Alþýðublaðið - 15.04.1967, Qupperneq 8
„Leiktu aldrei, hvorki
í lífinu né á sviði"
landamærin, svo að stöðugt var
þörf á nýjum, segir Werner — en
ég er á móti stríði og ég faagaði
mér eins asnalega og ég gat í skól
anum, lét mig detta af hestinum
og reyndi að Igera öll þau asna-
strik sem ég gat, svo að loks var
ég rekinn úr skólanum.
Næstu þrjú ár var Werner í Vín,
þar sem hann skrældi kartöflur og
þvoði gólf. Eini Ijósi punkturinn í
þessari tilbreytingarlausu tilveru
var að hann hafði möguleika_ til
að byrja aftur að leika í Burg-
theater. Á einni sýningu hitti
hann leHtkonu, Elizabeth Kallina
að nafni og þau giftust í ársbyrj-
un 1944 með leynd, því að liún var
að hálfu Gyðingur.
í seþtember það ár voru gerð-
ar margar loftárásir Bandaríkja-
manna á Vín. Margir vinir Wern-
ers dóu. Hann slapp heill á húfi,
en hafði fenigið taugaáfali svo að
hann fékk tveggja mánaða sjúkra-
leyfi. Þegar liann. kom aftur var
'honum skipað að fara í varaliðs-
sveit, en hann flúði og tók með
sér konu sína og litla dóttur.
Árið 1950 kom leikstjórinn Ana
tole Litvak til Austurríkis til að
hefja töku myndarinnar Decision
before Dawn. Hann þekkti ekki
Werner, en vinur hans hafði stung
ið upp á honum í hlutverk Happ-
ys. Eitt kvöld var svo haldið sam-
kvæmi fyrir Litvak. Hann kom þá
auga á Werner þar sem hann stóð
úti í horni og hermdi eftir ein-
hverjum. Litvak leit á hann og
sagði: Þetta er Happy. Og Werner
tók hlutverkinu. Áður en hann
hafði lokið leik í myndinni liafði
hann skrifað undir 7 ára samning
við 20th Century Fox um að leika
í tveimur myndum á ári. En hlut-
verkin sem hann átti að fá, voru
Við töku myndarinnar Brenn-
punkt Farhrenheit 451, Werner
og Jule Christie.
ekki að skapi Werners og hann
sagði upp samningnum. Skömmu
seinna skildu hann og kona hans.
Hann hafði kynnzt stjúpdóttur Ty-
rone Power, Önnu að nafni, við
töku myndarinnar Decisión before
Dawn og þau giftust 1954. Þau
búa nú í litlu húsi uppi á fjalli í
Liechtenstein — og þau segja,
aö húsið sé syo lítið, að bara einn
góður vinur geti heimsótt þau ^ar.
Það var aðeins eitt, sem fyrir
Werner þýddi að vera leikari: Að
leika Shakespeare. 11 ára gamall
las hann upp úr Hamlet í skólan-
um og þá ákvað hann „af virðingu
fyrir skáldinu að leika aldrei Ham
let“. En þessi skoðun breyttist.
Klukkan átta á hverjum morgni
settist hann við skrifborðið og
las hlutverkið.
Svo fékk hann boð frá Burg-
theater um að leika Hamlet. Og á
þrítugasta afmælisdegi sínum
skrifaði hann undir samninginn.
Gagnrýnendur hrósuðu honum
einróma og’ kölluðu hann bezta
„Hamlet“, sem sézt hefði í Þýzka-
landi,
Frh. á 10. síðu.
Oslcar Wcrner og Charlie Chaplin hafa sitthvað að spjalla saman um.
Oskar Werner og kona hans, Anne, en liún er stjúpdóttir Tyrone
Power.
Julie Christie leikur baeði konu Werners og ástmey í kvikmyndinni
Brennpunkt Fahrenheit 451. í ööru hlutverkinu er hún með stutt hár,
en í hinu síða lokka.
HANN er ljóshæröur, grannur og
ekki mikill íyrir mann að sjá. 43
ára að aldri og vonast eftir að
verða bráðum afi. Hann talar
ensku með þýzkum hreim og hann
hatar að ferðast með flugvélum,
ofsaleg hræðsla grípur hann í há-
•loftunum og hann þjðist af inni-
loftunum og hann þjáist af inni-
áfengi vegna þess algleymis sem
það veitir honum og vegna þess,
að það losi hann við áhyggjumar,
því að eðlisfari velti hann hlut-
unum allt of mikið fyrir sér.
Og hver er svo þessi hann?
Hann heitir Oskar Werner og
var alls óþekktur kvikmyndahús-
gestum fyrir nokkru síðan. Hann
hefur aðeins leikið í fjórum am-
erískum kvikmyndum. Það sem
gerði hann heimsfrægan á svip-
stundu var leikur hans í The ship
of fools — fyrir hann fékk hann
Oskars-verðlaunin og einnig verð-
laun blaðagagnrýnenda í New
York árið 1965. í marz 1966 fékk
hann Golden Globe verðlaunin,
sem bezti leikari ársins í auka-
hiutverki fyrir leik sinn í Njósn-
arinn, sem kom inn úr kuldanum,
en þar lék hann á móti Richard
Burton. Kvikmyndaframleiðand-
inn Stanley Kramer segir að hann
sé ef til vill einn af þremur eða
fjórum beztu núlifandi leikurum.
