Alþýðublaðið - 15.04.1967, Qupperneq 7
ÁSÞÓR, eign ísbiarnarins, er
aflahæsti bátur vertíðarinnar
ennþá. Hann er kominn með rúm
540 tonn, sem teljast verður gott
miðað við það gæftaleysi sem
verið hefur. Asbjörn hefur sigið
á að ekki sé talað um Helgu II.
sem fiskað hefur mjög vel þann
stutta tíma sem hún hefur ver-
i'ð að.
alls
9. apríl 10. apríl 11. apríl 12. apríl 13. apríl alls
Ásberg 33.010 14.360 47.370
Ásbjörn 425.050 14.340 26.650 466.040
Ásgeir 472.640 9.690 482.330
Ásþór 518.900 11.350 13.300 543.550
Hafþór 159.750 9.260 6.770 175.780
Helga 380.100 11.070 400.170
Helga II. 237.820 41.530 26.060 305.410
Húni II. 321.360 7.780 329.140
Óli Bekk. 228.250 228.250
Sig. Bj. 115.060 17.370 132.430
Aðalbj. 68.000 68.000
Ásbjörg 87.850 87.850
Blakkur 241.400 2.550 13.060 257.000
Fróði 126,450 1.380 127.820
Geir 106.400 1.800 108.200
Kári Söl. 174.620 0.860 7.840 183.320
Sjóli 161.800 6.860 168.660
Smári 88.980 1.240 90.220
Sædís 190.720 3.530 6.140 200.390
Valur 104.300 6.590 110.890
Víking. 133.420 4.320 135.740
Þór. Ól. 77.760 9.890 87.650
Nú eru þeir farnir að reita í endasleppt, fyrsti nýsköpunartog-
þorskanótina stærri bátarnir og
fengu þeir Gísli Árni og Ögri
góðan afla á þriðjudag, Gísli 75
tonn og Ögri um 80 tonn. Aðrir
voru með minna, t. d. Arnar með
um 40 tonn, Þorsteinn um 12
tonn og Árni Magnússon um 25
tonn og Jörundur II. 60 tonn.
Grótta reif nótina og fór inn til
Vestmannaeyja að láta gera við
hana. Margir bátar liafa fengið
stór köst, sem þeir hafa ekki
ráðið við og liafa orðið fyrir'tölu
verðu veiðarfæratjóni af þeim
sökum.
í dag, fimmtudag, er litið hjá
nótabátunum að hafa, því komin
er bræla og bátarnir með þetta
5—6 og 7 tonn hver.
togararnir:
Togararnir eru nú út um öll
höf að veiðum. Júpíter er á heim-
leið frá Nýfundnal. með 27.3000
tonn, Maí er að ianda 500 tonn-
um í Hafnarfirði, — Þormóð-
ur goði er við Austur-Grænland
og er með um 125 tonn, en hef-
ur átt erfitt vegna veðurs. Karls-
efni er á leið til Þýzkalands með
um 160 tonn af ýsu og ufsa.
i'yrir tveimur dögum var Röðull
kominn með ca. 90 tonn af ýsu
og 90 tonn af ufsa, sem hann fékk
í námunda við Surtsey. Þorkeil
máni landar föstudag milli 160
—170 tonnum. Ingólfur Arnar-
son landaði í Reykjavík á mánu-
dag og þriðjudag rúmum 260
tonnum, var með um fimm tonn
á dekki. Hann gerir það ekki
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
arinn okkar.
Hallveig Fróðadóttir hefur nú
legið í höfninni í klössun og við
gerð á gírnum í bráðum eitt ár.
Samkvæmt nokkuð öruggum
heimildum mun hún fara á veið-
ar er hún er tilbúin. Enda væri
dæmið vægast sagt einkennilegt,
ef bæjarbúar eiga að borga of
fjár í viðgerð á sinum eigin skip-
um bara til að selja þau í brota-
járri eftir að þau eru búin að
liggja í nokkur ár inn á sundúm.
