Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 5
MOLDVIÐRI kosninganna er lokið og lesmálssíður dagblað- anna fœrast óðum í eðlilegt horf. Við íslendingar höldum okkar þjóðhátíð með pomp og prakt, gerum okkur dálítinn dagamun og látum okkur leið- ast með öðrum hætti en venju- lega. Flestir eru hins vegar farnir að hlakka til sumar- leyfa og útivistar í byggð eða á fjöllum, þessara fáú daga, sem við getum í raun og veru um frjálst höfuð strokið, en líða alltof fljótt, ef að vanda lætur. Innan skamms yfirgefur hver af öðrum sinn vinnustað og nýtur þess að vera sinn eigin húsbóndi og hundadaga- konungur og ráða sjálfur ferð- um sínum og gerðum um skeið. Framundan er bjartasti tími ársins. í tilefni af öllum þessum umbreytingum í náttúrunni og mannlífinu, sjálfráðum og ósjálfráðum, bað ritstjóri Al- þýðublaðsins mig að skrifa dálítinn öræfapistii, eitthvað um fjöllin og heiðríkjuna á íslandi, t'. d. um Kjalveg. Kjalvegur — það var einmitt rétta orðið. í hvert sinn, sem ég heyri Kjalveg nefndan, kemur mér einmitt þetta tvennt í hug: fjöllin og heiðríkjan, mikilúðleg fjöll, blár öræfa- himinn, kul af jöklum. Skýr- ingin er líklega sú, að fyrstu ferðina um Kjalveg fór ég í blíðskaparveðri og oftast hef ég verið þar í sól og sumar- birlu, sem óvíða er jafn sterk og í endurkastinu frá jöklun- um inni á hálendinu. Svipaða sögu hafa víst margir að segja, úrkoman verður nefnilega því minni því lengra sem dregur frá ströndinni, sólskinið og heiðríkjan því meiri. Kjölur er í víðustu merk- ingu orðsins 25—30 km. breið- ur hálendisdalur, sem liggur þvert yfir landið milli Lang- jökuls að vestan og Kerlingar- fjalla og Hofsjökuls að aust- an, en að sunnanverðu lokar Bláfell honum að verulegu leyti. Að norðanverðu verður hann varla teygður lengra en að Seyðisá og Blöndu. í þrengstu merkingu er Kjölur hins vegar hraun- dyngja 840 m. yfir sjávarmáli, allt að 30 km. löng og 15 km. breið með heljarmiklum gíg í kollinum, um 1000 m. í þver- má'l, ef ég man rétt, sem mikil hraun hafa flætt úr alveg suð- ur undir Hvítárvatn og norður tii Hveravalla, einhvern tíma eftir að síðasta ísaldarskeiði lauk. Af þessari dyngju dreg- ur Kjalvegur auðvitað nafn, enda lá hann um hraunið, þang- að til akvegur var ruddur litlu austar fyrir nokkrum ára- tugum. Annars var ekki mein- ingin að fara hér út í ýtar- lega landslagslýsingu, heldur einungis minna sumarleyfis- fólk og aðra góða menn á þetta öræfasvæði í örfáum sundur- lausum orðum. Um þennan hálendisdal hef- ur vegur legið frá' fyrstu tíð íslands byggðar, svo sem sjá má af fornum heimildum, enda er leiðin um Kjalveg milli Norðurlands og Suðuriands miklu styttri og torfæruminni heldur en í byggð, t. d. hafa menn losnað þannig við mörg og stór vatnsföll, sem erfið voru yfirferðar. Segja má með 'nokkrum rétti, að Ferðafélag íslands hafi opnað Kjalvegssvæðið fyrir almenning eftir að það tók til starfa seint á þriðja tug þessarar aldar, enda hefjast þá fyrst hinar eiginlegu nátt- úruskoðunarferðir í óbyggðum landsins. Félagið reisti fljót- lega fjögur sæluhús á Kjalvegs- svæðinu, í Hvítárnesi, í Þjófa- dölum, á Hveravöllum og í Kerlingarfjölhim, og hefur síð- an haldið uppi ferðum þangáð fyrir almenning á hverju sumri meira og minna. Hver þessara staða hefur nokkuð til síns á'gætis, þó sinn með hverju móti. Fólk, sem fer í fyrsta skipti um Kjalveg, spyr að jafnaði einkum um