Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
7
Fréttir
Brestur í samstöðu rússneskra útgerðarmanna:
Ekki ætla allir að hætta
að selia f isk til íslands
- segir sendiherra f slands í Moskvu
„Eg hef orðið var við að það eru ekki
allir rússneskir útgerðarmenn sem
ætla að fara eftir þessum tilmælum.
Ég mim eiga fund með Alexander
Rodin, varaformanni Fiskveiðiráðs-
ins, á morgun um þessi mál. Hann
kom til vinnu í dag frá Murmansk
þar sem hann sat þennan fund og
Helgina 24.-26. júní var siglingakeppni þar sem siglt var frá Reykjavík til
Vestmannaeyja. Sjö skútur tóku þátt í henni og voru þaö strákarnir á Ör-
inni frá Vestmannaeyjum sem báru sigur úr býtum. Aö sögn framkvæmda-
stjóra keppninnar, Jóns Skaftasonar, var veðurbliðan helsta vandamálið
því hennar vegna áttu skúturnar erfitt með að hreyfast úr stað.
DV-mynd SIS
Löggildingarstofan:
Nokkrar vikur
í niðurstöðu
„í raun vildi ég að komin væri nið-
urstaða í málinu fyrir löngu. Þetta
tekur hins vegar sinn tíma, því mið-
ur. Ég á allt eins von á að það Mði
nokkrar vikur þar til þetta kemst á
hreint," segir Sveinn Þorgrímsson,
deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu
og settur forstjóri Löggildingarstof-
unnar.
Eins og greint var frá í DV hefur
forstjóra Löggildingarstofunnar ver-
ið skipað í frí eftir að Ríkisendur-
skoðun gerði ýmsar athugasemdir
við bókhald stofnunarinnar fyrir
nokkru. Síðan þá hefur forstjórinn
verið í fríi.
Hólmavíkurhreppur:
Kosningarnar ógildar
Guðfinnur Finnbogaaan, DV, Hölmavöc
Úrskurðamefnd sem sýslumaður-
inn á Hólmavík skipaði hefur kveðið
upp þann úrskurð að sveitarstjórn-
arkosningamar í sameiginlegu sveit-
arfélagi Nauteyrarhrepps og Hólma-
víkurhrepps, Hólmavíkurhreppi, séu
ógildar og verður kosið aftur til sveit-
arstjórnar á Hólmavík ef úrskurður-
inn verður ekki kærður til félags-
málaráðuneytisins. Kærufrestur
rennur út um helgina.
Hjálmar Halldórsson, íbúi í Naut-
eyrarhreppi, kærði kosningarnar
vegna þess að aðeins einn fuligildur
framboðslisti hafði borist kjörstjórn
áður en framboðsfrestur rann út. Þá
taldi hann að ákvæði sveitarstjóm-
arlaga hefðu verið brotin af starfs-
fólki félagsmálaráðuneytisins er viö-
kemur afskiptum þeirra af samein-
ingu Nauteyrarhrepps og Hólmavík-
urhrepps og vefengdi kjörgengi
tveggja frambjóðenda úr Nauteyrar-
hreppi á tveimur framboðslistum,
auk fleiri atriða.
í lokaorðum úrskurðar nefndar-
manna segir: „í raun var ekki um
neinn framboðsfrest að ræða í hinu
sameinaða sveitarfélagi. Ætla má að
brot á ofangreindum frestum hafi
haft áhrif á möguleika á framboðum
og þar með niðurstöðum kosning-
anna. Því er óhjákvæmilegt að ógilda
kosningu þá sem fram fór í Hólma-
víkurhreppi þann 28. maí 1994.“
hvatti til að þessum fisksölusamn-
ingum yrði slitið, Þá hef ég óskað
eftir fundi í utanríkisráðuneytinu
vegna málsins," sagði Gunnar Gunn-
arsson, sendiherra íslands í Rúss-
landi, í samtali við DV.
Gunnar segir erfitt að skilja á hve
hátt stig málið sé komið þar sem
fundur útgerðarmanna í Murmansk
hafi í raun snúist um óskyld mál og
tilmæli Rodins hafi fallið í umræð-
um.
Samkvæmt heimildum DV hefur
komið fram hjá Rússum að ekkert
eitt atriði hafi spillt eins mikið í sam-
skiptunum og viðmót íslendinga
gagnvart rússneskum sjómönnum
sem komið hafa til íslands með fisk.
Þeir hagsmunir sem eru í húfi fyrir
íslendinga eru miklir. Sá fiskur sem
Rússar landa til vinnslu á íslandi
gefur um 600 manns atvinnu. Sú tala
gefur til kynna að um 1500 manns
hafi lifibrauð sitt af þessu sjávarfangi
eða sem nemur 3-4 litlum sjávar-
plássum. Þá má reikna með að hverfi
Rússafiskurinn út úr íslensku at-
vinnulífi samsvari það um 20 pró-
senta kvótaskerðingu á þorski.
„Það er alvarlegt mál í samskiptum
þjóða ef stjómvöld beita löndunar-
banni. Hins vegar höfum við öfugt
við Noreg og EES-löndin enga samn-
inga sem kveða á um að slíkt sé
óheimilt eða markaö þvi leiö hvemig
við getum tekið á því máli. Við verð-
um einfaldlega að útskýra okkar mál
fyrir Rússum og reyna að bæta þessi
samskipti," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra.
L-Í-ClLlLl Lloí^I; d LllliL-úi LLLLu iCilClLLllcll:
Kringlunni - 3. hæö ■ * 1 1
r íinr í táránleo lín nrii!
LC(£UðB^^tur,_l(asfettiH‘,jiLvndl)ðiíd,
>lir, plakðL oft, «tL
Kassettustandur
fyrir 52 kassettur
kr.
Myndbandastandur
fyrir 9 myndbönd
S - K - I - F 'A - N
Opiö virka daga
Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akur
Líka á kvöldin !
■ ^msm
ri