Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1994, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 49 Afrnæli Óskar G.H. Gunnarsson Óskar Georg Halldórsson Gunnars- son stýrimaður, Novembervej 9, 2730 Herlev, Danmörku, er fimm- tugurídag. Fjölskylda Óskar er fæddur á Siglufirði en ólst upp í Reykjavík frá 7 ára aldri. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum 1966 og var stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskip, Hafskip og Ríkisskip. Óskar var með eigin verslunarrekstur í áratug en frá 1992 hefur hann verið búsettur í Danmörku. Hann er nú stýrimaður hjá Mercandia skipafélaginu og sigl- irumKaríbahaf. Óskar kvæntist 1971 Kristínu Ás- geirsdóttur, þau skildu. Börn Óskars ogKristínar: Soffía, f. 30.5.1970, máki Jón Eyjólfsson, þau eiga tvö börn; Óskar Ásgeir, f. 18.1.1972, maki Anna Kristín Björnsdóttir, þau eiga eitt barn; Guðmundur, f. 1.6.1976. Fyrir hjónaband eignaðist Óskar son, Heimi, f. 20.7.1964, rnaki Halldóra Þorgilsdóttir, þau eiga tvö börn. Systkini Óskars: Theodóra Guð- rún, maki Vilhjálmur B. Kristins- son, hún á fimm börn; Eyrún, maki Sigurður Kjartansson, þau eiga þrjú börn; Gunnar Halldór, maki Þórunn Sigurðardóttir, þau eiga þrjú böm; Þorsteinn Þór, maki Sigrún Jó- hannsdóttir, þau eiga tvö börn; Hekla, maki Sævar Magnússon, þau eiga þrjú börn; Einar, maki Oddfríð- ur Jóhannsdóttir, þau eiga tvö böm. Foreldrar Óskars: Gunnar Hall- dórsson, f. 1.9.1921, d. 2.6.1973, út- gerðarmaður, ogGuðný Ottesen Óskarsdóttir, f. 15.8.1921, d. 5.11. 1993, húsmóðir. Ætt Gunnar var sonur Halldórs, í Frón á Siglufirði, Guðmundssonar, b. í Böðvarshólum í V-Húnavatnssýslu, Bjömssonar. Móðir Halldórs var Þórunn Hansdóttir frá Litla-Ósi. Móðir Gunnars var Guðrún Sigríð- ur Hallgrímsdóttir, sjómanns, Guð- mundssonar. Móðir Guðrúnar Sig- ríðar var Eyrún Eiríksdóttir frá Hafnarfirði. Óskar G.H. Gunnarsson. Guðný var dóttir Óskars, útgerð- armanns (íslandsbersi), Halldórs- sonar, frá Akranesi, Guðbjarnason- ar. Móðir Óskars var Guðný Jóns- dóttir Ottesen veitingakona. Móðir Guðnýjar (yngri) var Guðrún Ólafs: dóttir, frá Litla-Skarði í Stafholts- tungum, systir Tryggva í Lýsi og Þórðar í Kolasölunni. Óskareraðheiman. Fréttir Karl Omar Jónsson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er einn af þeim sem opnuðu Norð- urá í Borgarfirði klukkan sjö í morgun. Hann hefur oft veitt lax i Norðurá. DV-mynd G.Bender Laxveiðin hófst í morgun: „Aðeins“ Norðurá opnuð fyrst Laxveiðin er byijuð á þessu sumri en fyrstu veiðimennimir renndu fyrir lax í Norðurá í Borg- arfirði. Þetta byijaði allt klukkan sjö í morgun þegar veiðimennimir renndu maðki og köstuðu marglit- um flugum fyrir þann silfraöa. Þverá í Borgarfirði verður ekki opnuö í fyrramálið. „Við opnun ekki í fyrramálið, kannski á fimmtudag, fóstudag eða laugardag. Við vitum það ekki á þessari stundu, kíkjum á máhð á morgun“ sagði Jón Ólafsson, einn af leigutökum Þverár, í gærkveldi. En veiði hefst ekki fyrr en 5. júní í Laxá á Ásum en það er ný- breytni. Laxá á Ásum hefur alltaf verið opnuð 1. júní. Það verður veiðimaðurinn Hilmar Ragnarsson sem opnar Laxá á Ásum þetta sum- arið. „Áin hrapar á hverri mínútu og Véiðivon Gunnar Bender þetta verður allt í lagi, við fáum lax eða jafnvel laxa,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í gærkveldi á bökkum Norðurár. „Fyrsti laxinn kemur á land klukkan átta mínútur yfir sjö í fyrramálið og hann