Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 14
FjöIIin Frh. af 5. síðu. að hann liafi einhvern tíma dvalið á Hveravöllum, enda ber munnmælum saman um það. Hins ber þó að gæta, að stað- urinn var í alfaraleið og ó- tryggur þeim, sem brösótt' áttu við byggðamenn. En þægilegt hefur verið að sjóða sauða- kjötið í hvernum. Hleðslan um hverinn gæti þó verið eldri en frá dögum Eyvindar, þar sem sæluhús mun snemma hafa verið reist í námunda við hverasvæðið og hefur að lík- indum staðið þar næstum óslit- ið frá því ferðir hófust fyrst um Kjalveg. í Kerlingarfjöllum er líka mikið jarðhitasvæði. Sums staðar kraumar hveravatnið undir hjarnfönnunum og mynd- ast þar stórkostlegar ishvelf- ingar. Mest finnst mér þó allt af til um fjöllin sjálf, sem eru einhver svipmesta fjallaþyrp- ing á landinu. Sérstök reisn er yfir Loðmundi, sem stendur nokkuð einn og út af fyrir sig, svartur og þungbrýnn, í glamp- anum frá Jökulkinninni. Undanfarin sumur hafa fjölmargir eytt sumarleyfi sínu í Kerlingarfjöllum og komið sólbrenndir og útiteknir úr skíðaskóla Valdimars Örn- ólfssonar og Eiríks Haralds- sonar, sem þar hefur starfað um nokkurra ára skeið við góð an orðstír, enda skortir hvorki snjóinn né sólskinið hjá þeim félögum. Það er rúmt um ferðamann- inn á Kili. Öræfavíðáttan teyg- ir úr sér svo langt sem augað eygir og fjöllin blána í fjarsk- anum, en sýnast þó undarlega nærri, varla steinsnar til þeirra, þótt þau séu dagleið í burtu eða meira, vegna þess hvað fjallaloftið er hreint og tært. Meira að segja Mæli- fellshnúkur norður í Skaga- firði í allt' að 100 km. fjar- lægð, rís eins og bæjarburst handan við næsta leiti. Þarna er unnt að ferðast dögum sam- an án þess að rekast á þær hindranir eignaréttarins og af- notaréttarins, sem maður getur ekki þverfótað fyrir í bæjum og borgum. í hinum þéttbýlli löndum heims má segja, að hver land- skiki sé útmældur og afgirtur, næstum því víggirtur, ósýni- legir landamæraverðir leynast bak við gluggatjöldin í hverj- um húskofa, hið óskráða boð- orð, sem allir verða að kunna skil á, er þar: hingað og ekki lengra. Við þekkjum þetta einnig lítillega úr okkar bæjum og þéttbýli, fólk er að baslast við að koma upp girðingu kring- um blettinn sinn, lóðina sína, garðinn sinn, blómabeðin sín og ribsberjarunnana sína, hlaða grjótgarða, steypa múrveggi, smíða grindverk úr tré eða járni, jafnvel strengja gadda- vír umhverfis kirkjuflötina, og fráleitt að nauðsynjalausu, mannleg samskipti eru nú einu sinni með þeim ósköpum gerð, að allt verður að vera á hreinu í þessum efnum, ef vel á að fara. Einmitt' þess vegna er mikils virði að eiga líka ein- hvern almenning, þar sem allir eru frjálsir ferða sinna og eng- inn segir: þetta er minn blett- ur, þetta er min lóð, þetta er minn garður, ég á þessi blóm og tré, gangið ekki út í gras- ið. Slíkur staður er Kjölur, al- menningur ferðamannsins, þar sem öllum ber auðvitað að hlíta sjálfsögðum umgengnisvenjum, en hver og einn getur setzt á stein eða þúfu að meina- lausu, velt sér í grasinu eftir vild og liorft upp í himininn eins og Ólafur Kárason án þess að