Alþýðublaðið - 25.05.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Side 7
mmi Konan og heimlliö BE ZLII BARNAKERRUNA Þegar börnin nálgast þann ald ur, að þau geta setið upprétt í barnavagninum, er ekki óhætt að skilja þau eftir ein, án þess að þau séu bundin. Sama er að segja um bamakerrurnar. Stundum sjást börn sitja óbund in í barnakerrunum, en það er hættulegt, því að þau geta hvolft sér út úr. Flestir kaupa beizlin tilbúin, en einnig er hægt að sauma þau og er þá hægt að hafa þau í fallegum litum, sem passa vel við útigallann. En efnið verður að vera þétt og sterkt. Klippið eins og sést á myndinni, neðri kanturinn á að vera 60 cm. og hæðin í miðju 20 cm. Skábönd eru- svo lögð á kantana. Setjið síðan tvöföld sterk bönd í endana og bindið fast við vagninn eða kerr Svaladrykkir Undanfarið hefur verið heitt í veðri hér í Reykjavík og marg ir stundað sólböð. í heitu veðri eykst þorstinn og hér eru nokkrar uppskriptir að ljúffeng um svaladrykkjum, sem auðvelt er að búa til. Sítrónudrykkur. Börkur af 1 sítrónu (rifinn) 2 matsk. sykur, 1 dl. vatn. Þessu er blandað saman og síðan soðið. Kælt vel. Bæt ið í V2 1. af kaldri mjólk, ca. 1. matskeið sítrónusafa, 2-3 ísmolum. Þeytið þetta eða hristið. Borið fram strax, skreytt með rjóma- toppi. ★— Tómatdrykkur. Blandið saman 1 dl. tómatsafa, nokkrum dropum af worc- estersósu, 1 dl. af kaldri mjólk, 2 ísmolum. Hristið drykkinn vel og berið fram strax, skreytt með sítrónu- sneið í hverju glasi). Kaffidrykkur. 2 dl. af mjólk, 2 tsk kaffidufti, 1 tsk. súkkulaðidufti, ca V2 matskeið sykri, Vz tesk. vanillusykri, 4 ísmolum. Þetta hristist vel og borið fram með nokkrum matskeiðum af vanilluís í hverju glasi. ★~ ; Berjadrykkur. Blandið saman 1 matsk. af fínt skornum sítrónuberki, V2 matsk. af sykri, 2 dl. af mjólk, 2-3 ísmolum. Bragðbætið með góðri berja- saft, t. d. ribsberja- eða sól- berjasaft. Þeytið drykkinn vel og berið strax fram og bætið í liann söxuðum hnetukjörnum. Appelsínudrykkur. 5 dl. af kaldri mjólk, % dl. af sterkum appelsínu- safa, 3 ísmolum, 2 matsk. af söxuðum möndl um, (ef vill). Þeytið vel og berið fram með einni appelsínusneið í hverju glasi Foreldrarnir og táningurinn Það er erfitt að búa saman og það ekki hvað sízt fyrir móð- ur og dóttur, sem er komin á gelgjuskeið. Oft er afbrýðisemi með í spilinu því að hér er um að ræða aðila af sama kyni. Oft sér móðirin x dóttirinni keppinaut, stelpan getur líka orðið „konan í húsinu“. Afbrýði semi kemur upp meðal syst- kina, afbrýðissemin er alþekkt meðal fuilorðinna. Hin venjulega vestræna fjöl- skylda er maður, kona barn. Ef móðurin verður of upptekin af barninu, getur faðirinn orð ið afbrýðisamur. Ef faðirinn veitir einhverju barnanna sér- staka hlýju, getur móðirin orð ið afbrýðisöm. Afbrýðisemin getur líka gert vart við sig í samskiptum við tengdaforeldra. Það er erfitt fyrir marga for- eldra að fylgjast með þroska barna sinni, þannig að þau líti á börnin á hverjum tíma eins og þau eru en hafi þau ekki fyrir hvítvoðunga fram á full- orðinsár. Unglingsstúlka hefur það oft á tilfninningunni, að móðir henn ar vilji alveg stjórna henni og eiga hana út af fyrir sig, — enda sé hún eldri og reyndari kvenmaður en dóttirin. Vissu- lega kemur það fyrir, að móð- irin slær vopnin úr höndunum á sér með því að vitna í ástand ið sautján hundruð og súrkál, — slíkar tilvitnanir herða stúlk una kannski svolítið upp, — en þær veita henni ekki það sjálfs traust og öryggi, sem hún þarfn ast. Dóttirin finnur það kannski sjálf, að liún verður að afla sér sjálfstraustsins og reynsl- unnar. Það getur enginn gefið henni. Og hvað sem móðir kann að elska dóttur sína, getur hún aldrei bægt frá henni öllu illu né leyst allan hennar vanda. Það gagnar dótturinni ekkert, þótt móðir hennar viti betur, — stúlkan verður að reka sig á. Ef foreldrar gera óhóflegar hlýðniskröfur til barna sinna svara þau með því að skrökva og þrjóskast við. Því ósann- gjarnari sem kröfurnar eru þeim mun flóknari verða undanbrögð in og þyngra samvizkubitið, sem síðan verður að vinna bug á með einhverjum ráðum. Vináttan er sú eina brú, sem getur tengt saman þá eldri og þá yngri. Hún er bezta ráðið til að vinna hug og hjarta hvers sem er. Ef unglingurinn virðist vera á leið á glapstigu eiga foreldr- arnir að taka í taumana, en að vörunarorðin eiga að vera hnit miðuð og fá. Og þó svo að svar unglingsins verði sjálfsagt nei, — situr rétt fram borin aðvörun lengi í minninu og líklegast er, að ráð- unum verði hlýtt, — þrátt fyr- ir neitunina. Frh. á 10. síðu. frá HsMm Cierið góðan mat betri meö nÍLDUDAT.S iiiöax'soöuu greenmeti K«iWsSlvWrSÍin Bi-gíostöí SfS, Efg«:J Ki M|c m «0 fo. ) 25. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.