tekur rauða franses. Þetta er fyrir löngu ákveð- ið,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í veiðihúsinu við Norðurá í gærkveldi. Það er stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem opnar Norðurá eins og venjulega en meðal þeirra sem renna eru Friðrik formaður, Guðrún og Guðlaugur Bergmann, Þórólfur Halldórsson, Halldór Þórðarsson, Kristján Guðjónsson og Stefán Á. Magnússon svo ein- hveijir séu nefndir. Það eru félagar úr veiðifélaginu Sporði sem opna Þverá í Borgar- firði en þeir leigja ána. Eins og fyrr kom fram er ekki vitað hvenær það veröur. Spennan er mikil að opna lax- veiðiárnar en góð byrjun gæti hleypt verulegu lífi í veiðileyfasöl- una. Ef vatnavextir spila ekki inn í gæti orðið góð byrjun í veiðiánum og fiskurinn er í flestum tilfellum tveggja ára lax úr sjó. • Veiðin hefst ekki í Laxá á Ásum fyrr en 5. júni. Það þykja töluverð tíðindi því áin hefur verið opnuð 1. júní eins og Norðurá og Þverá. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 NIFLUNGAHRINGURINN eftir Richard Wagner - valin atriði — 4. sýn. á morgun kl. 18.00, laus sæli, 5. sýn. laud. 4/6 kl. 18.00, fáein laus sæti. Athygli vakin á sýningartima kl. 18.00. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd 3/6, uppselt, sud. 5/6, örfá sætl laus, föd. 10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, næstsiö- asta sýning, fid. 16/6, siðasta sýning, 40. sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00. SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA Eftir Guðberg Bergsson i leikgerö Viðars Eggertssonar. Forsýnlngar á Listahátíð fid. 2/6, Id. 4/6. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razúmovskaju í kvöld, uppselt, fid. 2/6, laud. 4/6, mvd. 8/6, næstsíðasta sýning, 170. sýning sud. 12/6, 6Íðastasýning. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudagafrá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á mótl símapöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 61 60. Greiðslukortaþjónusta. Safnaðarstaif Árbæjarkirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 16. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi í dag. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Fella- og Hólakirkja: Helgistimd í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón Ragnhildur Hjaltadóttir. Kársnessókn: Mömmumorgunn í safn- aðarheimibnu Borgum í dag kl. 9.30-12. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýðing og staðfærsla Gísli Rúnar Jónsson. Fös. 3/6, næstsíðasta sýning, laugard. 4/6, siðasta sýning. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar 8» Par eftir Jim Cartwright i Lindarbæ Mánudag 6. mai kl. 20.30. Þriðjudag 7. mai kl. 20.30. Miðvikudag 8. mai kl. 20.30. Fimmtudag 9. mai kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er i miðasölu Listahátiðar í íslensku óperunni dag- legakl. 15-19, simi 11475, sýningardaga í Lindarbæ frá kl. 19. Simi 21971. Tapað fandið Svört leðurtaska tapaðist í miðbænum á laugardagskvöld. I töskunni var m.a. dökkblá slæða með hvítum doppum, pen- ingar og snyrtivörur. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 71592. HARMONIKUUNNENDUR Hljómsveit Guðjóns Matthías- sonar leikur gömlu og nýju dansana föstudaginn 3. júní í Ásbyrgi, Hótel íslandi, kl. 1Ö til 3. Hljómsveitarstjóri er Guð- jón Matthíasson. Borðapantanir í síma 687111. efofa íolta Áemut íatn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.