Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 17 Fréttir Undirbúningur þjóðhátíðar á Þingvöllum: Miklar framkvæmdir í gangi Þaö styttist í aö Islendingar haldi upp á 50 ára afmæli lýöveldisins á Þingvöllum. Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti þar á staön- um og mun heildarkostnaðurinn viö undirbúning hátíöarinnar að sögn Steins Lárussonar, framkvæmda- stjóra þjóðhátíðamefndar, vera í kringum 84 miUjónir. Þjóöhátíöar- nefnd er í nánu samstarfi viö Þing- vallanefnd og einnig var rætt viö þjóðminjavörð og formann fornleifa- nefndar þegar framkvæmdir voru skipulagöar. Þaö stakk í stúf viö annars einstak- lega fallegt umhverfiö aö sjá margar og þungar vinnuvélar aö störfum viö gröft og mokstur er blaðamaður DV skrapp til aö skoöa aöstæður í fyrra- dag. Margir hafa áhyggjur af því að merkar minjar skemmist við þessar framkvæmdir og eru óhressir meö þær. „Þinghelgin sjálf er ákaflega litiö svæöi og samkvæmt lögum er þetta helgistaöur þjóðarinnar. Við verðum að taka mið af því og viö höfum lagt áherslu á það aö náttúruvemdar- sjónarmiöin stjórni framkvæmdum. Eg er ósköp sátt viö þaö sem þjóðhá- tíðamefnd hefur verið að gera,“ segir Hanna María Pétursdóttir þjóðgarös- vöröur í samtali við DV. við þjóðgarösvörð," segir Steinn Lár- usson. „Alhr sem em að vinna á Þingvöll- um munu náttúrlega láta aö sér kveða til þess aö gera þjóðgarðinn sem best úr garði fyrir þjóðhátíö. Aö sjálfsögöu mun þeirra starfskraftur verða nýttur til að hreinsa til eftir þjóöhátíö,“ segir Bjöm Bjamason þingmaður en hann á sæti í Þing- vallanefnd. Langtímastarf „Mikið af þessu starfi er langtíma- starf. Það veröa kannski einhveijir kílómetrar af stígum sem nýtast til lengri tíma. Allt starf þjóðgarðsins er langtímastarf. Það er verið að sinna hér uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla þá.sem eiga leið um þjóð- garðinn. Við höfum gert mikið í þvi að vera með fræðslustarfsemi fyrir íslenska hópa á Þingvöllum og höf- um reynt að beina fólki út í þessar ævintýralendur sem eru úti í hrauni og í gjánum víðar heldur en bara á þingsvæðinu gamla. Stígafram- kvæmdir og götubætur eru til lang- tíma. Okkar starf er að miklu leyti óháð þjóðhátíðinni. Allt líf og starf markast náttúrlega af því að þetta er þjóðhátíðarár. Mikið af fram- kvæmdum þjóðhátíðamefndar verð- Vélskófla að störfum á Þingvöllum. Nýreistir þjóðhátíðarpallar í baksýn. DV-mynd GVA Framkvæmdir hófust tiltölulega seint þar sem best var að bíða sem lengst þar sem frost var lengi í jörðu. „Núna er verið að vinna gólfin undir sölutjöldin. Byrjað er á því að brúa þijár brýr til þess að tengja saman Lögbergssvæðið og krikann við Pen- ingagjá til þess að fá hringstreymi á fólkið. Það koma náttúrlega einhver sár út af svona framkvæmdum en það verður reynt að gera eins lítið jarðrask eins og mögulegt er. Það sem verður gert verður að græða upp eftir 18. júní,“ segir Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar- nefndar. Að sögn Steins hefur framkvæmd- um verið frestað eins lengi og hægt er til þess að jörðin fái tíma til þess að jafna sig. „Það tætist allt mikið verr upp þegar mikið frost er í jörðu,“ segir hann. YfirlOO ungmenni Um 130-140 ungmenni fá vinnu í þjóðgarðinum í sumar. Þau verða við viöamiklar stígaframkvæmdir og umhverfisbætur hvers konar, lag- færingu vega, leiða í hrauninu og eiga að hreinsa upp gcuniar girðingar og tína nýtt og gamalt