En Werner er sjálfur ekkert sér
staklega hrifinn af að verða svo
vinsæll. Honum finnst það frem-
ur óþægilegt*.— Ég vil vera leik-
ari, segir hann, ekki svokölluð
kvikmyndastjarna, — og það er
greinilegt að það er hans álit, að
þessi tvö hugtök eiga ekki alltaf
saman.
— Ég er giftur leikhúsinu, seg-
ir hann.
— Kvikmyndin er aðeins hjá-
kona mín.
Hann hefur engan fulltrúa fyrir
sig og honum er alveg sama um
allar auglýsingar. Fyrir nokkru
síðan aflýsti hann sjónvarpsþætti
til að geta borðað hádegisverð með
vini sínum.
Oskar Werner fæddist 13. nóv.
1922 í Vín. Þegar hann var 11 ára,
ákvað hann að verða leikari. Hann
lék svo smáhlutverk í skólaleik-
ritum og 18 ára gamall var hann
ráðinn við Vínar Burgtheater, sá
ymgsti, sem nokkurn tíma hefur
verið ráðinn þangað. En skömmu
seinna varð hann svo að fara í her-
inn og var sendur til Tékkóslóva-
kíu. Sex mánuðum seinna var hann
sendur á liðsforingjaskóla.
— Liðsforingjarnir voru drepn-
ir hópum saman við rússnesku
8 15. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
í VEGAÁÆTLUN fyrir 1967
eru veittar 102.75 millj. kr. til
vegaviðhalds og árið 1968 108.0
millj. kr. Þessar fjárveitingar
voru byggðar á vísitölu viðhalds-
kostnaðar í marz 1965, sem var
489 stig miðað við árið 1949. í
áætlunum um viðhaldskostnað fyr
ir þessi ár var miðað við vetrar-
viðhaldskostnað að upphæð 7
millj. kr. Einnig var þar miðað
við, að lengd akfærra þjóðvega
yrði 8820 km. 1967, en 8840 km
1968.
Vísitala viðhaldskostnaðar í á-
gúst sl. var 570 stig. Hinn 1. sept
sl. hækkaði kaupgjaldsvísitalan úr
185 í 188 stig, og við það hækkar
vísitala viðhaldskostnaðar úr 570
í 571 stig, en með hliðsjón af
lögum um verðstöðvun er ekki
reiknað hér með annarri hækkun.
Bein hækkun á fjárveitingu til
vegaviðhalds frá vegáætlun í ár
vegna hækkunar á viðhaldsvísitölu
er 16,75%, þ. e. hækkun úr 489
í 571 stig. Nemur þessi hækkun
því 17,2 millj. kr.
Kostnaður við vetrarviðhald, þ.
e. snjómokstur og klakahögg, hef
ur verið afar breytilegur undan
farin ár, sem öll hafa þó verið
frekar snjólétt að undanskildu sl.
ári, eins og sjá má af eftirfarandi
yfirliti.
Fyrri talan er miðuð við árið
1965 en sú síðari ái’ið 1966:
Vetrarviðhald des. apríl í millj,
króna. 6.8 — 17.0.
Vísitala viðhalds, 1. ág. hvert ár.
531 — 570.
Vetrarviffhald, á vísitölu 1. febr.
1967. 7,3 — 17,0.
Meðaltal kostnaðar við vetrar-
viðhald undanfarin 2 ár hefur því
verið um 12.2 milljónir króna á
ári miðað við verðlag 1. febrúar
í ár. Öll þessi ár hefur snjómokst
ur verið framkvæmdur samkvæmt
reglum, sem settar voru árið
1958 Samkvæmt þeim' reglum
greiðir Vegagerð ríkisins allan
kostnað við snjómokstur á 1337
km. eða 15,7% af vegakerfinu og
einnig kostnað við opnun vega á
vorin og oftast fyrsta mokstur á
haustin. Á öðrum vegum er því
aðeins mokaður snjór, að helm-
ingur kostnaðar fáist greiddur úr
héraði.
Fyrir það fé, sem varið hefur
verið til snjómoksturs undanfarin
ár, hefur mun meira fengizt síðari
árin vegna betri tækja. Þannig er
árið 1962 enginn veghefill til
með snjótönn framan á hefli, en
nú. eru 25 vegheflar með þessum
búnaði. Einnig hafa 7 dráttarbif
reiðar verið búnar snjóplógum og
einnig nokkur öpnur tæki. Með
þessu móti hefur tekizt að lækka
kostnað við snjómokstur verulega,
þar sem vegheflar og bílar eru
mun fljótvirkari tæki en jarðýtur,
ef ekki er um mikið fannfergi að
ræða.
Sökum mjög breyttra aðstæðna
á ýmsa lund má segja, að nauð-