Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 9 Utlönd Frakkafleiðaá péSilikusuiiyiti Iídouard Balladur. for- sætisráöherra FrakMands, sagöi í sjón- varpsviðtali í vikubyrjun aö landar hans væru orönir hundleiðir á því hvernig stjórn- málamenn hegöuöu sér. í viðtalinu bar Balladur saman staöfasta viðleitni sina til aö hressa upp á efnahagslíf landsins og draga úr atvinnuleysmu við argaþras þeirra stjórnmála- manna sem eru með væntanlegar forsetakosningar á heilanum. Balladur virtistekki geraneinn greinarraun á Jacques Chirac, leiðtoga gaullista, og stjórnarand- staeðingum í sósíalistaílokknum í þessu efni. Sjálfur sagðist hann ekki ætla aö skýra frá hvort hann yrði í framboði fyrr en á næsta ári. Svæflduísig 485 milljarða vindlinga Bandariskir tóbaksfíklar svældu 485 trtilljarða af sígarett- um í fyrra, fimmtán mifíjörðum minna en árið á undan. Sam- drátturinn nam þremur prósent- um. Ástæður minni reykinga eru m.a. þær að sífelltfleiri takmark- anir voru settar á reykingar fólks á almannafæri, áróður gegn reykingum hélt áfram af fullum krafti og reykingamenn mættu meiri andúð. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið telur að tóbaksfyrirtækin hafi framleitt 625 miUjarða sigar- ettna á fjárhagsárinu, tólf prósent færri en árið áður. Óákveðnumí garðESBfækk- aríSvíþjóð Andstæðingum aöildar Sví- þjóðar að Evrópusambandinu hefúr bæst töluverður liðsauki þar sem þeim sem til þessa hafa veriö óákveðnir hefur nú fækkað, samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sern Göteborgs- Posten birti í gær. Flestir hinna fyrrum óákveðnu gengu til Iiðs við andstæðinga ESB og eru þeir nú orðnir 45 pró- sent kjósenda í stað 40 prósenta áöur. Stuöningsmönnum aðildar aö ESB fjölgaði einnig en þó ekki jafnmikið og hinum og í þeim flokki eru 37 prósent sænskra kjósenda en voru 34 prósent áður. Óákveðnir eru 16 prósent nú en 27 prósent i síðasta mánuði. Spielberghvetur tilmeiraum- burðariyndis Bandaríski kvikmynda- leikstjórinn Steven Spiel- berg sagöi við yfirheyrslur í öldungadeild bandaríska þingsins á þriðjudag að kenna þyrfti böm- um umburðarlyndi og samúð ef binda ætti enda á hatursglæpi óg fordóma. Spielberg sagöist hafa gert mynd sína, Lista Schindlers, sem fjallar um helför gyðinga, til aö fræða böm um skort á umburð- arlyndi og hatur og vinsældirnar hafikomiðséráóvart. Reuter.TT Leiðtogi PLO heimsækir Gazasvæðið um helgina: Arafat fer heim á fornar slóðir Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestinu, PLO, snýr heim á • fomar slóðir á Gazasvæðinu um helgina eftir 27 ára útlegð, í fylgd um eitt hundrað aðstoðarmanna sinna og með tugi fréttamanna og mynda- smiða í eftirdragi. Farið verður land- leiðina frá Egyptalandi inn á Gaza. Tilkynningin um heimsókn Ara- fats kom palestínskum embættis- mönnum á Gaza gjörsamlega í opna skjöldu en þeir skutu á fundum strax í gærkvöldi til að undirbúa koma leiðtogans. „Ég má ekki vera að því að tala núna. Ég er á fundi með yfirmönnum öryggismála," sagði Freih Abu Me- dein, sem á sæti í stjórn Palestínu- manna, þegar haft var samband við hann um farsíma. Nabil Shaath, ráðherra skipulagn- ingar og alþjóðlegrar samvinnu í palestínsku sjálfstjóminni, sagði að stutt heimsókn Arafats hæfist líklega síðdegis á íöstudag eða á laugardags- morgun og hann yrði á Gaza fram á þriðjudag. Hann sagði að Arafat hefði ákveðið að fara fyrst til Gaza en ekki Jeríkó eins og upphaflega var áætlað til að sýna íbúunum þar sam- úð sína. Um ein milljón manna býr á Gaza og eru flestir flóttamenn úr stríði araba og ísraelsmanna árið 1948. ísraelskir