tvennt, auk venju- legra landslagsspurninga, Bein- hól og Eyvindarhver, en fjöl- margir kunna einhver skil á til- drögum þessara nafngifta beggja, hafa heyrt getið um útilegu Fjalla-Eyvindar og Höllu og afdrif Reynistaða- bræðra og félaga þeirra á Kili. Þeir, sem gista í Hvítárnesi, bæta gjarnan við þriðju spurningunni og spyrja, hvar draugakojan sé í sæluhúsinu og biðjast' jafnvel undan að samrekkja draugnum. í Hvítámesi kemur annars mörgum einna mest á óvart gróðursældin, enda nota Bisk- upstungnamenn það sem upp- rekstrarland fyrir fé og hross á hverju sumri. Það athyglis- verðasta er þó kannski skrið- jökullinn, sem gengur fram í vatnið, þótt hann sé nú aðeins svipur hjá sjón samanborið við það sem áður var. Blágrænt og þverhöggvið jökulstálið blasir við frá sæluhúsinu og meðan jökullinn var og hét, klofnuðu jafnt og þétt heljarmikil ís- stykki úr stálinu með dunum og dynkjum, bárust til og frá' um vatnið og glampaði á þau eins og skip á siglingu í sól- skininu. Enginn staður, sem ég hef komið á, er eins dæmigert úti- legumannabæli og Þjófadalir. Þegar farið er í Þjófadali frá Hveravöllum, liggur seinasti spölurinn yfir dálítinn fjalls- hrygg, svokallaðan Þröskuld, sem lokar dalnum alveg að austan og tengist Þjófafellinu. Allt í einu opnast fyrir fótum manns grænn og grösugur dal- ur, næstum algróinn, og liinn búsældarlegasti, að því er virð- ist í fljótu bragði. Dálítill „úti- legumannabær” stendur á harð- vellisbala undir bröttum írauð- um fjallshnúk, en tær berg- vatnsá liðast eftir dalbotnin- um, fé er á beit á víð og dreif í dalnum. Inn af dalnum tekur síðan við svokallaður Jökulkrókur. Þar steypist Fúlakvísl fram af standbergi í háum fossi, en Fagrahlíð horfir við suðri gróðri vafin og blómum skrýdd i jökulbirtunni. Fagrahlíð kafn- ar ekki undir nafni og engu þarf að ljúga upp á staðinn til i þess að gera hann girnilegan og skoðunarverðan. Hins vegar vO ég ráðleggja þeim, sem . þangað ferðast', að lesa vel og ^ rækilega kvæði Snorra Hjart- arsonar Þjófadalir. Þar er m. a. þetta erindi, sem ég leyfi mér að taka traustataki: En fram af dalnum hlær við grösug hlið, hnúkur með rauðum skriðum, grænum tóm; þar gárar iindir gola rök og þýð, þar gróa fjólur, murur, klukku- blóm við sólrautt grjót í sumar- grænni hlíð. Á Hveravöllum er það auð- vitað jarðhitinn og hverirnir, sem fyrst af öllu frægja stað- inn. Á kyrrum dögum má sjá hvitar hveragufurnar langt að stíga til lofts, jafnvel úti um allt liraun. Sumir hverirnir eru hið mesta völundarsmíði og augnayndi eins og t. d. Fagri- hver og Bláhver, sem eiga fáa sína líka á landinu. En þar er líka hinn sögufrægi Eyvindar- . hver, sem ég minntist á' hér að framan, í lionum er talið, að þau Fjalla-Eyvindur og Halla hafi soðið sauðakjötið forðum daga og má satt vera, en Eyvindartótt er þarna skammt frá. Ekki hef ég þó rekizt á neinar öruggar heim- ildir um dvöl þeirra á Hvera- völlum, nema ef vera skyldi i tágakarfa, sem þar fannst ein- hvern tima og þykir sýna hand- bragð Eyvindar. Hins vegar er vitað, að Eyvindur átti bróð- ur í Skipholti í Hrunamanna- hreppi, sem hann gat leitað til, þegar í nauðirnar rak, og með tilliti til þess er ekki ólíklegt, Framhald á bls. 14. Á kili. Útsýni frá Strýtum, gígnum niikla, til Hrúta- fells. (Ljósm.: Páll Jóns- son). — Sjá mynd. Eftir Gest Guðfinnsson 17. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.