Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 2
Að undanförnu hafa miklar malbikunarframkvæmdir átt sér stað á götum Reykjavík ur, enda hafa þær verið ó- venju illa farnar eftir vet urinn. Myndina hér til hlið ar tók Bjarnleifur í fyrra- dagr, er verið var að mal- bika í miðbænum. FRÉTTIR í SMU MÁLI □ .,Skæruliðar myrtu JFK“ NEW ORLEANS Jim Garrison, saksóknari í New Orleans, sagði í gær, að hópur skæru- liða hefði myrt Kennedy for- seta í nóvember 1963. Þeir hefðu notað byssur er búnar hefðu verið hljóðdeyfum og skotið frá þremur stöðum, en Lee Harvey Oswald hefði ekki hleypt af einu einasta skoti. Morðingjarnir væru andstæð- ingar Castros, og CIA vissi hverjir þeir væru, því að þeir væru fyrrverandi leiguþý leyni þjónustunnar. □ Flótti til Kúbu HAVANA: Majór úr Banda- ríkjaher, Richard H. Pearce, hefur flúið til Kúbu „af sam- vizkuástæðum", að sögn yfir- valda í Havana. Pearce, sem sæmdur haflði verið heiðurs- merkjum fyrr framgöngu sína í Vetnam, hafði aðgang að leynilegum skjölum. Hann flúði til Havana ásamt ungum syni sínum í Cessna-flugvél. □ Danir leyfa klám K AUPM ANNAHÖFN: Bann við sölu klámrita í Danmörku verður bráðlega afnumið, þar sem um það hefur náðst sam- komulag í þeirri nefnd ríkis- þingsins, sem fjalljlið hefur um tillögu K. Axel Nielsens dómsmálaráðherra um breyt- ingu á ákvæðum hegningarlag- anna um sölu klámrita. Þingið mun samþykkja breytingartil- löguna bráðlega. □ Grikkir friðmælast AÞENU: Forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikk- landi, Konstantín Kolías, hefur fullvissað grannríkin á Balkan- Framhald á 14. síðu. SIGURDUR A MAGNUSSON RIISTJÖItl Sigurður A. Magnússon bla/Sa- maður hefur verið ráðinn ritstjóri Samvinnunnar í stað Páls H. Jóns- sonar, sem hverfur frá störfum hjá SÍS um mánaðamótin júní og júlí að eigin ósk. Páll hefur veriö forstöðumaður Fræðe ludeiUtlar SÍS siðan í júní 1961 og jafn- framt ritstjóri Samvinnunnar sið- an í ársbyrjun 1964. Sigurður A. Magnússon, sem nú tekur við ritstjóm Samvinnunnar er löngu þjóðkunnur maður fyrir skrif sín. Hann er tæplega fer- tugur að aldri, fæddur 1. marz 1928. Hann lauk stúdentsprófi 1948 og stundaði síðan nám um tveggja ára skeið í guðfræðideild Síðustu tónleikar starfsárs Háskóla íslands, jafnframt því sejm hann vann fyrir sér með kennslu. Næstu ár stundaði hann nám í Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokkhólmi og New York og lauk þar BA-prófi í bókmenntum 1955, en jafnhliða námi vanp hann fyr- ir sér með ýmsu móti, stundaði kennslu og bókavörzlu, var í sigl- ingum með sænsku skipi og um skeið næturvörður við nýbygging- ar í Stokkhólmi. í New York var hann m.a. pakkhúsmaður, veit- ingaþjónn, kennari við tvo há- skóla og útvarpsfréttamaður hjá Sameinuðu þjóðunum. í Grikk- Iandi vann hann að endurreisnar- starfi eftir borgarastyrjöldina og flóttamannahjálp. Sigurður kom heim til íslands haustið 1956 og hefur starfað við Morgunblaðið að undanteknu rúmu ári, þegar hann dvaldist í Grikklandi og Indlandi. Fljótlega Framhald á 15. síðu. Sigurður A. Magnússon. Sinfóníuhljómsveitarinnar SENN lýkur þessu starfsári Sin- fóníuhljómsveitar íslands og verða 16. og seinustu áskriftartón- leikarnir á fimmtudaginn kemur í Háskólabíói. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko en einleikari Fou Ts'ong. Fou Ts'ong fæddist í Sjanghai, en faðir hans var pró- fessor við listaakademíuna þar og var drengurinn alinn upp í nánum kynnum við bæði kínverska og vestræna menningu og list. Fou Ts'ong hóf ungur að læra píanó- leik og tók skjótum framförum. Arið 1955 varð nafn hains heims- þekkt, þegar hann vann fyrstu verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá og síðan hefur ekkert lát verið á tónleikaferðum hans um tieiminn. Fou Ts‘ong er giftur dóttur fiðluleikarans fræga Ye- hudi Menuhin. Á þessum tónleik- um leikur Fou Ts'ong píanókon- sert í B-dúr, KV 456 eftir Mozart. Auk konsertsins verður leikið eitt dáðasta verk Mozarts, serenada „Eine 'kleine Nachtmusik‘“. Kon- sert fyrir sjö blásturshljóðfæri, bumbur og strengjasveit eftir Frank Martin mun nú heyrast í fyráta skipti hér á landi, en Mar- tin er eitt fremsta tónskáld Sviss- lendinga og konsertinn eflirsótt verkefni góðra blásara í hljóm- sveitum um víða veröld. Tónleik- unum lýkur með Paganini-tilbrigð unum eftir Boris Blacher. Á þess- um tónleikum mun gestunum gef inn kostur á að tryggja sér á- skriftarskírteini næsta vetur og verða sérstök eyðublöð því afhent á tónleikunum. Áskrifendur hljóm sveitarinnar munu og fá að njóta annarra forréttinda að þessu sinni þar sem þeim gefst nefnilega öll um kostur á forkaupsrétti að mið um á báða auikatónleikana, sem hljómsveitin heldur að þessu sinni. Fyrri aukatónleikar verða núna á föstudaginn 26. maí og þá leik- ur Fou Ts‘ong oinleik í píanókon- sert í C-dúr, KV 415 eftir Mozart og í píanókonsert nr. 2 eftir Chop in. Þá mun hljómsveitin leika sin fóníu í D-dúr eftir Johann Christ ian Bach. Stjórnandi verður Boh- dan Wodiczko. Síðari aukatónleik- arnir verða haldnir 1. júní. Þetta verða tékkneskir tónleikar, sem Zdenek Mácel stjórnar. Á efnis- skránni verða verk eftir Dvorak, píanókonsertinn sem Radoslav Kvapil leikur, og h-moll cellókon sertinn, sem Slanislav Apolin leik ur. ÁLYKTUN UM BÓKASAFNSMÁL FRÁ BANDALAGI HÁSKÓLAMANNA Fulltrúaráð Bandalags há- skólamanna bendir á nauðsyn þess að endurskipuleggja ís- lenzk bókasafnsmál. Þar sem sökum fámennis er ógerningur að halda uppi nema einu vís- indalegu bókasafni hérlendis, en gott vísindalegt bókasafn er bein undirstaða allrar fræða- og vísindastarfsemi, sem menning og tækni nútímans byggjast á. Sífelldur flutning- ur bóka og heimilda milli bóka safna og stofnana, eins og nú tíðkast hér og á' eftir að auk- ast, er og í litlu samræmi vlð hugmyndir nútímans um vinnu hagræðingu. Fulltrúaráðið tekur því ein- dregið undir það álit Félags ís- lenzkra fræða, að verðugt' sé að minnast ellefu alda afmælis íslands byggðar árið 1974 með því að reisa nýja bókhlöðu fyrir vísindalegt þjóðbókasafn, er veiti sem bezta aðstöðu til fræði- og vísindaiðkana. -Ályktunin var samþykkt á fundi fulltrúaráös BHM hinm 10. mai 1967). 2 25. maí 1967 »• ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.