rusl. Unga fólkið eru ráðið til starfa fyrir milli- göngu þriggja sveitarfélaga og er sótt um styrk til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Þetta er samvinnuverkefni þjóðgarðsins og Garðabæjar, Mos- fellsbæjar og Kópavogsbæjar. „Það hefur borist í tal í þjóðhátíðar- nefnd að fá aðstoð unglinganna sem vinna á Þingvöllum í sambandi við hreinsun eftir þjóðhátíðina. Þetta er ekki frágengið en rætt hefur verið ur rifið aftur 18. júní,“ segir Sigurður Arni Þórðarson, deildarstjóri þjóð- garðsins. Þingvallanefnd sátt „Þingvallanefnd hefur gefið leyfi sitt til þess að framkvæmdimar fari þarna fram. Nefndin er sátt við allar framkvæmdimar. Þetta er ekkert meira heldur en hefur verið gert áð- ur í hvert skipti sem svona hátíðir hafa verið haldnar. Brýr hafa verið lagðar áður og byrjað var á stígunum í fyrrasumar þannig að við undir- bjuggum okkur undir þjóðhátíðina,“ segir Bjöm Bjamason alþingismað- ur. Ekki þungar vélar Eins og fyrr sagði er mikiö um þungar vinnuvélar á Þingvöllum þessa dagana og ekki eru allir sáttir við að þær keyri um á friðuðum svæðum. „Viö létum í ljós að við vildum að staðnum yrði hlíft og ekki yrðu keyrðar þungar vinnuvélar yfir við- kvæm vinnusvæði. Allar þingbúð- arrústir og aðrar fomleifar og gömul mannvirki á hinum foma Alþingis- stað beggja vegna Öxarár era ffiðað- ar frá 1927. Það svæði sem er allra viðkvæmast er spölurinn frá Valhöll á milli Almannagjár og Öxarár. Þar er Lögberg og þar er mikið af þing- búðarrústum," segir Sveinbjöm Rafnsson, formaður fomleifanefnd- ar. Sveinbjöm bendir á að þær reglur gildi um allar fomminjar í landinu, að ef komið er niður á einhveijar mannvistarleifar eigi að stöðva ff am- kvæmdir tafarlaust og tilkynna Þjóð- minjasafninu. „Ég hef ekki séð þessar fram- kvæmdir núna en við töluðum við forseta Alþingis í vetur um að gengið yrði vel um þennan viðkvæma stað og engar vinnuvélar yrðu settar á Lögberg og búðirnar. Þungar vélar skemma. Ef einu sinni fer bíll eða jarðýta yfir þá er ekki hægt að bæta jarðveginn aftur heldur ber staður- inn þess merki að eilífu. Við töluðum um að engar vélar yrðu notaðar til þess að flytja efnið í þennan pall held- ur yrði það gert með handafli. Ég vissi ekki til þess aö það þyrfti að grafa neitt þarna,“ segir Sveinbjöm. Gröfur og aðrar vélar voru að störf- um á svokölluðum Efrivöllum og veit Sveinbjöm ekki til þess að þar séu neinar fornminjar. „Við lögðum sérstcika áherslu á að engar vélar fæm um svæðið við Valhöll og vestan ár. Það er hinn eiginlegi þingstaður. Ég treysti þessu fólki alveg til þess að fara ekki með þungar vélar á þetta svæði. Þungar vélar pressa saman jarðveginn og það sést í gróðrinum á eftir,“ segir hann. Þess má geta að blaðamaður varð ekki var við neinar vélar á því svæði sem Sveinbjörn lýsti. © Husqvarna og BROTHER saumavélar ★ Allir nytjasaumar ★ Loksaumur (overlock) ★ Auðveldar ★ Léttar ★ Fallegar Gefið gjöf sem endist og endist Verð frá 19.130 stgr. .h. kennsla og íslenskur leiðarvísir fylgir öllum okkar vélum. Völusteinn hf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík Sími 679505 Sérverslun með saumavélar og föndurvörur (hJ Husqvarna FINLUX Hágæða sjónvarpstæki Sumartilboð 25" kr. 69.950 stgr. 28" kr. 79.950 stgr. Nicam Hi-Fi stereo, textavarp, super-VHS inngangur, black matrix myndlampi. VÖNDUÐ VERSLUN Afborgunarskilmálar i; VtSA FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.