Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 Stuttar fréttir Nýáætlun Alþjóölegir sáttasemjarar ætla aö kynna nýja friðaráætlun fyrir Bosníu. Kallarávopnahlé Öryggisráð SÞ hefur kallaö á skilyrðislaust vopnahlé í borg- arastríðinu í Jemen. Varnarmála- ráðherra Frakka, Francois Leot- ard, sem stadd- ur er í Rúanda, hefur kallaö eftir hjálp frá Evrópu- og Afr- íkurikjum um að leggja sitt af mörkum til að áætlun Frakka í Rúanda takist. Rússar og Jemen Rússar blönduðu sér í mál Jem- ena með því að hvetja stríðandi fylkingar til að stöðva bardagana. Gætu bætt samskiptin Bandarískir diplómatar segja aö N-Kóreumenn gætu bætt sam- skiptin ef þeir yrðu samstarfs- fúsir I komandi viðræðura. Vidskiptí við Kina Austurríkismenn vonast eftir að geta náð góðum samningmn við Kinverja á væntanlegum viö- skiptafundi landanna. Flóttamenn streyma að Bandaríska strandgæslan má hafa sig alla við vegna stöðugs streymis flóttafólks frá Haítí. Aðriríspilinu Blaðið Jeru- salem Post haföi eftir Sím- oni Peres, ut- anríkisráð- herra ísraels, að fleiri lönd en Bandarikin væru að reyna aö miðla málum í deilu ísraela og Sýrlendinga en sagði ekki hvaöa lönd. SáríAlsír Tveir sprengingar særðu 64 sem tóku þátt í mótmælum gegn íslömskum bókstafstrúarmönn- um i Alsír í gær. Flóttamenn Dönsk yfirvöld fundu 91 tam- ílskan flóttamann frá Sri Lanka á Borgundarhólmi i gær. Striðfæristiaukana Átök og orðaskak í borgara- stríöinu í Angóla hafa færst í aukana fyrir umræöur Öryggis- ráðsins um deiluna í dag. HótaverkfalN Starfsmenn í oliu- og gasiðnaði i Noregi hafa hótað verkfalli frá miðnætti og gæti það lamaö greinina. Kohl naumur Ríkisstjóm Koiils Þýska- iandskanslara nýtur aöeins 0,5 prósenta meiri stuðn- ings en flokkur jafhaðarmanna og græningjar saman, samkv; anakönnun. Herinn til bjargar Her Suður-Afríku aðstoðar fómarlömb flóða í blökkumanna- bæjum við Höfðaborg. Kaffiverðáuppleið Kaffiverð fór enn hækkandi í gær vegna frosta í Brasilíu. Reuter mt nýrri skoð- Utlönd Viðtalinu við Karl sjónvarpað í gær: Á eftir að verða dýrkeyptjátning Sjónvarpsviðtalið við Karl Breta- prins, þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá Díönu prinsessu, var sýnt á Bretlandi í gær. Bretar höfðu beðið spenntir eftir viðtalinu síðan sjónvarpsstöðin skýrði frá játningum Karls sl. fimmtudag. Búist er viö að um 15 milljónir Breta hafi horft á viðtalið en ýmsir fréttaskýrendur sögðu eftir þáttinn að það yrði prinsinum dýrkeypt að hafa notað hreinskilni til aö reyna að fá samúð almennings en aðrir sögðu aö það hefði verið gott hjá honum að tala hreint og beint út til fólksins. Karl hét því í viðtalinu að hann ætlaði sér að verða konungur, hvort sem hjónaband hans og Díönu endaði með skilnaði eða ekki. Aöspurður hvort hann hefði verið trúr konu sinni sagði hann: „Já... eða þar til Ijóst var að hjónaband okkar var endanlega búið. Þrátt fyrir að við höfðum bæði reynt. Það er sorglegt að þetta skyldi hafa farið svona og þetta var það síðasta sem ég viidi að myndi gerast,“ sagði hann. Það kom aðeins einu sinni fyrir í viðtalinu að Karl hikaði við að svara en það var þegar hann var spurður um konuna sem sögð er hafa verið hjákona hans, Camillu Parker-Bow- les. Hann svaraði ekki beint en sagði aðeins að hún hefði veriö „góður vin- ur sem ásamt öðrum hefði vamað því að hann sturlaðist á meðan á skilnaði hans við Díönu stóð“. Ummæh Karls um aðskilnað ensku biskupakirkjunnar og krúnunnar Karl