Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 4
Hitstjórl: Benedikt Gröndal. Símar 14900 ‘-14903. — Auglýsingasíml:
14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsiöi vlð Hveríisgötu,- Rvík. — Prentsmiðja
Aiþýðubíaðsins; Sfiní' 14905. — Askriftargjald' kr. 105.00. — i lausa-
sölu kr. 7;00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn.
LandbúnaSarmálin
UM LANGT SKEIÐ hafa tveir stærstu flokkar
landsins, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, rek-
ið svo til sömu landbúnaðarpólitík, enda þykjast þeir
eiga bændastéttina með húð og hári. Þeir hafa
tryggt henni mikla ríkisaðstoð og hvatt hana til
geysimikillar f járfestingar.' Lengi vel virtust aukin
ræktun landsins og aukin framleiðsla í sveitum tví-
mælalaust vera til góðs og stefnan því varla umdeilan
leg hvað takmarkið snerti. En fyrir nokkru gerðist
það, að Alþýðuflokksmenn risu upp og bentu á, að
"þessi stefna væri að verða varhugaverð og gæti reynzt
óhagkvæm.
Gylfi Þ. Gíslason hafði orð fyrir Alþýðuflokksmönn
um um þetta efni. Honum eða flokknum kom sann-
arlega ekki til fjandskapur við landbúnaðinn, þótt
reynt væri að stimpla hann sem fjandmann sveit-
anna. Alþýðuflokkurin-n og Gylfi eru svo sannarlega
á þeirri skoðun, að heilbrigður landbúnaður sé íslend
ingum nauðsyn og að mikið skuli til þess vinna.
Ábending Gylfa var í raun og veru mjög einföld.
Ef íslenzka ríkið greiðir stórfé til að auka framleiðslu
la-ndbúnaðarins, ef þessi framleiðsla verður meiri en
innanlandsmarkaður þarf á að halda og ef loks reyn
ist óhjákvæmilegt að flytja hana út með nýjum rík-
isstyrkjum, þá er illa haldið á fjármálum ríkisins. Það
er ekki ástæða til að ríkið styrki framleiðslu sem það
þarf síðan að styrkja aftur til útflutnings af því að
henn-ar er ekki þörf innanlands. Þetta hlýtur að vera
augljóst mál, ekki sízt hugsandi bændum.
Reynsla-n sýndi í fyrra, að Gylfi hafði rétt fyrir
sér. Var málið þá leiðrétt með nokkrum breyting-
um landbúnaðarframleiðslu, sem bændur gengust fyr
ir sjálfir, enda eru þeir beztir dómarar í þessum efn-
um. Með nokkru átaki ríkisstjórnarinnar tókst að
forða bændum frá áföllum, en tjónið lendir beint á
þeim sjálfum, ef útflutningsuppbætur fara yfir þau
mörk, sem þeim hafa verið sett í lögum.
Lausnin á þessu vandamáli er áætlunargerð um
framleiðsluaukningu landbúnaðarins. Þarf að . gera
heildaráætlanir um framleiðslu búsafurða, sérstak-
lega nuólkur, og reyna að fylgja þeim eftir mcétti. Er
að vísu ljóst, að erfitt er að gena nákvæmar áætlanir,
þar sem árferði og veðurfar skipta svo miklu máli, en
þetía vercur þó að reyna.
Þessi mál munu að sjálfsögðu koma til umræðu á
næstu vikum í sambandi við nýjan málefnasamning
stjómarflokkann-a. Virðist augljóst, að hlutur áætlun-
argerðar og fyrirfram hugsaðra vinnubragða bæði
um framleiðslu og fjárfestingu hljóti að verða rneiri
í framtíðinni en hingað til. Er það í samræmi við
hugmyndir jafn-aðarmanna og einnig í samræmi við
heynslu grannlanda á undanförnum árum.
4 17. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
★ BRÉF UM ÞJÓÐHÁTÍÐ.
Okkur hafa undanfarna daga
bæði borizt mörg bréf og margar simhringingar
vegna þeirrar vægast sagt furðulegu ákvörðunar
svokallaðrar þjóðhátíðarnefndar, að flytja nú öll
hátíðahöld úr miðbænum í Reykjavík og inn í
Laugardal.
Við höfum orðið áþreifanlega
varir við, að þetta mælist mjög illa fyrir hjá
almenningi, og ekki sjáum við hvemig þjóðhátíð-
arnefnd ætlar að réttlæta þá ákvörðun sína, að
eyðileggja að mjög verulegu leyti daginn fyrir ný-
stúdentunum — hvers eiga þeir að gjalda?
17. júní hefur um langt árabil
verið dagur stúdentanna jafnframt því að vera
þjóðhátíðardagur. Hvítu kollarnir hafa sett svip
á daginn og í kring um þennan dag hafa skapazt
vissar „tradisjónir”, ef sletta má útlenzku, og af
slíku höfum við sannarlega ekki of mikið hér á
landi.
Margir sakna þess áreiðanlega,
að geta ekki nú á' 17. júní gengið niður í bæinn,
hlustað á skemmtiatriði á Arnarhólstúni og séð svo
stigin dans á Lækjartorgi eða Lækjargötu. Nú
verða hátíðarhöldin ekki svipur hjá sjón, og ekk-
ert við að vera um kvöldið. Ekki kæmi mér á' ó-
vart þótt þessi undarlega ákvörðun þjóðhátíðar-
nefndar yrði til þess að ölvun yrði almennari í
borginni um kvöldið og daginn en var i fyrra. —<
Verður það þó vonandi ekki raunin.
★ RÖKSTUÐNINGUR: -
ENGINN.
Ég hef hvergi séð nein sannfær.
andi rök fyrir því, að gera þær breytingar, sem
þjóðhátíðarnefnd hefur nú ákveðið að gera. Vissu-
lega mátti gera breytingar á’ hátíðahöldunum, en
fyrr mátti nú vera að snúa þeim gjörsamlega
við og leggja þann partinn, sem flestir hafa gam-
an af algjörlega niður. Óbreyttir borgarar sjá
ekki hvaðan fámennri nefnd kemur heimild til
slíkra ráðstafana.
Ólyginn maður sagði mér fyrir
nokkru, að mjög mikið hefði verið um það, að
hringt hefði verið til þjóðhátíðarnefndar til að
láta í ljós óánægju með þessa ákvörðun nefndar-
innar. En svo virðist þó sem nefndarmenn láti
þetta ekkert á sig fá' heldur ætli að fara sínu fram
þrátt fyrir andstöðu almennings, sem hátíðin er
þó haldin fyrir, og þeir ágætu menn, sem eiga
sæti í nefndinni starfa hjá.
Undarlegt er það, ef satt er, sem
einhver sagði mér, að það sé sami maðurinn, sem
er formaður hægri aksturs nefndarinnar og þjóð-
hátíðarnefndar. Það öfundar hann líklega enginn
maður. — K a r 1.
KASSAGERÐ
Öskjur framleiddar af öllum gerðum með
fullkominni áprentun í mörgum litum
Bylgjupappaumbúðir meö áletrun og vöru-
merkjum í tveimur litum
á krossgötum