Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 9
[RÐARTALNING OG riRLST Á VEGUM ið sú, að lögregluyfirvöld hafa mjög lítið getað sinnt eftirliti með öxulþungaákvæðum umferð- arlaganna sökum mannfæðar og tækjaskorts. Þegar takmarka hef ur þurft leyfðan öxulþunga sér- staklega vegna aurbleytu að vor- lagi, hefur Vegagerð ríkisins orð ið að leggja til vigtir, menn og bifreiðar til þess að fylgjast með þeim þunga bifreiða, en fengið aðstoð lögreglu til að stöðva bif- reiðar og skrifa skýrslur. Kostn- aður við eftirlit með þungatak- mörkunum árið 1965 var um 300 þús. kr. og hefur væntanlega orð ið a. m. k. sú upphæð á sl. ári. Hefur þessi kostnaður verið greiddur af viðhaldsfé þjóðvega. Þegar bifreiðar hafa verið vigt aðar á ýmsum leiðum í sambandi við takmarkanir á leyfðum öxul- þunga vegna holklaka að vorlagi og nokkrum öðrum tilvikum, þá hefur komið í Ijós, að flestar vöru bifreiðar, og þá sérstaklega bif- reiðar, sem stunda vöruflutninga milli fjarlægra staða, eru með öxulþunga langt fram yfir það, sem lög leyfa og bifreiðar iþessar eru skráðar fyrir. Eru mörg dæmi þess, að á leiðum, þar sem leyfð ur er 7 tonna öxulþungi, séu bif- reiðar með 12-16 tonna öxul- þunga. Á leiðum í nágrenni R- vikur, þar sem leyfður er 9,5 t. öxulþungi, er algengt, að bílar séu teknir með 16-20 tonna ö>ml- þunga á einfaldan öxul. Til skýringar má geta þess, að mesti leyfðyr öxulþungi á opin- berum vegum í heiminum mun vera á einstökum vegum í Ev- rópu 13 tonn á einfaldan öxul, en á flestum beztu vegum er há- Prh. á lO. síðu. Vegatollurinn á Keflavíkurveginum. í umferðarlögum nr. 26/1958 er heimiluð umferð bifreiða með allt að 6 tonna öxulþunga og 2.35 m. hámarksbreidd um alla opinbera vegi. Vegamálastjóri getur þó lieimilað undanþágur frá þessum öxulþunga og þessari hámarks- breidd á einstökum vegarköflum, miðað við burðarþol vega og brúa. í framkvæmd var þessu hagað svo, að gefnar voru út almennar undanþágur um 9,5 tonna öxul- þunga og 2,5 m. hámarksbreidd á fjölförnustu og breiðustu veg- Úr Ártúns'irekkunr.i. um á Suðvesturlandi, og nær sú undanþága frá Akranesi olg; Hvols velli og um Suðurnes. Einnig var beimilaður 7 tonna öxulþungi á leiðinni Akranes—Húsavík, á nokkrum vegarköflum á Vestfjörð um og Austurlandi. Eftirlit með því, að þessum sem öðrum ákvæðum umferðar- laga sé framfylgt, er að sjálf- sögðu í höndum lögregluyfirvalda á hverjum stað og þá sérstaklega vegalögreglunnar. í framkvæmd hefur raunin orð BREYTT SÍMANUMER SÍMANÚMER OKKAR ER NÚ: 81845 Hárgreiðslustofa HELGU JÓAKIMS Skipholti 37. Opna lögíræðisskrifstofu Digranesveg 18 Kópavogi. Sími 42390. SigurSur Helgason hdl. Orðsending FRÁ KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR. Fyrirtækið verður lokað vegna sumarleyfa frá og með 13. júlí til 7. ágúst n.k. Pantanir, sem eiga að afgreiðast fyrir sumar- leyfi verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi síðar en 20. maí n.k. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kleppsvegi 33 — Sími 38383. Stofnfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Kópavogs verður haldinn laugardaginn 15. þ. m. klukk- an 14,00 í Félagsheimili Kópavogs. Á fundinum mætir prófessor Sigurður Samú- elsson og flytur erindi um hjartaverndarmál. í undirbúningsnefnd eru: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, Kjartan Jóhannsson, héraðslæknir, Guðmundur Benediktsson, læknir, Axel Jónsson, alþingismaður, Þórður Magnússon. Undirskriftarlistar liggja frammi í Sparisjóði Kópavogs, Sjúkrasamlagi Kópavogs og Apó- teki Kópavogs. SAGIR NÝSENDING: Þverskerasagir — Bogasagir Bakkasagir — Járnsagir Hobby-sagir. Hafnarstræti 21 Suðurlandsbraut 32 Sími 13336 Sími 38775 14. apríl 1967 , — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.