Bretaprins. Slmamynd Reuter hafa einnig vakið deilur en hann sagði að hann myndi vilja vera yfir maður allra trúarbragöa en ekki að- eins ensku biskupakirkjunnar. Karl kvartaði oftar en einu sinni við spyrilinn, fréttamanninn Johnat- han Dimbleby, um ágengni fjölmiðla sem birtu ekkert nema rusl og slúður um kóngafólkið. Ýmis blöö voru ekki ánægð með þessi ummæli Karls og einn ritstjórinn sagði að varla hefði þaö verið pressan sem hefði framið hórdóm með Camillu Parker-Bowles. Samkvæmt könnun sem Daily Mirror gerði fyrir útsendinguna á viðtalinu sögðu 54% af 500 aðspurð- um að það hefði verið rétt af prinsin- um að játa framhjáhaldið en þriöj- ungur sagði að það hefði verið röng ákvörðun. Reuter Leikkonan Britt Ekland er hér í góðum höndum breska gamanleikarans Robins Askwiths. Þau leika aðalhlutverkin i gamanleiknum „Run (or Your.Wife" og fara með stykkið I fjórtán vikna leikferðalag um Bretland á næstu dögum. Britt Ekland leikur Mary Smith, eiginkonu tvíkvænismannsins og ieigubil- stjórans Johns Smiths sem Robin Askwith leikur. Það er þvi óhætt að spá sannkallaðri sumargleði hjá breskum leikhúsunnendum í ár. Simamynd Reuter Ruðningskappinn O. J. Simpson Ekki lengur hætta á að hann svipti sig lífi Sérstöku eftirliti með ruðnings- hetjunni O.J. Simpson í fangelsinu vegna hugsanlegrar hættu á að hann fremji sjálfsmorð hefur verið hætt samkvæmt beiðni sálfræðings sem hafði eftirlit með honum þar sem hann þykir ekki eins þunglyndur og niðurdreginn og hann var í fyrstu. Sálfræðingurinn þakkar betri líðan Simpsons vinum hans og fjölskyldu sem hann segir að hafi stutt hann mjög mikið síðan hann var handtek- inn. Ákæruvaldið og veijendur í mál- inu búa sig nú af kappi undir réttar- höldin yfir Simpson sem hefjast næsta fimmtudag og er búist við að þau standi yfir í tvær vikur. Ruðningskappinn er sagður haga sér mjög vel í fangelsinu en hann fær um 3.500 bréf frá aðdáendum og stuðningsmönnum dag hvem. Simpson, sem er ákærður fyrir að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og vin hennar, heldur því enn fast fram að hann hafi verið á heimili sínu í Los Angeles að bíöa eftir leigubíl út á flugvöll þegar morðin voru framin en hann var á leið til Chicago. Morðvopnið í málinu hefur enn ekki fundist en talið er aö þar sé um skörðóttan og langan hníf aö ræða. Mikil leit var gerð að vopninu í skógi nærrri hótelinu sem Simpson gisti á í Chicago eftir morðin og eins á heim- ilihansíLosAngeles. Reuter Erkifjendur komnir saman í nkisstjóm Toraiichi Murayama, nýkjörinn demókrata, erkiflenda japanskra forsætisráðherra Japans úr röðum stjómmála á tímura kalda stríös- sósíalista, kynnti nýja ríkisstjóm ins, myndi endast lengi. sína í morgun þar sem bróðurpart- „Engum datt í hug að frjálslyndir ur ráðherraembættanna tuttugu demókratar og sósialistar mundu kemur í hlut hins íhaldssama mynda stjórn," sagði sósíalistinn fiokks frjálslyndra demórata, eða Kozo Igarashi, talsmaður nýju rík- þrettán samtals. isstjórnarinnar. Sósíalistar fengu fimm ráðherra- Mörg mikilvæg verkefni bíða embætti en tvö koma í hlut smá- nýju stjómarinnar, þar á meðal flokks sem heitir Sakigake nýi leiðtogafunduriðnríkjannaínæstu flokkurinn. viku,hækkandigengijensinsgagn- Stjómmálaskýrendur höföu uppi vart Bandaríkjadollar og ótti efasemdir um að þessi samsteypu- manna viö kjamorkuáætlanir stjóm sósíalista og frjálslyndra Norður-Kóreumanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.