Evr- ópukapítalisminn kreistir úr sér um þessar mundir (og íslenskir fjölmiðlar eiga til að mikla fyrir sér) er ekki beysnari en svo að ekki sér högg á vatni að þvi er varðar það að draga úr atvinnuleysi. Þegar fréttamenn t.d. láta sér um munn fara þau orð að „rífandi gangur“ sé á efnahagslífinu í Dan- mörku (enda spáð þar hagvexti sem mun vera einsdæmi í Evrópusam- bandslandi) em áhrifin á atvinnu- leysið í landinu sáralítil, gert ráð fyrir 11% atvinnuleysi í stað 12%. M.ö.o.: Atvinnukreppa ríkir enn í Danmörku. Sligað hagkerfi Evrópu Hvað skyldi þá mega segja um hin önnur löndin í ESB, shguð af margra ára samdrætti og atvinnu- KjáUariim Ingvar Gíslason fyrrv. ráðherra leysi og hagvöxtur lítill? Augljóst er enda alviðurkennt að atvinnu- leysi heldur áfram að vaxa á árinu. Efnahagskreppan í Evrópu er við- varandi. Ekki er raunsætt að ætla að hún réni í bráð. Sagt er að at- vinnuleysið í ESB-ríkjum sé að meðaltali 11%. Bjartsýnustu spár um hagvöxt í Evrópusambandinu gefa síður en svo fyrirheit um að úr atvinnuleysi dragi. Öðru nær. Bjartsýnistahð er tímabundið áróðursbragð til þess að flikka upp á dvínandi kjörfylgi, tilraun til að eyða vantrú almenn- ings á hæfni og heiöarleik ráðandi manna í stjómmálum og efnahags- málum. Raunar felur bjartsýnistahð einnig í sér óskammfeihnn og litað- an málflutning þeirra þjóðfélags- afla, sem sífellt láta brúa sig th að verja hnignunarstefnu Evrópukap- ítahsmans. - Því miður er óvíst að íslendingum auðnist að varast víti hans. Þeim íjölgar, pólitíkusunum sem ætla að varða veginn inn í ESB. Þeim fækkar að sama skapi sem vara við ógöngum Evrópufíkn- ar ráðandi stefnu í utanríkis- og viðskiptamálum. Fullveldisins. Á því verður ekki breyting þótt hann- aður yröi þjóöbúningur á landslýð- inn sem ímynduð „menningarleg“ uppbót á það sem tapast í stjórn- skipun og stjórnsýslu. Ingvar Gíslason „Þeim fjölgar, pólitíkusunum, sem ætla að varða veginn inn 1ESB. Þeim fækk- ar að sama skapi sem vara við ógöngum Evrópufíknar ráðandi stefnu í utanrík- is- og viðskiptamálum.“ Skoöanir annarra Skilningsbetri en stjórnvöld „Skilnings- og viljaleysi stjórnmálastéttarinnar í landinu er alvarlegt vandamál í mínum huga. Ég verð var við miklu betri skilning á orsökum og eðh þess vanda sem við eigum við að stríða á meðal venjulegs fólks. Ég tel að þetta eigi sér að nokkru leyti þá skýringu að stjórnmálamenn séu svo sam- grónir sjónarmiðum hagsmunahópa sem tengjast t.d. landbúnaði, sjávarútvegi og bankarekstri að þeir hcifi margir hverjir misst sjónar á almannahag." Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor í viðtali við Mbl. 26. maí. Sannfærð um Árna „Nú er spennandi og oft óvæginni kosningabar- áttu lokið. Það hefur kveðið við nýjan og oft ógeð- felldan tón. Sigur Reykjavíkurhstans er sigur lýð- ræðisins, sigur fólks á fjármagni. Félagshyggjufólk náði að sameina krafta sína þvert á ílokkshnur og hefur nú sigrað glæsilega. Nú er tími framkvæmd- anna runninn upp og mér segir svo hugur að sú borgarstjórn sem nú tekur við verði ein af þeim betri sem setið hefur við völd. Ekki síst vegna þess að ég er sannfærð um að minnihlutinn, meö Árna Sigfús- Son í fararbroddi, mun veita góðum málum brautar- gengi.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir i Eintaki 30. maí. Þá eykst verðbólgan „Ef hagkerfið er þanið og sókn í vinnuafl eykst nægjanlega mikið fer verðbólga að aukast. Launþeg- ar fara fram á hærra kaup, því að þeir hafa um fleiri stöður að velja en áður. Atvinnurekendur yfirbjóða hver annan. Launahækkunum er auðvelt að velta út í verðlag, því að vörur og þjónusta seljast vel. Víöast hvar kemst hagkerfið á þetta stig löngu áður en fullri atvinnu er náð.“ Sigurður Jóhannesson hagfr. í 20. tbl. Vísbendingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.