Útgerðarfélag Akureyringa
virðist hafa meiri kjark til að
fylgjast með nýbyggingu togara-
flota fyrir okkur íslendinga, ep
forráðamenn okkar Reykvík-
inga. Ríkisstjórnin ætlar að hafa
frumkvæðið að byggingu fjög-
urra skuttogara og væri ekki ó-
eðlilegt að Reykjavíkurbær sem
lengi vel rak stærsta útgerðar-
fyrirtæki landsins hefði einhvern
áhuga. íhaldið hér í bænum hef-
ur enn ekki haft þá ánægju að
gorta af því að geta jarðað Bæj-
arútgerðina og vonandi gefa kjós-
endur því það aðhald í kosning-
unum í vor, sem það virðist
þurfa á að halda.
Nýlega sat Emil Jónsson fund
Norðurlandaráðs. Var þar til
umræðu lendingarleyfi til handa
Loftleiðum. Ráðherrann talaði í
því sambandi um hinn óhag-
stæða viðskiptajöfnuð okkar við
hin Norðurlöndin. Er ekki kom-
inn tími til þess að við hættum
að borga Norðmönnum og öðr-
um Norðurlandaþjóðum bein-
harðan gjaldeyri fyrir síldveiði-
skip okkar? Er ekki alveg eins
Þessa mynd tók Bjarnleifur á dögunum þegar Maí kom til Ilafn-
arfjarðar með 500 tonn.
óhætt að líta í austur átt, þ. e.
til Au.-Þýzkalands og Póllands
og borga þeim skipin með vöru-
viðskiptum? Allir sem vit hafa
á skipum þeim, sem hingað til
lands hafa komið er ijóst, að
langbeztu skipin eru frá Au.-
Þýzkalandi og jafnframt þau ó-
dýrustu. Það er þykkara stál í
þeim og þau eru betur einangr-
uð og margt og margt. Er ,þá
ekki hreinn óþarfi að vera að
borga skip með hreinum gjald-
.eyri sem við getum fengið ann-
ars staðar frá í vöruviðskiptum?
Pétur Axel Jónsson.
SiMASKRÁ ALLS HEIMSINS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur nýlega
fengið senda símaskrá heims-
ins, og þetta er ekki sagt í
gamni. Þetta er mikil bók að
vöxtum, eins og að líkum læt-
ur, gefin út vestan hafs, kallast
á ensku „International Yellow
Pages” og' er titillinn skráður
á titilbiaðið á fjórum tungu-
málum.
Efni bókarinnar er flokkuð
starfsskrá fyrir allan heiminn
árið 1967, og er þetta fjórða
útgáfa. Hver aðili sem nafn
sitt hefur í skránni fær þar
birt heimilisfang sitt og auðvit-
að símanúmer. Við flettum
strax upp á íslandi og þar var
m. a. „Althydubladid, News-
paper, Hverfisgata 8—10,
14900.”
Það er auðvitað ekki svo að
skilja að til sé enn nein opin-
ber símaskrá fyrir gervallan
þennan hrjáða linött. En að því
kemur áreiðanlega. Nú er orð-
ið auðvelt að kalla fólk upp í
síma í fjariægum heimsálfum,
og maður heyrir vel þótt tal-
að sé um hnöttinn þveran. Enn
er þó ekki hægt að tala hvert
sem vera skal. Sumir partar J
heims eru enn utan garðs í (
. þessum efnum. Alþjóðleg J
símaviðskipti eru líka bara á l
byrjunarstigi hjá því sem J
er væntanlegt í náinni fram i
tíð. Ekki verður þess langt að J
bíða að unnt verði að hringja 1
beint, bara með því að snúa (
skífunni heima hjá sér, í hvaða '
númer sem er á hnettinum. Að (
því kemur að við eigum ekki.
erfiðara með að ná tali af vini
okkar seiri býr hinum megin á
hnettinum lieldur en hinum
't
sem býr í næstu sveit. Þaðj
númer sem er á hnettinum. Að:
framvindunni ef svo yrði ekkii
fljótlega. . ,, ([
Þannig er heimurinn orðinn
eins og eitt land fyrir nokkrumt
árum. Fjarlægðirnar eru aðf
þurrkast út.
15. apríl 1967 - . ALÞÝÐUBLAÐIÐ J