Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 oo Jón Baldvin Hannibalsson. Rússar og Norð- menn í eina sæng „Við skulum horfast í augu við þá staðreynd að stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið afstöðu með Norðmönnum og samstarf þess- ara þjóða er orðið mjög náið,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson ÍDV. Eru aðeins að auglýsa sjálfa sig ...Þó að stórfyrirtækin sletti nokkrum milljónum í land- græðslu uppi á einhverjum heið- um þá eru þeir ekki að auglýsa Uminæli landgræðsluna. Þeir eru bara að auglýsa sjálfa sig...“ segir Auð- ur Sveinsdóttir, formaður Land- vemdar, í DV. íslandskvöld í kvöld verður íslandskvöld í Norræna húsinu. Fyrirlesari kvöldsins er Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur og talar hún á norsku um íslenskar bókmenntir. Eftir fyririesturinn og kaffihlé verður sýnd kvik- mynd frá íslandi. Áður en fyrir- lesturinn hefst mun karlakórinn Namsos sangforening syngja nokkur lög. Fundir Kynningarfundur Bahá’ía Bahá’íar bjóða á opinn kynning- arfund fimmtudagskvöldið 30. júní í Samtúni 20 kl. 20.30. Þor- kell Óttarsson talar um opinber- un Bahá’u’lláh. Allir velkomnir. Jóga og hugleiðsla í kvöld, á morgun ogá laugardag verða hjónin Russell og Gunnilla Bradshaw með námskeiö í jóga og hugleiðslu í Sri Chinmoy setr- inu, Hverflsgötu 76. Á námskeiö- inu munu hjónin fjalla um það hvernig jóga og hugleiðsla sam- rýmast guöfræði og sálfræði auk þess sem farið verður í einbeit- ingar- og htigieiðsluæfmgar. Nánari upplýsingar í símum 25676 og 626634. Mannréttindamál fjölskyld- unnar Félagið Fjölskylduvernd boðar til almenns fundar i kvöld í sam- komusal Langholtskirkju um mannréttindamál íjölskyldunnar og umgengnisrétt foreldra og barna. Kripalujóga Kynning á Kripalujóga verður haldinn íimmtudaginn 30. júní kl. 20.30 í jógastöðinni Heimsljósi, Skeifunni 19,2. hæö. Einnig verð- ur kynnt nýtt námskeiö, jóga gegn kvíöa sem hefst í byrjun júlí. Sagtvar: Biöjum fyrir hvert öðru, og leysura vanda hvers annars. Gætum tunguimar Rétt væri: Biðjum hvert fyrlr ööru, og leysum hvert annars vanda. Sumar og sól á Austurlandi Suðvestankaldi eða stinmngskaldi, skýjað og sums staðar dálítil súld eða rigning öðru hverju með 7-11 stiga Veðrið í dag hita um vestanvert landið, en vestan- og suðvestangola eða kaldi, léttskýj- að með 10 til 18 stiga hita að deginum um landið austanvert. Á höfuðborg- arsvæðinu er suðvestangola eða kaldi. Skýjað með köflum og lítils- háttar súld öðru hverju. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.58. Sólarupprás á morgun: 3.05. Síðdegisflóð í Reykjavík 23.50. Árdegisflóð á morgun: 12.26. Heimild: Almanak Hóskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 8 Egilsstaöir heiðskírt 9 Galtarviti alskýjað 8 Keflavíkurfliigvöllur skýjað 8 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 7 Raufarhöfn skýjað 9 Reykjavík skýjað 8 Vestmarmaeyjar skýjað 9 Bergen skýjað 16 Helsinki léttskýjað 19 Kaupmannahöfn skýjað 18 Ósló skýjað 16 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam mistur 21 Barcelona heiðskírt 19 Berlín skýjað 23 Chicago léttskýjað 21 Feneyjar skýjað 21 Frankfurt þoka 22 Hamborg skýjað 22 London léttskýjaö 16 LosAngeles léttskýjað 19 Madríd heiðskirt 19 Malaga heiðskírt 17 Mallorca heiðskírt 20 Montreal skýjað 19 New York alskýjað 23 Nuuk rigning 4 Orlando heiðskirt 25 París skýjað 20 Róm þokumóða 20 Valencia heiðskirt 18 Vín léttskýjað 21 Washington skýjað 26 Wirmipeg léttskýjað 13 FriðrikÞór Friðriksson, leikstjóri Bíódaga: Erum að athuea hvar best er að frumsýna í útlöndum „Eg er mjög ánægður með Bíó- daga. Það hefur skilaö sér sem lagði upp með og ég verð að að mér finnst hún betri en ég þorði að vona,“ segir Friðrik Þór riksson, leikstjóri Bíódaga sem frumsýnd er í dag. Þetta er fyi ' kvikmynd hans eftir liina Maður dagsins heppnuðu mynd, Börn náttúrunn- ar, og er öruggt að margir bíða spenntir eftir að berja hana augum. Þegar hafa borist góðar fréttir af viðtökum hjá drcifingaraöílum er- lendis: „Við vorum með tvær sýningar á kvikmyndahátíðinni i Cannes, sem voi-u eingöngu fyrir dreifingaraðila og menn frá kvikmyndahátíðum. Öllum blaðamönnum barmaður