Alþýðublaðið - 25.05.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Síða 14
Stórveldi Frh. af 1. síðu. greip fram í og spurði hvers vegna Kanadamenn vildu ekki bíða og sjá hvaða árangur íerð U Thants til Kairó bæri. Fulllrúi Maii sagði, að vafa- samt væri hvort ráðið gæti stuðl- að að minnkun spennunnar og sagi að fundurinn væri ótímabær. Fulltrúi Búlgaríu tók í sama streng og gagnrýndi vesturveldin. Full- trúi Indlands sagði að hann hefði ekki samþykkt að fundurinn yrði lialdinn, ef álits hans hefði verið leitað. Fulltrúar Eþíópíu og Ní- geríu töluðu í svipuðum dúr. Franski fulltrúinn, Roger Sey- doux, sagði að hann mundi ekki leggjast gegn tillögu um, að fund- inum yrði frestað, enda væri vafa samt hvort fundur ráðsins skipti nokkru máli og hann gæti jafn- vel torveldað skoðanaskipti þau milli deiluaðila, er nú færu fram. Danski fulltrúinn, Hans Tabor, skoraði á öll lönd að forðast að- gerðir, sem gætu gert' ástandið enn verra en það ef nú þegar. Þróunin væri komin á það stig, að hið minnsta víxlspor gæti leitt til st'órfelldra vopnaátaka. Fundi ráðs ins var frestað, en halda átti ann- an fund seinna í kvöld. □ Brown í Moskvu Brown, utanríkisráðherra Breta, beindi þeirri eindregnu áskorun á fundi með sovézkum flokksstarfs- mönnum og blaðamönnum eftir að hafa rætt við Kosygin forsætis- ráðherra og Gromyko utanríkis- ráðherra, að Rússar styddu kröf- una um, að Öryggisráðið ræddi ástandið fyrir botni Miðjarahliafs. jHann sagði meðal annars, að brott' flutningur gæzlusveita SÞ væri harmleikur og ástandið mundi batna ef gæzlusveitirnar sneru aftur til stöðva sinna á landamær- um Egyptalands og ísraels. Nokkr- um klukkustundum áður hafði spv étstjórnin opinberlega lýst yfir stuðningi við Arabalöndin ef þau yrðu fyrir árás af hendi ísraels- manna. Brown sagði í hinni hreinskilnu ræðu sinni, að leysa yrði deilu- málin fyrir botni Miðjarðarhafs fvrir tilstilli SÞ og kvaðst vona að Rússar féllust' á að gæzlusveit- irnar tækju aftur til starfa. / □ Frakkar vilja ráðstefnu í París ræddi Abba Eban, utan- ríkisráðherra ísraels, við de Gaulle forseta í hálfa klukkustund. For- setinn tjáði Eban, að stórveldin fjögur, Bandai^'dn, Sovetrík rf,; Bretland og Frakkland, ættu að halda ráðstefnu um ástandið, þar sem þau bæru ábyrgð á varð- veizlu friðarins fyrir botni Mið- jarðarhafs. Áður hafði Georges Gorse upplýsingamrjlaráðherra sagt að loknum stjórnarfundi, að Frakkar mundu ekki beita sér gegn friðargæzluaðgerðum á veg- um SÞ, en hann lagði áherzlu á að ekki væri að vænta neinna á- kveðinna aðgerða af hálfu Örygg- isráðsins nema því aðeins að fjór- veldin kæmust að samkomulagi. Eban gerði de Gaulle ítarléga ,g!rein fyrir .viðhorfitm í|sraelsj manna og ræddi aðallega um á'- stand það, sem skapazt hefur vegna hafnbanns Egypta. Frá Par 14 25. maí 1967 - ALÞÝÐl ís hélt Eban til London, þar sem hann ræðir við Wilson forsætis- ráðherra, og þaðan fer hann til New York og Washington. Sam- kvæmt ísraelskum heimildum er tilgangurinn með Bandaríkja- heimsókn Ebans að fá tryggingu fyrir því, að réttindi ísraelsmanna og frelsið á höfunum verði varin. Egyptar Frh. af 1. síðu. □ 2. Að fá því til leiðar komið að gefin verði út yfirlýsing um, að Akabaflói sé alþjóðleg siglinga leið. □ 3. Að styðja U Thant og til- raunir hans í Kairó til að draga úr spennunni. □ 4. Að hvetja