Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 11 Merming Leyndarmál á Grænlandi Flókin atburðarás spennusögunnar „Lesið í snjó- inn“ hefst með skyndilegum dauða sex ára grænlensks drengs í Kaupmannahöfn. Esajas fellur ofan af margra hæða háu pakkhúsi sem er í endurbyggingu. Sagan hefst við útfór hans í Vestre kirkjugarðinum. Eini vitnisburðurinn um hinstu för hans í jarðlífi eru spor í snjónum á þaki pakkhússins allt fram á brúnina þaðan sem Esajas féll til jarðar og lést sam- stundis. Og með þeim þögla vitnisburði hefði máhnu lokið nema vegna þess að Esajas hafði eignast tryggan vin; 37 ára gamla konu sem átti eins og hann rætur sínar í Grænlandi. Þetta er Smilla Qaavigaaq Jasp- ersen. Hún er sérmenntuð í stærðfræði og jöklavísind- um og hefur hlotið í vöggugjöf einstakt næmi fyrir snæviþakinni veröld heimalands síns. Hún kann að lesa í snjóinn eins og það heitir í ágætu íslensku nafni bókarinnar. Smilla veit að Esajas hefði aldrei farið ótilneyddur upp á þak margra hæða byggingar; hann var nefnilega afar lofthræddur. Hún neitar því að sætta sig við þá opinberu skýringu að dauði hans hafi verið slys. Þrátt fyrir áhugaleysi og andstöðu yfirvalda knýr hún á um frekari rannsókn málsins. Leitin að sannleikanum Leitin að hinum réttu skýringum berst víða í tíma og rúmi; frá Kaupmannahöfn til Grænlands og frá nútímanum aftur til loka síðari heimsstyrjaldarinnar og leynilegrar áætlunar nasista sem kennd er við und- irheima hinna fomu norrænu trúarbragða. Hún finn- ur loks lykihnn að lausn gátunnar, sem hófst með dauða Esajas, í ísnum og sjónum við Grænland. Þessi spennusaga Peter Hoeg hefur víða hlotið lof og það að verðleikum. Þungamiðja sögunnar og það afl sem knýr hana áfram er aðalpersónan, Smilla. Hún Bókmermtir Elías Snæland Jónsson á danskan fóður á lífi en grænlensk móðir hennar er látin. Tilfinningalega er Smilla tengd afar sterkum böndum við jökullagt ættland móður sinnar. Græn- lenski arfurinn er ríkjandi í skapgerð Smillu og hefur mikil áhrif á gjörðir hennar. í sögunni, sem er afar vel skrifuð og hin læsilegasta í íslensku þýðingunni, er listilega fléttað saman spenn- andi söguþræði og framandlegum fróðleik. Að þessu leytinu minna efnistökin ósjálfrátt á handbragð ann- arra frábærra spennusagnahöfunda á borð við Eco (Nafn rósarinnar) og Tartt (A Secret History). LESIÐ í SNJÓINN Höfundur: Peter Hoeg. Þýðandi: Eygló Guðmundsdóttir. Mál og menning, 1994. Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla til að kenna handavinnu og almenna kennslu Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33118 eða 96-33131 Einfaldir, tvöfaldir og þrefaldir álstigar í fjölda lengda fyrirliggjandi af lager. Einnig vinnupallar. STARLIGHT -einn stigi alstaðar Fæstínæstu^ Kugntnaarvbruversjun I. Guðmundsson & Co. m UMBOÐS QG HEtLQVERSLUN SfMI 91-24020 FAX 91-623145 Svidsljós í hringiðu helgarinnar Hjóladagur Bifhjólasamtaka lýðveldisins var haldinn hátíðlegur sl. laugardag. Eftir að hafa ekið í samfloti um bæinn söfnuðust Sniglamir saman á Ingólfstorgi þar sem létt skemmtidagskrá var í gangi til kl. 18. Eins og sést á meðfylgjandi mynd áttu Sniglamir notalegan dag í blíðskaparveðri og nutu lífsins. Margrét Sossa Björnsdóttir myndlistarkona opnaði sýn- ingu í Gallerí Borg sl. laugardag. Sossa hefur frá 1989 nær eingöngu unnið með olíu á striga en fyrir þann tíma vann hún.nær eingöngu í grafík. Á sýningunni em um 25 ný málverk, öll unnin með ohu á striga. Á myndinni sést Sossa ásamt einu listaverka sinna. ' Laugavegi 178 Kvöldverðartilboö vikuna 3016-8/7 Frönsk lauksúpa * Döðlufyllt grísasneið með grænmeti og apríkósusósu * Ostakaka með völdum berjum * Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 HÚS 0G GARDAR /////////////////////////////// Áskiifendur DV fá 10% aukaafslátf af smáauglýsingum AUGLYSINGAR £ wwwv Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 632700 - Bréfasími 632727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Aukablað HÚS OG GARÐAR Miðvikudaginn 13. júlí nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: ★ Sumarbústaðir (framleiðsla, stofnkostnaður, rafmagn, vatn, rotþrær o.fl.). ★ Klæðning á húsum (nýjungar og eldri aðferðir). ★ Hæðarmunur í görðum. ★ Viðhald steinsteyptra húsa (sprunguviðgerðir, háþrýstiþvottur, málning). ★ Fuglahús í görðum. ★ Litlir garðar. ★ Viðhald á timbri, hellum og grjóti ★ og margt fleira. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að aúglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Fríðu Sjöfn Lúðvíksdóttur í síma 91 -632721 eða Jensínu Böðvarsdóttur í síma 91 -632723 á auglýsingadeild DV. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga í þetta aukaþlað er fimmtudagurinn 7. júlí. ATH.I Bréfasími okkar er 632727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.