Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 7
 viirxm \ UR RUMENIFORSEII NÆSTA AUSHBUARWNGS' CORNELIU MANESCU — árangurslaus stefna. í FYRSTA skipti í sögu Sam- einuðu þjóðanna er talið að kommúnisti frá Austur-Evr- ópu verði kjörinn forseti Alls- herjarþingsins. Forseti þingsins verður ekki formlega kjörinn fyrr en 22. Allsherjarþingið kemur saman í september, en nú þegar virð- ist nœgilegur meirihluti vera fylgjandi því, að hinn 51. árs gamli ulanríkisráðherra Rúm- eníu, Corneliu Manescu, verði kjörinn. Ýmis vestræn ríki og Aust- ur-Evrópuríki hafa heitið hon- um stuðningi, svo og Asíuríki og Suður-Ameríkuríki, og bú- izt er við að lýst verði yfir ein- róma stuðningi við kosningu Manescus á fundi æðstu manna Afríkuríkja, sem haldinn verð- ur í júní. Bandaríkin hafa ekki og munu sennilega ekki beita sér opinberlega fydr kosningu Manescus, en margt bendir til þess að Bandaríkjamenn muni ekki leggjast gegn því að liann vcrði í framboði. DÆMI UM BREYT- INGU. Yestur-Evrópulöndum, Mið- austurlöndum og Asíulöndum og nú á síðari árum frá Afríku- löndum. Sú hefð hefur skap- azt, að forseti Allsherjarþings- ins skuli vera fulltrúi eins þeirra rikja, sem eiga fastafull- trúa í Öryggisráðinu. Nú telja margir óhjákvæmilegt og jafn- vel æskilegt að Austur-Evrópu- maður taki við embættinu. Fram að þessu hefur verið forðazt að skipa Austur-Evrópu mann í embættið af tveimur á- stæðum: í fyrsta lagi vegna þess að forsetaembættið hefur verið talið mikilvæg ,vígstaða’ í kalda stríðinu, og í öðru lagi hefur vcrið óttazt, að ef kom- múnisti yrði kjörinn forseti — mundi hann nota embættið til að spilla fyrir störfum Allsherj- arþingsins. En dagar kalda stríðsins eru liðnir og Rúmenía hefur sýnt í hve ríkum mæli að minnsta kosti viss kommúnistaríki vilja fara eigin götur og sýna sjálf- stæða afstöðu. Eftirtektarvert er og mót- sagnakennt, að framboð Manes- cus mun mæta harðastri and- stöðu í Sovétríkjunum og öðr- um Austur-Evrópuríkjum, þótt ef til vill verði lítið látið á þessari andúð bera á yfirborð- inu. Ástæðan er sú, að Rúm- enar hafa svo oft sýnt sjálf- stæða afstöðu í utanríkismálum og beinlínis lagzt gegn stefnu sovétstjórnarinnar. Síðasta dæmið um árekstra Rússa og Rúmena er ákvör'ðun Rúmena um að taka upp stjórnmálasam- band við Bonnstjórnina og til- raunir þær er Rússar hafa gert síðan Rúmenar tóku þessa á- kvörðun til að koma í veg fyrir að önnur komníúnistaríki fari að dæmi Rúmena og veiki þar með Ulbricht-stjórnina í Au- Þýzkalandi enn frekar. * MILLIGÖNGUMENN. Corneliu Manescu er gamal- reyndur starfsmaður rúmenska kommúnistaflokksins, starfaði í skipulagsráði ríkisins, fór það- an í utanríkisþjónustuna og varð síðan utanríkisráðherra. Upp á síðkastið hefur hann margoft fordæmt Bandaríkin Frh. á 10. síðu. Síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnsettar hafa forsetar Allsherjarþingsins verið frá Nýtízku dans. Skemmtiferðaskipið Fritz Heckert. Úr vcitingasal Fritz Henckert. Sunnuferðir með Fritz Heckert FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hefur tekið á leigu austur- þýzka skemmtiferðaskipið Fritz Heckert og efnir hinn 18. apríl næstkomandi til 15 daga sigl- ingar til Bergen, Oslóar, Kaup mannahafnar, Amsterdam, Lond on og aftur heim til Reykjavík- úr. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslendingar fá tækifæri til að taka þátt í skemmtisiglingu með nýtízku lúxusskipi. Fritz Heckert er 8.115 tonn að stærð og var skipinu lileypt af stokkum árið 1961. Það tek ur um 350 farþega og veitir 180 manna áhöfn farþegum hina fullkomnustu þjónustu. Um borð eru rúmgóðir sam komusalir, þar sem hljómsveit- ir leika á hverju kvöldi og á- herzla lögð á fjölbreyttar veit- ingar og skemmtanir. Þá eru rúmgóðar setustofur, spilastof- ur og í Sunnuferðinni verður um borð gott, íslenzkt bókasafn í lesstofu. Kvikmyndasýningar eru haldnar og fararstjórar Sunnu annast fjölbreytt skem'mt analíf um borð og aðstoða fólk " í ótal kynnis- og skoðunarferð- um í landi. 260 manns hafa þegar keypt farmiða. Um borð í Fritz Heckert erU tvær sUndlaugar, önnur inni en hin úti, hárgreiðslustofa, lítið sjúkrahús með lækni og hjúkr- unarkonu, svo og tollfrjálsar' verzlanir. Um 260 manns hafa þegar keypt farseðla í Sunnuferðina með Fritz Heekert til Norður- Evrópu dagana 18. apríl til 2. maí. Þegar er búið að ráðstafa flestum tveggja manna klefum, en nokkuð er eftir af þriggja manna klefum. Fritz Heckert kemur íil Reykjavíkur nk. mánudag og leggst þá að bryggju. Farþegar eiga að mæta milli kl. 6 og 7 á þriðjudagsmorgun, en kl. 8 leys ir skipið landfestar og lieldur fyrst til Bergen í Noregi, þaðan er svo farið hina fögru sigl ingaleið innan skerja áleiðis til Osló. Síðar til Kaupmannahafn ar um Kílarskurðinn til Am- sterdam og loks til London og Reykjavíkur. Á öllum viðkomustöðum er efnt til margvíslegra skoðunar- og skemmtiferða í landi og verzl að í einhverjum eftirsóttustu verzlunarborgum Evrópu, svo sem Amsterdam, þar sem verð- lag er einstaklega liagstætt. Frægir skemmtikraftar eru heim sóttir á kvöldin, m. a. í Kaup- mannahöfn og Amsterdam. Sérstök álierzla er lögð á það um borð í Fritz Ileckert að hafa gnægð gómsætra rétta á borðum og rná geta þess, a5 mátseðlar verða á íslenzku. Á- höfnin hefur reynslu i að þjóna " farþegum áf ýmsu þjóðerni og hafa m.a. Svíar, Bretar, Frakk- ar og Austurríkismenn leigt það til skemmtiferða. Fritz Héckert kemur aftur til Réykjavíkur með farþega Si nnu að kvöldi 2. maí. 3 hópar sigla utan með ’riiz Heckert — fljúga hcim. Frá Reykjavík fer skipið dag inn eftir áleiðis til Gautabo gar. Um borð verða þátttakendur 1 þremur hópferðum á vc gum Frh. á 10. sí< lu.- .14, apríi 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.