eiga á hættu að verða trufl- aður af einhverjum löggiltum landráðanda, þegar minnst varir. IVIiIlilandaflug Framhald úr opmi. þegasalnum. Hann þakkaði öll- um þeim, er stutt hefðu félagið til framkvæmdanna, og árnaði hinum nýja flugkosti allra heilla. Þá kvaddi sér hljóðs Emil Jónsson, þáverandi samgöngu- málaráðherra. Hann minnti á hve mikilvægur þá'ttur flutn- ingakerfið væri í lífi hins unga lýðveldis okkar, og líkti komu flugvélarinnar við fyrstu Gull- fossferðina til Reykjavíkur. Bar ráðherra fram þakkir ríkis- stjórnarinnar til forráðamanna félagsins fyrir dugnað þeirra og framsýni. Hann óskaði þess að heill og hamingja mætti fylgja þessu mikla loftfari og bað mannfjöldann að taka undir þessi orð sín með ferföldu húrrahrópi. Eftir að fiugvélin hafði verið skoðuð fóru margir til hins fjölmenna gestaboðs, er Loftleið- ir höfðu inni á Winston-hóteli Reykjavikurflugvallar. Minna má á, að Ásgeir Ásgeirsson og Helgi Guðmundsson voru þá bankastjórar Útvegsbankans, Jó- hann Þ. Jósefsson fjármálaráð- herra, Erling Ellingsen flugmála- stjóri, Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri, Sigurður Jónsson skrifstofustjóri flugmálastjórn- ar, Gunnar Sigurðsson flugvall- arstjóri og Sigfús Guðmundson framkvæmdastjóri flugvallar- ins. Dagblöðin birtu frásagnir af komu flugvélarinnar undir stór- um fyrirsögnum og töluðu um hina „stórglæsilegu Skymaster- flugvél,” og lýstu lienni greini- , lega. Loftleiðir áttu þá fjóra | Grumman flugbáta, tvær Stinson | flugvélar og tvær Ansonvélar, sem báru samtals 47 farþega, og þótti því allrífleg búbót að þeim 46 sætum, sem nú komu til viðbótar í hinni nýju Sky- masterflugvél, en þannig gátu Loftleiðir samtals flutt 93 far- þega. Til samanburðar má geta þess að 1066 farþegar geta nú verið samtímis í Loftleiðaflug- vélum. Frá því var skýrt', að „Hekla” væri fjögurra hreyfla flugvél, og væri hver þeirra 1350 hestöfl. Til samanburðar má geta þess, að hreyflar Rolls Royce skrúfu- þotanna eru 5730 hestafla. Þá sögðu blöðin frá því, að Loftleiðir ráðgerðu að halda uppi ferðum „til Norðurland- anna, Bretlands, Frakklands og víðar, ef þess gerist' þörf. Far- gjöldin verða á þessum leiðum þau sömu og hjá öðrum flugfé- lögum, t. d. til Hafnar 850 kr.” Meðan starfsmenn Loftleiða undirbjuggu íslandsför „Heklu” í New York unnu aðrir að far- miðasölu í aðalskrifstofu fé- lagsins við Hafnarstræti 23, und- ir forystu Ólafs Bjarnasonar, þáverandi skrifstofustjóra, en ákveðið hafði verið að „Hekla” færi í fyrstu för sína frá ís- landi til Kaupmannahafnar þjóðhátíðardaginn 17. júní. Minna má á, að þann dag fyrir tveimur áratugum gekk á með skúraleiðingum, sem jukust er á leið. Sr. Bjarni Jónsson söng messu í Dómkirkjunni, Sveinn Björnsson forseti og Stefán Jóhann forsætisráðherra fluttu ræður af svölum Alþingishúss- ins, Fjallkonan Alda Möller flutti liátíðaljóð Tómasar Guð- mundssonar, Lúðrasveit Reykja- víkur lék undir stjórn Alberts Klahn, Gunnar Tlioroddsen borgarstjóri flutti ræðu í Hljómskálagarði, Finnbjörn Þor- valdsson setti glæsilegt íslands- met og vann konungsbikar, Helgi Hjörvar