Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 8
Wvww%^www%ív^wwwww%^w%^ww%í Emil Jónsson utanríkisrá ðherra: ■ ■ mægur viiji Vietnam Fyrir nokkru síðan var þessi tillaga hér fyrir í háttvirtu Al- þingi og Einar Olgeirsson hélt um hana ræðu nokkra, sem ég aðeins mun þó minnast á síðar, en skal reyna að svara nokkrum orðum. Styrjöldin í Vietnam er ömur leg cg hryggileg staðreynd, um það eru allir sammála, raunar bæði um þessa styrjöld og allar aðrar styrjaldir. Hroðalegar sög ur eru sagðar um særða og deyj andi menn, grimmilega meðferð fanga, brenndar borgir og flýj- andi fólk, sem hvergi hefur höfði sínu að halla. Hitt eru menn svo ekki eins sammála um, hverjum þetta sé allt að kenna í Vietnam og hvaða leið ir megi fara til að binda enda á þennan ófagnað. Flutnings- menn þessarar tillögu telja, að hér sé á ferð, eins og það er crðað í grreinargerð tillögunnar, hræðileg árásarstyr jöld hins vold uga bandaríska stórveldis gegn fá tækri og frelsis unnandi þjóð Vi- etnams. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti aðra sögu að segja. Fastafulltrúi þeirra hjá Samein uðu þjóðunum sagði m. a. eitt- hvað á þessa leið á fundi í Sameinuðu þjóðunum í haust þar sem ég var viðstaddur. Hann sagði svo með leyfi hæst virts forseta: „Vietnam er skipt í dag með landamerkjalínunni, sem sam- þykkt var í Genf 1954. Fyrir norðan þá línu liggur Norður Vietnam og fyrir sunnan hana liggur Suður-Vietnam. Þessi tvö lönd eru stjórnmálalega stað- reyndir á alþjóðavettvangi, þótt það sé í raun og veru um tíma- hundna ráðstöfun að ræða, þar til ákvörðun um friðsamlega sameiningu Vietnama sé tekin með- sjálfsákvörðunarrétti þjóð- arinnar. Fyrirmæli Genfarsamn ingsins, sem kvað á um landa- merk.ialínuna eru svo skýr og ákveðin í því efni að banna al gerlega öll hernaðarafskipti hvers aðila af málefni hins. Jafnvel óbreyttum borgurum er bannað að ferðast um hlutlausa svæðið. Árið 1962 voru einnig allir herflutningar inn í Viet nam í gegnum Laos. Þrátt fyr ir þessi ákvæði eru þegar all- mörg ár síðan áráslarstyrjöld var hafin gegn Suður-Vietnam. Að þeirri styrjöld stóðu liðs- sveitir, sem stjórnað var úr norðrinu og fengu þaðan birgð ir sínar og styrktarfé. Þetta lið telur nú 17 herfylki úr Norður Vietnamhernum. Yfirlýst mark- mið þessara árása er að þvinga Suður-Vietnamþjóðina til þess að taka sér stjórnarhætti, sem hún mundi ekki/ hafa kosið sér á nokkurn friðsamlegan hátt“. anna. í yfirlýsingu fundarins kemur fram, að löndin munu halda áfram að styðja ríkis- stjórn Suður-Vietnam, en vilja samt kanna sérhverja leið, er leitt gæti til friðar. Það er eft irtektarverðast við tilkynningu fundarins, aö sú yfirlýsing þeirra, að allt herlið þéssara landa allra, sem nú er í Viet- nam, muni dregið til baka eins Emil Jónsson. Þetta sagði fastafulltrúi Banda ríkjanna á þingi Sameinuðu þjóð anna í haust og þessi tala um herlið Norður-Vietnam er miðuð við þann tíma. Bandaríkjamenn halda því líka fram, að þeir hafi verið beðnir um aðstoð af Suður-Vietnamstjórninni, og þeir hafi orðið við þeirri beiðni samkv. samningi. En fleira hefði Iíka komið þar til. Ástralíu- menn, Ný-Sjálendingar, Fillips eyjabúar, Suður-Kórea og Thai Iand, ÖII þessi ríki hafa tekið þátt í að aðstoða Suður- Viet- namstjórnina. Þessi ríki öll komu saman til fundar í Man ila á Fillipseyjum í október- mánuði sl. Forsetar og forsætis ráðherrar tóku þátt í fundin- um ásamt fulltrúum Bandaríkj- fljótt og unnt er og ekki síð ar en 6 mánuðum eftir að hinn aðilinn dregur sitt lið til Norð ur-Vietr.am. Það er einnig yfir lýst stefna bandamanna Suður- Vietnammanna að sameining Vi etnam verði ákveðin