Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 8
ISLENZKT MILLILANDAFLUG l^ni"IB'lllWliir""— ■■ , I| n | ..■■ ... 3M|M 11*111 Ipiiii ; Hekla á Reykjavíkurflugvelli 15. júní 1947. Emil Jónsson samgöngumálaráð- herra flytur ávarp. í DAG, 17. júní, eru 20 áf- lið- in frá því er fyrsta flugvélin sem íslendingar keyptu til millilandaflugs, „Hekla” Loft- leiða, fór frá íslandi í fyrstu á- ætlunarferðina til útlanda. — Þessa áfanga íslenzkrar flugsögu er fróðlegt að minnast með því, að rifja nú upp nokkrar stað- reyndir frá því um miðjan júní- mánu'ð fyrir réttum tveimur ára- tugum. Við upphaf starfsárs — í aprílmánuði 1946 — ákvað stjórn Loftleiða að festa kaup á flugvél, sem haldið gæti uppi ferðum milli íslands og út- landa. Fyrir valinu varð flugvél af Skymaster-gerð. Hún var keypt í Bandaríkjunum og kost- aði flugvélin sjálf um 125 þús. dali. Flugvélin hafði áður ver- ið notuð til herflutninga og þurfti því að breyta innrétt- ingu hennar, en gert var ráð íí s »» n&szysiB&BTZZzysza t&sevæ f» ■'i/r 8_' * #»- \Jt- \0r fyrir að það myndi kosta um 35 þúsund dali og átti því verki að verða lokið á tiltölulega skömmum tíma. Ýmsum, sem geta nú valið um margar daglegar ferðir ís- lenzkra fiugvéla austur eða vest- ur yfir Atlantshafið þykir það e.t.v. undanlegt, að fyrir tveimur áratugum skyldi hafa þurft mik- inn stórhug og kjark til þess að afráða kaup á' íslenzkri milli- landaflugvél, en vöxtur ís- ienzkra flugmála hefur verið svo ör, að fyrir tuttugu árum var ákvörðunin um kaup á milli- landafiugvél mjög talin orka tvímælis, og framkvæmd henn- ar torveld, einkum vegna þess hve fjárhagsgrundvöllurinn var veikur og þekkingin á þessum þætti fiugstarfseminnar tak- mörkuð. Að dómi forystumanna Loft- leiða og þeirra, er veittu þeim lið, var það auðsætt, að kaup á millilandaflugvél var íslend- ingum þá sams konar nauðsyn og sú, sem á sínum tíma bar til kaupa á fyrstu íslenzku skip- unum tii vöru- og fólksflutninga milli íslands og útlanda. Flug- vélin var augljóslega samgöngu- tæki framtíðarinnar, og íslend- ingum af þeim sökum lífsnauð- syn að eignast hana, jafnt til þeirra ferða, sem farnar voru landa í milli og hinna, sem halda varð uppi milli byggðar- laga heima fyrir. Erlend flug- félög héldu þá uppi ferðum milli meginlands Evrópu og Ameríku með viðkomu á íslandi, og fluttu farþega hingað og héðan einungis að eigin geð- þótta. Má t. d. lesa það í einu reykvísku dagblaðanna hinn 10. júní 1947, að Air France, sem hafði hér viðkomu fjórum sinn- um í viku, gæti ekki tekið ís- lenzka farþega „í vesturferðun- um”, en þá er aukning ráðgerð á ferðunum, og gerir félagið sér vonir um, „að geta von bráðar farið að taka íslenzka farþega hér, a. m. k. 2 til 3 sæti í hverri ferð.” í ársbyrjun 1946 eru 15 manns starfandi hjá Loftleið- um. Félagið á lítinn flugkost, en hefur þó flutt rúmlega 4 þúsund farþega árið 1945. Heild- arvelta þess varð þá rúmlega 900 þúsundir, skuldir miklar og lánstraust takmarkað. Af þeim, sem örugglegast studdu stjórn Loftleiða til ákvörðunar og þá var búesttur í New York, en gerðist síðar framkvæmdastjóri félagsins í Reykjavík. í maímánuði 1946 fóru þeir Alfreð og Kristján Jóhann vest- ur um haf til þess að ljúka form- lega kaupunum og láta gera á flugvélinni þær breytingar, er fyrirhugaðar voru. Sú dvöl þeirra félaga varð lengri en ráð- gert hafði verið, og ollu því eink- um ófyrirsjáanlegir örðugleik- ar á framkvæmd breytinganna. Samið hafði veriö við fyrirtæki, er varð síðar gjaldþrota, og tafði það svo fyrir, að afráðið var að fá fiugvélina ekki heim til ís- lands árið 1946, eins og ráðgert hafði verið, en stefnt til þess að hún kæmi í júnímánuði 1947. Olli þetta félaginu fjártjóni og margvíslegum byrjunarörðug- leikum. Enginn íslendingur hafði, er hér var komið sögu, rétt til þess Farþegar við innganginn í Heklu 15. júní 1947, framkvæmda í kaupum á milli- landaflugvéiinni ber einkum að nefna þáverandi bankastjóra Út- vegsbankans og formann Nýbygg- ingarráðs, Jóhannes Þ. Jósefs- son, en örugg liðveizlá þeirra varð' Loftleiðum ómetanleg stoð og tryggði , félaginu loka- sigurinn í sókninni. Þáverandi stjórnarformaður Loftleiða var Kristjá'n Jóhann Kristjánsson, framkvæmda- stjóri, en auk hans voru í stjórn þeir Alfreð Elíasson, flugstjóri, Óii J. Ólason, stór- kaupmaður, Ólafur Bjarnason, skrifstofustjóri, ,allir búsettir í Reykjavik og Þorleifur Gúð- mundsson, framkvæmdastjóri á ísáfirði. Var félagsstjórnin mjög einhuga og athafnasöm undir öruggri forystu Kristjáns Jó- hanns. Naut hún góðs stuðn- ings Hjálmars Finnssonar, er a'ð stjórna stórri millilandaflug- vél, en fyrir því varð að ráða Bandaríkjamenn til þeirra starfa. Fyrir tilviljun hafði kunningsskapur góður orðið með Alfreð Elíassyni og bandaríska flugstjóranum Byron Moore, en hann leiddi til þess að Byron ákvað að fá ársfrí hjá American Airlines, þar sem liann starfaði og gerast fyrirliði bandarískrar álhafnar Loftleiða og kennari hinna íslenzku flugmanna fé- lagsins. Var þetta Loftleiðum hið mesta happ, þar sem Moore var ailt í senn, þaulreyndur flug- stjóri, drengur góður og kapp- . samur af góðri forsjá. Hann tók við Loftleiðir miklu ástfóstri og eignuðust þau hjón hér marga vini í það rúma ár, er þau áttu búsetu hér á landi, en Byron er kvæntur leikkonunni og rit- höfundinum, Elenu Miramova. 17. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.