lýsti glímu af mikilli íþrótt' og níu manna hljómsveit spilaði fyrir dansi í Lækjargötu, undir stjórn Bjarna Böðvarsson- ar, og síðast — en ekki sízt — „Hekla” Loftleiða fór í jómfrú- för frá íslandi til Kaupmanna- hafnar með 37 farþega. í einkaskeyti frá Kaupmanna- höfn, sem birt var í einu dag- blaðanna í Reykjavík, segir svo: „Islenzki sendiherrann og margir kunnir flugmálaleiðtog- ar voru viðstaddir á Kastrup flugvelli þegar Skymasterflug- vélin „Hekla” kom þangað í fyrsta sinn. Flugvélin var aðeins sjö tíma á leiðinni frá Reykja- vík. Opnun þessarar nýju flug- leiðar er tekið með gleði í Dan- mörku.” Enda þótt nokkra skugga kunni fyrr og síðar að hafa bor- ið á gleði frænda vorra á Norð- urlöndum yfir flugferðum Loft- leiða milli íslands og ann- arra Norðurlanda, þá er það ekkert efunarmál, að 17. júní 1947 þótti íslendingum það 'hvort tveggja í senn, mik- ið metnaðar- og gleðiefni að „Hekla” skyldi fara í fyrstu för sína héðan. til Kaupmannahafn- ar, þar sem með því var bæði verið að yfirlýsa vilja til að treysta gömul bönd samnor- rænna tengda og minna á, að sjálfstæðir vildum við verða hlutgengir til alþjóðlegra sam- skipta í nýjum heimi breyttrar samgöngutækni. Vegna þessa mun 17. júní 1947 lengi minnis- stæður. Árið 1947 fluttu Loftleiðir 13 607 farþega. Árið 1966 ferð- uðust 165 645 farþegar með flug- vélum Loftleiða. 17. júní 1947 voru starfsmenn Loftleiða rúm- lega 30 hér á landi. Nú eru þeir 772, auk þeirra, sem vinna er- lendis. Árið 1947 þótti það orka tvímælis að styrkja Loftleiðir til kaupa á einni Skymastervél. Nú hefur félagið keypt' þéttsetn- ustu skrúfuþotur Atlantshafs- flugleiðanna, án þess að leita til þess íslenzkrar baktryggingar. Á þessar fáu staðreyndir er minnt til þess að vekja á því athygli hve mikilsverður sá' á- fangi verður jafnan talinn í sögu íslenzkra flugmála er fyrsta íslenzka millilandaflug- vélin, „fyrsta flugvélin, sem keypt er til landsins einungis í því augnamiði að verða notuð til millilandaflugs,” eins og eitt reykvísku dagblaðanna sagði fyrir tuttugu árum, fór héðan í fyrstu áætlunarferðina. Á þær er minnt til að færa þeim verð- skuldaðar þakkir, er af mikilli fórnfýsi, fyrirhyggju og þraut- seigju börðust fyrir því að þessi fyrsta íslenzka millilandaflug- vél yrði keypt í þeirri trú, að íslendingar bæru gæfu tíl að verða síðar meir þar hlutgeng- ir til leiks, sem keppt er á hin- um mikla alþjóðavettvangi flug- samgangnanna. Vegna alls þessa er á það minnt, að í dag, 17. júní 1967, er ástæða til að fagna ágætum afmælisdegi. Menntaskólanum Akureyri er tekið til starfa og býður gistingu í vistleg- um húsakynnum. Velkomin á Hótel EDDU, Akureyri. Ferðaskrifstofa ríkisins. Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Skemmtið ykkur 7. júní í Ingólfskaffi. Ingólfs-Café BINGÓ SUNNUDAG KL. 3 e. h. Fjöldi góðra vinninga, — 11 umferðir spilaðar. — Borðapantanir í síma 12826 kl. 1. Ingólfs-Café GÖMLU DANSARNIR sunnudag kl. 9 e. h. Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari: Björn Þorgeirsson. 14 17. júní 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.