landnemar hafa boðið rúmlega tveggja milljóna króna verðlaun hverjum þeim sem hand- tekur Arafat þegar hann heimsækir Gaza og afhendir hann yfirvöldum. Reuter Kanadískir gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna i Rúanda fengu góðar viðtökur þegar þeir komu á íþrótta- leikvang í höfuðborginni Kigali þar sem um tvö þúsund flóttamenn hafast við. Kanadamennirnir voru að fagna þjóðhátíðardegi lands síns. Símamynd Reuter Grunsamleg dauðsfölláelli- heimilinu Norska lögreglan rannsakar nú íjölmörg dauðsföll á elliheimili í Bergen eftir að upplýsingar bár- ust um að óeðlilega margir vist- menn hefðu látist þar í fyrra. Alls létust 42 þaö árið en alla jafna hafa áiján til tuttugu vist- menn látist þár á ári hverju. Vist- mennirnir voru á aldrinum 80 til 94 ára. Verið er að kanna hvort aukinn fjöldi dauðsfalla á sér eðlilegar skýringar eða hvort um sé að kenna einhvers konar glæpsam- legu athæfi. Að minnsta kosti níu dauðsfallanna þykja grunsamleg. Fertug kona, sem starfaöi sem sjúkraliði á elliheimilinu, var rekin þegar ljóst varð hve aukn- ingin var mikil en aö sögn yfir- valda er hún ekki grunuð um að hafa aðhafst eitthvað glæpsam- legt. Austurrískt fangelsisskáld hengirsig Jack Unt- erweger, virt austurrískt skáld og tugt- húslimur, hengdi sig í fangaklefa sín- um aðfaranótt miðvikudags, aöeins sex klukkustundum eftir að hann var fundinn sekur um að hafa myrt níu vændiskonur. Réttarhöldin yfir Unterweger voru þau umtöluðustu í Austur- ríki í áratugi. Unterweger var sagður hafa myrt konur sem hann hafði verið beðinn að hafa viðtöl við. Hann var þá á skilorði vegna fyrri dóms fyrir morð á nágrannakonu sinni. Maðurinn varö fyrirmyndar- fangi og skrifaði barnasögur sem hlutu mikið lof, auk ljóða og skáldsögu. NTB, Reuter Danmörk: Víkinga- hálsmenið komið í Þjófamir sem stálu svokölluðu Tissö-hálsmeni úr safni við Árósa í Danmörku í síðustu viku hafa skilað því aftur gegn tæplega tveggja millj- óna íslenskra króna lausnargjaldi. Hálsmenið er 1100 ára gamalt, frá víkingatímanum, og vegur tæp tvö kíló. Það er einhver stærsti gullgrip- ur sem hefur fundist frá þessum tíma og þykir hin mesta þjóðargersemi. Það var danska lögreglan sem sá um að skipta á hálsmeninu og lausn- argjaldinu en Görup Merrild lög- regluvarðstjóri vildi ekki skýra frá því hvemig skiptin hefðu farið fram. Hann sagði að þjófamir lékju ennþá lausum hala. „Fljótlega eftir að rannsóknin hófst fengust skýrar vísbendingar úr hóp- um glæpamanna að þjófamir væru að reyna að fá gullhálsmenið brætt. Við máttum því engan tíma missa,“ sagði Merrild. Þjófamir notuðu stóran stein- hnullung til að brjóta gat á vegg Moesgardsafnsins við Árósa en þótt viðvömnarkerfið færi í gang tókst þjófunum að hafa hálsmenið og aðra muni á brott áður en vaktmenn safnsins komu á vettvang. Þeir voru sofandi í nærliggjandi húsi. Danska þjóðminjasafnið hafði lán- að hálsmenið vegna sýningar á mun- um frá víkingatímanum. Boðnar höfðu verið 1,3 milljónir íslenskra króna í fundarlaun fyrir menið. Reuter SUMARSKOLI TBR íþróttakennsla fyrir 7-12 ára börn! Enn erlaustá eftirtalin námskeið: □ 4. júlí til 15. júlí □ 15. ágúst til 26. ágúst Fyrir hádegi - eftir hádegi □ Kl. 9-13 □ Kl. 13-17 Innanhúss: BADMINTON bandý tennis minnitennis borðtennis leikir körfubolti o.fl. Ferðalag í lok hvers námskeiðs Verð kr. 5.500 pr. námskeið Systkinaafsláttur Eurocard - Visa - Samkort Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1. S. 812266 Úti: Hlaup skokk þrekæfingar stökk köst sund körfubolti leikir lttiV I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.