Alþýðublaðið - 25.06.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 25.06.1967, Side 3
Sunnudags AlþýSublaðiS 25. júní 1966 3 ÚT í SVEITIRNAR Frh. af ] síðu. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. Fyrir svörum varð Snorrj Jóns son, formaður Málm- og skipa- smiðasambandsins. — Land það, sem Ölfusborgir standa á, er úr svonefndri Reykja torfu, og er það fengið að leigu hjá ríkinu. Það er um 20 hekt- arar að stærð. Þar hafa verið reist 22 hús, sem rúma allt að sex manns hvert og ei-ga 13 verka- lýðsfélög innan A.S.Í. húsin, en þau eru: Alþýðusamb. 1, Starfs- stúlknafélagið Sókn 1, Trésmiða félag Reykjavíkur 2, Dagsbrún 3, Verkakvennafélagið Framsókn 2, Sveinafélag skipasmiða 1, Verka- lýðsfélag Akraness 1, Félag af- greiðslustúlkna í mjólkurbúðum, A.S.B. 1, Bókbindarafélag íslands 1, Félag islenzkra rafvirkja 3, Verkamannafélagið Hlíf 1, Félag járniðnaðarmanna 3, Vörubifreiða stjórafélagið Þróttur 1, Verzlunar mannafélag Reykjavíkur 1. Þess má geta, að húsin eru full nýtt og langur biðlisti þeirra, sem vilja fá inni einlivern hluta sum- ars. Hins vegar vantar talsvert á að framkvæmdum sé lokið. Næsta verkefni verður að reisa fleiri or- lofshús og einnig aðalbyggingu, sem verður eins konar mi-ðstöð, sem sér fyrir sameiginlegum þörf um orlofsgesta, og einnig gisti- hús. Hugsanlega verða hafnar fi-amkvæmdir að þeim áfanga í sumar. FÉLAG ÍSLENZKRA SÍMAMANNA. Símamenn eru engir byrjendur á þessu svi'ði, enda mun félag þeirra vera eitt elzta stéttarfélag opinberra starfsmanna, stofnað 1915. Félagið rekur sumarbústaði á þremur stöðum á landinu, í Vaglaskógi, Egilssstaðaskógi og í Tungudal við ísafjarðarkaupstað. Voru hús þessi byggð á árunum 1931-34 En nú standa fyrir dyrum stór framkvæmdir hjá símamönnum og veitti Guðlaugur Guðjónsson okkur nánari upplýsingar um þær. — Vakið var máls á því árið 1963, að tími væri til kominn,, að símamenn leituðu fyrir sér um kaup á landi hér sunnanlands undir sumardvalarstað. Var því vel tekið, og árangur þeirrar athugunar leiddi til þess, að 15. júní 1965 keypti félagið 25 hekt ara landspildu úr jörðinni Aust- urey við Apavatn fyrir 325 þús- und krónur. Framkvæmdir eru hafnar, búið að girða landið, gróð ursetning hafin og verið er að leggja veg. Þá hefur svæðið allt verið skipulagt og verða reist á bví fjölskylduhús, smáhús og stór aðalbygging. Einnig er gert ráð fyrir bátabryggju, baðstað, golfvelli, kanttspymuvelli svo og tennis- og badmintonvöllum, að ógle.ymdum byggingaleikvelli fyr ir börn. Gera má ráð fyrir að byggingaframkvæmdir hefjist inn an skamms. LOFTLEIÐIR Við náðum tali af Ólafi Er- lendssyni og inntum hann eftir því, hvort þeir Loftleiðamenn hefðu eitthvað á prjónunum og ekki var laust við að svo væri. — Fyrir nokkrum árum stofn- uðu starfsmenn Loftleiða á ís- landi með sér hlutafélag í þeim tilgangi að koma á fót nokkurs konar hvildarstað fyrir starfsmenn félagsins. Var m.a. athugað um möguleika á suðlægum slóðum svo sem Kanaríeyjum og Florida. Niðurstaðan varð þó sú, að félag- ið festi kaup á 30—40 hektara landsvæði upp á Kjalarnesi nán- ar tiltekið úr landi Brautarholts. Er hugmyndin, að þar geti starfs- menn notið hressingar og hvíldar allan ársins hring, þegar annir starfsins leyfa. Þarna er ekki ætlunin að fólk gisti, enda er fyrirmyndin að væntanlegri starfsemi það sem á ensku er kallað „country elub“. Verður reist eitt stórt hús með setustofum og öðrum nauðsynleg- um þægindum, en að öðru leyti lögð höfuðáherzla á gerð útivist- arsvæða á landareigninni. Þar verður golfvöllur, knattspyrnu- völlur, og niður við ströndina er góð aðstaða til bryggjugerðar í lítilli vík, sem áður fyrr var not- uð sem neyðarlending, þegar út- ræði var frá Kjalamesi. Þannig geta starfsmenn skroppið uppeft- ir, hvort sem er á' -sjó eða landi, þegar tími gefst til. Nokkur undanfarin ár hafa að- alfundir Loftleiða gefið fyrr- greindu hlutafélagi álitlega fjár- upphæð til þessara starfsemi. LANDSBANKINN Eftirfarandi upplýsingar veitti okkur Þorsteinn Eigilsson: — Starfsmannafélag Landsbank ans festi kaup á parti úr Alviðru- landi