alla aðila til að fara með gát. í London er sagt, að Bretar haldi fast við yfirlýsingu sína frá 1957 um, að innsiglingin í Akaba flóa, Tiransundið, sé alþjóðleg siglingaleið þar sem allar þjóðir njóti sömu réttinda. Bandaríkja- menn halda fast við yfirlýsingu Bretlands, Frakklands og Banda- ríkjamanna frá 1950, þar sem þessi ríki ábyrgjast frið og "ör- yggi fyrir botni Miðjarðarhafs, en Bretar telja þessa yfirlýsingu úr- elta. Frá Tel Aviv berast þær fréttir að Israelsstjórn hafi fordæmt að- gerðir Egypta í Akabaflóa og kall að þær frekleg brot á alþjóðlegum siglingalögum. Hins vegar hefur israelsstjórn þagað um 'hugsan- legar gagnráðstafanir. í gærkvöldi sagði Eskhol forsætisráðherra, að Israelsmenn mundu líta á hvers konar afskipti af siglingum um Akabaflóa sem árásaraðgerð og halda fast við rétt sinn til frjáls- ra siglinga um flóann. □ Eþíópíumenn áhygffjufullir. í Addis Abeba ræddi Haile Se- lassie keisari við sendiherra Sovét ríkjanna, ísraels og Bandaríkj- anna um ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs, en Eþíópíumenn hafa mikil viðskipti og menningarleg samskipti við Israel. Auk þess ligg ur Eþíópía að Rauða hafi og lok- un Akabaflóa mun ekki aðeins bitna á ísraelskum skipum held- ur einnig á skipum annarra landa sem flytja vörur til ísraels. í London ftelja sérfræðingar að unnt muni reynast að tryggja næg a olíuflutninga til Vesturlanda þótt ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs versni. Árið 1956 var 80- 90% þeirrar oliu, sem Vestur Ev- rópuríkin fengu frá Miðaustur- löndum, flutt um Súezskurð, og þá var aðeins hægt að fá olíu frá Bandaríkjunum, Kanada og Venez úela að auki og sú olía var dýrari. En síðan hefur mikil olía fundizt í Líbýu, Nígeríu, Alsír og fleiri Afríkuríkjum og Vestur-Evrópu- búar eru því ekki eins háðir olíu frá Miðausturlöndum og áður. 1 Kairó hefur verið komið fyrir andbandarískum áróðurspjöldum fyrir utan hótelið þar sem U Thant býr meðan á dvöl 'hans stendur. Víða hefur verið komið fyrir borðum þar sem ,,banda- rískir heimsvaldasinnar og zíonist ar“ eru fordæmdir. í Aden efndu Nassersinnar til mótmælaaðgerða gegn Gyðingum í dag. Op/ð bréf til dómsmálaráðherra Reykjavík, 22. maí 1967. Hr. dómsmálaráðherra Jóhann Hafstein, Arnarhvoli, Reykjavík. ÞAR sem þér hafið nú til lykta leitt vinnudeilu lyfjafræðinga og lyfsala með þeim hætti, sem hlýt- ur að teljast býsna athyglisverð- ur, þá lætur það að líkum, að mörg spurning úr ýmsum áttum dynur bæði á okkur og öðrum í okkar stétt. Þykir okkur réttmætt að beina nokkrum þeirra áfram til yðar, enda helzt á yðar færi að svara þeim. Hvaða ástæðu höfðuð þér til að fjalla um deilu þessa á þann hátt, sem varð? Hvers vegna báðuð þér um frest á verkfalli, fyrst á daginn kom, að árangur hans átti enginn að vera annar en sá, að veita lyf- sölum ráðrúm til að vígbúast gegn mánaðar stöðvun á lyfja- framleiðslu? Hvers vegna leggið þér fyrir forseta að „leysa” deiluna með einhliða þvingunaraðferðum eins og á' stóð? Er yður ekki ljóst', að lyfja- fræðingar höfðu e n g u sáttatil- boði hafnað, því af hálfu lyfsala kom e k k e r t slíkt tilboð? Teljið þér, að kjarakönnun sú, sem fram fór, hafi leitt í Ijós, að launakjör lyfjafræðinga væru með eðlilegum hætti? Hvaða traust gögn liggja fyrir, sem sýna það, að lyfsölum hafi ekki verið unnt að koma til móts við