þannig, að þjóðir bæði Suður-Vietnam og Norður-Vietnam velji í frjálsum kosningum þá stjórn, sem þær óska eftir og þar eigi enginn utan að komandi öfl að hafa á- hrif á. Hver sem úrslitin verða muni þessar þjóðir eindregið fylgja þeim. Fjöldamargar til raunir hafa verið gerðar til þess að koma á stöðvun vopna viðskiptanna í Suður-Vietnam. Páfinn hefur reynt þetta, stjórn ir ýmissa vestrænna landa, Eng lands, Frakklands, ítalíu, Kan- anda og margar fleiri hafa einn ig haft uppi tilraunir í þessa átt að ógleymdum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, U Thant, en hann hefur lagt sig mjög fram í þessu efni og það eru tillögur hans sem hér liggja fyr ir til umræðu. Allar þessar tilraunir hafa þó hingað til verið árangurslausar. Mér er vel kunnugt um það, að U Thant hefur lagt sig allan fram til þess að reyna að koma vopnahléi á og sættum, m. a. af viðræðum við hann sjálfan, þegar hann dvaldi hér á landi sl. sumar. En hann hafði þá og hefur raunar alltaf haft ein- lægan áhuga á að ná árangri í þesu máli. En ég held að ég megi fullyrða, að hann teldi þá mikla möguleika á, að samkomu lag næðist um tillögu hans, en þær voru þessar, eins og fram kemur í tilllögu þeirri til þings ályktunar, sem hér liggur fyrir. Tillögur hans eru svohljóðandi með leyfi hæstvirts forseta: „Að Bandaríkin hætti loftárás um sínum á Norður- Vietnam Að styrjaldaraðilar í Suður-Viet nam dragi úr hernaðaraðgerðum sínum og í þriðja lagi, að þjóð frelsishreyfing Suður-Vietnam verði viðurkenndur samningsað- ili og allir aðilar fallist á að setj ast að samningaborðinu.“ Eins og' þessar tillögur bera með sér, beinast þær fyrst og fremst að Bandaríkjunum um, að þau hætti loftárásum sínum á Norður-Vietnam og að styrjald araðilar í Suður-Vietnam dragi úr hernaðaraðgerðum sínum. Hins vegar er engum slíkum til mælum beint að Norður-Viet- nam og það er einmitt það, sem Bandaríkin hafa börið fyrir sig, þegar rætt hefur verið við þau um þéssar tillögur. Hins veg ar hafa þau lýst því yfir, að þau væru reiðubúin til þess að hætta sínum árásum, ef Norð ur-Vietnamar svöruðu því með því að draga úr sínum árásum. Ég teldi því rétt að beina þeim tilmælum til þeirrar háttvirtu nefndar, sem fær málið til athugunar, sem væntanlega verður utan ríkismáianna. hvort ekki væri rétt að bæta við þess ar tillögur U Thants þeim til- lögum, að Norður-Vietnam taki Frh. á 10. síðu. UMFE EFl RÍKISSTJÓRNIN hefur Iagt fyrir alþingi tillögu til þingsályktunar um end urskoðun vegaáætlunar fyrir árin 1967 og 1968. í athugasemdum sem tillög unni fylgja eru athyglis- verðar upplýsingar sem er indi eiga til almennings.Er hér á eftir birtur kafli úr þeiin þar sem fjallað er um umferðartalningu og vegaeftirlit. I VEGALOGUM frá 1963 er gert ráð fyrir flokkun vega eftir umferðarmagni. Strax á árinu 1964 og síðan hefur verið haldið uppi kerfisbundnum umferðar- talningum um land allt. Hafa til þess verið notaðir umferðarteljar ar, sem ýmist þarf að lesa af dag lega eða sjálfritandi teljarar, sem lesa þarf af vikulega. Hefur reynd in orðið sú, að fela hefur orðið sérstökum starfsmanni að annast umferðartalningu, þar sem teljar arnir eru frekar vandmeðfarnir. Á aðalvegum út frá Reykjavík er þó komið fyrir föstum sjálfrit- andi teliurum á hraðbrautum. Af þeirri revnslu, sem fengizt hef ur af umferðartalningum undan- farin ár, er ljóst, að auka þarf þær veruiega til þess að fá ör- uggan tölulegan grundvöll fyrir endurbyggingu vegakerfisins og flokkun veea í samræmi við á- kvæði vegalaga. Kostnaður við umferðartalning- ar var árið 1965 um 300 þús. kr. 8 14. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.