aðgangur. Viðtökur voru mjög góð- ar og við erum nú að gera upp á milli hvar við eigum að frumsýna myndina erlendis. Þaö er mjög mikilvægt að taka rétta ákvörðun i þeim efnum. Börn náttúrunnar var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Montreal, sem er ágæl hátíð, en ekki er heppilegt að fara aftur þangað þannig að nú erum við að skoða Locarno eða Feneyjar. Við erum þegar búnir að fá boð frá Locamo um að sýna myndina þar og sú hátíð er á góðum tíma fyrir okkur, i ágúst, en Feneyjahátíðin er í september. Friðrik sagði að Bíódagar höfð- uðu sjáfsagl meira til almennings en Börn náttúrunnar og það væri ein skýringin á hversu vel gengi að fá myndinni dreift. „Bíódagar hefur meiri markaðsmöguleika en Börn náttúrunnar þótt hún sé mjög séríslensk.“ Friðrik sagði aðspurður að nú væri verið aö klára að klippa Cold Fever, sem er næsta kvikmynd í leikstjórn Friðríks. Sagðist hann búast við að hún yrði tilbúin til sýningar um jólin. „Það stendur til, þótt ekki sé það ákveðiö, að fmmsýna hana á Sundance-kvik- myndahátiöinni í Bandaríkjunum sem er undir verndarvæng Roberts Rcdfords." Friðrik er auk þess að vinna að Djöflaeyjunni og sagði hann allt ganga þar samkvæmt áætlun og væri nærri búið að fjármagna myndina. Aðspurður um áhugamál fyrir utan kvikmyndirnar nefiidi Friðrik fótbolta og veiði. „Það er stutt síðan ég hætti að leika fót- bolta en hef nú mjög gaman af stangaveiði; veiði bæði silung og lax þegar tækifæri gefst til á sunir- in.“ Myndgátan Reyktur fiskur Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Riðlakeppn- ínniaHM lýkur Riðlalceppnirmi á heimsmeíst- aramótinu í knattspyrnu lýkur í kvöld með ; tveimur leikjum. Grikkland mætir Nígeríu og Arg- íþróttir entína mætir Búlgaríu. Aðeins Argentína er þegar öraggt áfram. Sjónvarpið sýnir í beinni útsend- ingu, sem hefst kl. 23.30, leik Arg- entínu og Búlgaríu og sjálfsagt verða einnig sýndar glefsur úr leik Giíkklands og Nígeríu. Hér innanlands heldur áfram 1. umferðin i Mjólkurbikarnum ; og ;verða leiknir flmm leikir í; kvöld sem allir hefjast kl. 20.00. Leikirnir eru: Einherji-KR, BÍ - Stjanian, Afturelding - FH, Reynir S - Þór og Höttur - ÍBK. Skák Þessi staða er frá alþjóðamótinu í Se- villa á Spáni fyrir skenunstu. Spánveij- inn Illescas, sem stýrir hvítu mönnunum gegn Rússanum Epishín, á þrjú peð til góða og með síöasta leik, 51. Kh3-h4, virð- ist sem síöasta peð svarts sé að falla. Hvað á svartur til bragðs að taka? Skákin tefldist 51. - He8? 52. Rc4 Hxe3 53. Rxe3 Kg6 54. Rg2 og svprtur gafst upp. Frá stöðumyndinni átti svartur hins vegar leikinn 51. - Hxe5! og áfram 52. Hxe5 Rf3 + 53. Kxh5 Ekki 53. exf3 Hxh2 + og mát! 53. - Rxe5 og allar líkur eru á þvi að svartur haldi jafntefli. Jón L. Árnason Bridge Flestöllum byrjendum er kennd sú regla að spila aldrei lit í tvöfalda eyðu gegn trompsamningi, því það gefi alltaf slag. En engin regla er án undantekninga. I þessu spili er ólíklegt að byrjandinn sjái hvernig megi hnekkja fiórrnn hjörtum suðurs með öryggi í spilinu, en reyndari spilarar gætu vel fundiö vörnina. Sagnir ganga þannig, norður gjafari og allir á hættu: * 1073 V Á652 ♦ ÁD + ÁDG10 * ÁKG96 V 8 ♦ 9742 + 743 * 854 V KG1073 ♦ K10 + K92 Norður Austur Suður Vestur 1+ l^ 2V Pass 4V p/h Vestur velur eðlilega að spila út spaða- drottningu og austur drepur náttúrulega þann slag (því hætta er á að drottningin sé einspil). Austur tekur sína þijá upp- lögðu slagi í spaða en hvað á hann að gera næst? Grunnreglan segir austri að það gefur vanalega slag aö spila í tvöfalda eyðu og er því ekki eðlilegt að spila öðrum hvorum lághtanna til þess aö gera ekkert af sér? Nei, nú er tækifærið til að sýna vamartilþrif. Það eina sem hnekkir þessu spili með öryggi er spaði áfram. Ef sagiihafi hendir einhveiju heima, trompar vestur meö níu og tryggir sér þannig trompslag. Ef sagnhafi stingur frá með tiunni, þá hendir vestur einhveiju spili og D94 í trompi era orðin ígildi slags. Það er ekki einungis nákvæmlega þessi staða sem tryggir vestri trompslaginn með þessari vöm, því vestur gat vel átt K94 eða jafnvel G7xx í hjartanu. ísak örn Sigurðson JJZ V D94 ♦ G8653 ■L QC c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.