Alþýðublaðið - 15.04.1967, Síða 16
Loksins er lóan komin
um loftin blá og tær,
nokkrar syngjandi systur
sá ég á túninu í gær.
Bráðum byggja þær hreiður
og búa vel um sig.
Kannski halda þær konsert
í kvöld fyrir mig og þig.
Nu eru menn farnir að hlakka til
kosninganna, þ. e. a. s. þeir sem
|>að gera, enda innan við tveir
mánuðir þangað til þær eiga að
fara fram Og þeir sem hlakka
til eru, annars vegar þeir sem
treysta því að þeir komist á þing
og hins vegar þeir sem treysta því
að einhverjir svörnustu andstæð-
ingar þeirra komist ekki á þing.
Og svörnustu andstæðinga eiga
xnenn nú. orðið hvergi nema í
sínum eigin flokki, enda öll bar-
át.ta milli stjórnmálaflokka horfin
og menn í staðinn farnir að berj
ast innan flokkanna — sem er
miklu skemmtilegra og árangurs-
ríkara — um þingsæti og bitlinga
og annað sem hugurinn girnist.
Og þessa baráttu heyja menn
jafnvel vasklegar en áður, bíta í
skjarldarrendur og grenja. (Þess
vegna notaði ég skakkt orð áðan,
ég átti ekki að segja svörnustu
andstæðingar, heldur svömustu
eamherjar).
Svo langt hefur áhugi manna
á að fella samherja sína gengið
að til mála kemur að miklu fleiri
tjjóði fram en hinir gamalreyndu
'Stjórnarflokkar — sem eru raunar
orðnir dálítið gamaldags.
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins er líklegur til að koma
með sérstakt framboð á Vest-
fjörðum, gegn sínum eigin flokki
auðvitað, annars væri ekkert púð
ur í því, eina vandamálið að í
feiðinni gæti hann kannski skað
að eitthvað hina flokkana sem eft
— Svo hann hefur þá ekki verið benzínlaus eftir allt sáman.
ur yrði hugsanlega vatn á myllu
hans flokks. Samtímis þessu vinn
ur hann fyrir flokkinn bæði þar
og annars staðar sem fram-
kvæmdastjóri, og lifir sýnilega
eftir háu andlegu prinsippi, að
láta ekki hægri hönd sína vita
hvað sú vinstri gjörir.
Kommar eru nú famir að skila
aftur sumu af því sem þeir liafa
innbyrt nýlega, og undrast það
enginn. Þeir hafa á undanförnum
árum verið gírugir mjög og
gleypt bæði þjóðvarnarmenn og
hannibalista, en nú er þeim farið
að verða bumbult, einkum og sér
í lagi af hannibölum sunnanlands
sem kváðu vera lítils háttar öðru
vísi samansetningar en hinnibal-
ar á Vestfjörðum. Stendur nú til
samkvæmt upplýsingum frá íhalds
mönnum að hannibalar hyggi á
framboð í Reykjavík, auðvitað til
að stuðla að falli samherja sinna.
Þá eru uppi háværar raddir
meðal óháðra úr ýmsum flokk-
um, sem orðið hafa útundan og
dottið ofanímilli vegna hinna og
'bessara ástæðna, að hefjast handa
um að stofna nýjan flokk og
bjóða fram, bara úpp á grín og
til þess að gera prakkarastrik.
Munu þeir ætla að haga sér eins
og hrekkjusvín í gamla daga sem
settu göt á koppa, teiknibólur í
stóla og pipar í neftóbak spekinga.
Hvggjast þeir bjóða fram sem
víðast til þess að skápa sem mest
an glundroða.
Lf litið er yfir allar þessar
nýju hreyfingar í heild þá eru
þær ekki svo lítill hluti kjós-
enda. Þó verður að setja nokkurn
mínus í reikninginn því að sum-
ir hafa hugsað sér að vera með
í öllum þessum sprengiflokkum
alveg fram á kjördag. en þá munu
þeir hlaupa heim til föðurhús-
anna með .buxurnar -á hælunum.
Og nú leyfir baksíðan sér að
koma með tillögu:
Því ekki að klambra saman
einum sameiginlegum flokki úr
öllum þessum sprengilistum?
Þeim er aðeins eitt sameiginlegt,
en það er líka alveg nóg, og er
það að vera á móti einhverju og
einhverjum (alls ekki á móti öllu)
Þetta er rakinn grundvöllur fyrir
nýjan stjórnmálaflokk því að vand
fundinn er sá kjósandi sem ekki
er á móti einhverju. Hverju þeir
eru á móti skiptir minnstu. Þann
ig gæti Þorvaldur Garðar verið
á móti Matthíasi, Hannibal á
móti Magnúsi og allir hinir ó-
háðu á móti hverjum sem vera
vill, enda eru þar saman komnir
þeir menn, sem ættu að mála á
sinn skjöld „Nú em ek reiðr, nú
vil ek bérjask“.
Næsta stig yrði svo að allir hin
ir stjómmálaflokkamir, kratar,
kommar, íhald og framsókn —
sem orðnir eru samherjar án þess
að vita það, sameinuðust í einn
flokk þeirra manna sem eru
„með“. Mundi þetta ganga vel í
öllum tilfellum nema ef vera
kynni með Eystein. Hann mundi
sennilega vera óklár á með hverj
um hann vildi vera. Ástæðan er
sú að hann er alltaf í jafn mikl-
um vandræðum með hina leiðina
sem hann getur ekki skýrt svo
að vel sé, enda engin von, þvi að
hún er yfirskilvitleg og handan
við rúm og tíma, rétt eins og
vmsar kenningar trúarbragða og
heimspeki sem mannshugurinn
hefur ekki enn öðlazt þroska til
að skilja.
— Þú þarft ekki að vera hræddur
er farinn upp ....
pabbi heyri til okkar. Hann
Ástarlíf með árangri . . .
Heiti á kvikmynd
Og nú ætla þeir bráðiun að
fara að slá tíkalla aftnr eing
og krónupeninga. Það er sjálf
sagt gert til þess að geta
hækkað stöðumælagjöldin . .
Ég held það geri ekki tH þótt
gamla fólkið tali illa um bítla
músikina okkar táninganna.
Við heyrum ekki í þeim fyrir
öllum hávaðanum . . .
Mér finnst að liúsmæðar ættu
að mótmæla því að þingmenn
imir síkuii kenna rifrildið
sitt við eldhúsið ...