við Álftavatn árið 1962, og mun það vera nálægt' sjö hekt- arar að flatarmáli. Þá voru keypt 10 innflutt hús frá Finnlandi, og voru þau sett upp í október sl. Er nú unnið af kappi við að ganga þannig frá þeim, að taka megi þau í notkun. Að sögn Adolfs Björnssonar í Útvegsbankanum keyptu starfs- menn fyrir 15 árum allstórt land- svæði upp við Lækjarbotna, sem nú er í lögsagnarumdæmi Kópa- vogskaupstaðar og er annað af tveimur eignarlöndum inn kaup- staðarmarkanna. Keyptu þeir síðan gamalt hús í Reykjavík og fluttu það upp eft ir og hafa bætt talsvert við það, svo nú geta dvalið þar tvær til þrjár fjölskyldur samtímis. SAMBAND ÍSL SAMVINNUFÉLAGA Hér gefum við orðið Guðvarði Kjartanssyni, formanni starfs- mannafélagi S.Í.S., en þess ber að geta, að dótturfyrirtækin Olíu- félagið h.f. og Samvinnutrygging ar eru utan við það félag. — Strax við stofnun félagsins fyrir um það bil þrjátíu árum var farið að ræða um nauðsyn þess að koma upp skála fyrir starfsmenn félagsins, og á þriðja starfsári var ráðizt í að kaupa land upp í Skammadal í Mosfells- sveit. Tilheyrði land þetta áður jörðinni Reykjum. Þar var síðan reistur allmyndarlegur skáli, sem stendur þar enn. Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, sem hér er í opirberri heimsókn, ræddi m. a. við ráðherra í grærmorgun. Við náðum þessari mynd af honum, er hann hitti Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, á skrifstofu hans fyrir hádegið. Þetta er hið myndarlega orlofsheimili, sem prentarar hafa reist í Miðdal, Laugardal. Ekki hefur verið almenn á- nægja með skálann og landið, og því fjallar nú sérstök nefnd um hugsanleg kaup á öðru landi og höfum við fengið vilyrði fyrir því, en á þessu stigi málsins er ekki rétt að fara frekar út í þá sálma. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. Laugardalur í Árnessýslu virð- ist vera eftirsóttur staður undir sumarbústaði. Aðalsteinn Her- mannsson tjáði okkur, að þar hefði Olíufélagið eignazt væna spildu. — Starfsmannafélagið keypti sumarið 1964 bluta af landi Út- eyjar II. Hér er um að ræða hluta af Mýrarskógi, og er stærð lands- ins 22 hektarar. Við höfum flutt þangað tveggja hæða íbúðarhús úr Reykjavík, en ætlunin er, að þarna verði byggð sumarhús og munu framkvæmdir við þau hefj- ast næsta sumar. Olíufélagið hefur styrkt okkur til kaupánna, svo og til allra fram kvæmda. Sökum mýrlendis hefur orðið að grafa mörg hundruð metra af skurðum, og nú á að fara að'girða landið, en annars er verið að skipuleggja svæðið um þessar mundir. B. S. R. B. Að lokum spurðum við Þórð Hjaltason á skrifstofu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hvort opinberir starfsmenn hefðu fest sér eitthvert landsvæði undir or- lofsheimili. — Hinn fjórtánda febrúar s. 1. lagði ríkisstjórnin fram gjafabréf þess efnis, að ríkið gæfi Banda- laginu hluta af landi Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Hugmyndin er að byggja á landsvæði þessu sum arbústaði fyrir opinbera starfs- menn, en framkvæmdir ihafa enn ekki hafizt. ALÞÝÐUSAMBAND NORÐUR- LANDS og IÐJA, Rvík. Alþýðublaðið hafði ekki sam- band við forystumenn þessara samtaka, en getur þó fullyrt, að þau hafa nú þegar eignast stór, landsvæði, þar sem ætlunin er að rísi sumarbústaðir og orlofs-í heimili fyrir félaga þeirra. Iðja hefur fest kaup á hinu forna stórbýli Svignaskarði í Borg arfirði að tveimur þriðju hlutum, en talið er, að Múrarafélag Rvík- ur kaupi einn þriðja hluta jarðar- innar. Lýkur 'þar með aldalöng- um búskap á Svignaskarði, sem eitt sinn látti Snorri Sturluson. Alþýðusamband Norðurlands hefur í hyggju að reisa 12 orlofs heimili þar nyrðra og hefur í þeim tilgangi keypt jörðina 111- ugastaði í Fnjóskadal. — Einstök verkalýðsfélög munu síðan eign- ast þar bústaði, og er blaðinu kunnugt um, að Hið ísl. prentara- félag hefur tryggt sér þar bústað. Þannig mætti sennilega lengi halda áfram, en við höfum þenn- an annál ekki lengri að sinni, enda ætti hann að nægja til að sýna þá öru þróun, sem getið var í upphafi greinarinnar. ALLT TIL SAUMA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.