kröfur lyfjafræðinga án þess að hróflað væri við verðlagi? — Teljið þér að hagiir lyfjabúða sé svo bágborinn, að lyfsalar hefðu Vörusýsiing Frh. af 3. síðu. ars. Þá er veitingasalur op- alls ekkert tUboð getað gert, sem lyfjafræðingar hefðu fengið að taka afstöðu til? Þótti yður sjálfsagt, þegar báð- ir aðilar höfðu fellt tillögu sátta- semjara um óákveðna lausn, að dæma lyfsölum algeran sig- u r og lyfjafræðingum a 1 g e r - an ósigur? Þess þarf raunar ekki að spyrja, það hafið þér sýnt. En hvers vegna? Hvers vegna létuð þér viðgang- ast, að verkfall hæfist' og stæði í heilan mánuð, fyrst á daginn kom, að þér höfðuð frá upphafi verið staðráðinn í að árangur þess skyldi vera nákvæmlega eng- inn annar en sá að spara lyfsöl- um launagreiðslur í einn mán- uð? Hvers vegna reynið þér að fegra málstað yðar með upplýs- ingum, sem eru hvorki meira né minna en rangar? Eða hvers vegna látið þér tilkynna almenn- ingi að „kjaradeilunefnd” hafi gert árangurslausa tilraun til sátta, þegar hið sanna er, að nefnd þessi tók aldrei afstöðu til málsins og lagði ekki fram miðl- unartillögu? Þessar spurningar og aðrar skyldar hafa um sinn leitað á. Og til þess að yður séu engar get- sakir gerðar, er þeim hér með vísað til yðar. Samkvæmt aug- Ijósum áhuga yðar á kjaramál- um lyfjafræðinga sem annarra launþega væntum við þess, að þér svarið þeim sjálfur, svarið þeim öllum, og svarið þeim al- veg. Og fyrir það þökkum við yður fyrirfram. Virðingarfyllst. Guðmunáur Steinsson lyfjafræðingur. Axel Sigurðsson lyfjafræðingur. GJAFABRÉF PRÍ SUNDLAUO'ARSJÖDl S K A LAT ÚNSHEIMI LISIN 8 ÞETTA BRE'F ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKLU FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUÐN- ING VID GOTT MÁLEFNI. HYKJAVlK, >. U. t. k SvadiauganJiAt IMMhllcMMB KR.______ Koparpípur og Rennilokar. Fittings. f 1 Ofnkranar, 1 Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki, BurstafeH byggingavör-uverzlun Réttarlioltsvegi 3. Sími 3 88 40. inn. Sem kunnugt er, var vöru sýningin opnuð 20. maí sl., en hún stendur yfir til 4. júní. Sýningin er opin alla dasa kl. 14-22. Myndin er af austur-þýzkum skuttogara, sem er á sýning- unni. Fréítir.. Frh. af 2. síðu. skaga um, að breytingarnar í Grikkland'i feli í sér enga breytingu á utanríkisstefnu landsins. □ Rumenar í Búdapest BÚDAPEST: Rúmenski komm- únistaleiðtoginn Nicolae Ceau- seseu kom í gær til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, á- samt' fjölmennri sendinefnd ráðherra og flokksleiðtoga. Aðrir rúmenskir leiðtogar hafa heimsótt íran, Vestur-Þýzka- land og Japan fyrr í þessum mánuði, og Ceausescu fer til Júgóslavíu í næsta mánuði. Ferðalög þessi eru talin bera vott um þann ásetning Rúm- ena að fylgja sjálfstæðri stefnu er byggist á þjóðernishyggju, lilutleysi og kommúnisma. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGURJÓNS GUNNARSSONAR, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. rI JÓNFRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. Maðurinn minn JÓN ÞÓRIR INGIMUNDARSON, trésmíðameistari, Sólbakka Stokkseyri, lézt í Landsspítalanum 24. maí. VIKTORÍA HALLDÓRSDÓTTIR. / 1 ,ir| • \ ‘ 1 ’ Hjartkær eiginmaður minn, ÞORFINNUR GUÐBRANDSSON, f múrari, andaðist í Landakotsspitala aðfaranótt 24. maí. f ^ ÓLÖF RUNÓLFSDÓTTIR.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.