Alþýðublaðið - 25.06.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 25.06.1967, Side 5
Sunnudags AlþýSubiaSiS ~ 25. jflní 1966 5 (SÚft'licilUfS (SDSHtO) Kitstjóri: Benedikt Gröndal. — Kitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. —’ Askriftargjald: kr. 105,00. —• í lausa- sölu: kr, 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. 7/7 hamingju! UM ÞESSAR mundir hefur verið rifjað upp, hvernig millilandaflug ís- lendinga byrjaði fyrir tveimur áratug- um. Þá var keypt til landsins ein Skymastervél og þótti mikið fyrirtæki. Hún reyndist þó upphaf að mikilli starfsemi, sem í dag veitir mörg hundruð manns -atvinnu. Flestar þjóð- ir setja stolt sitt í að eiga flugfélag, sem ber nafn þeirra til helztu flug- staða heims, og greiða oft stórfé fyr- ir. íslendingar eiga tvö flugfélög, sem hvorugt hefur þurft á opinberri aðstoð að halda, en starfa á sjálfstæðum grundvelli. í gær kom til landsins fyrsta þotan, sem íslenzku flugfélögin kaupa, Boe- ingvél Flugfélags íslands. Hún styttir enn fjarlægðir milli Islands og ann- arra landa og flytur mikinn fjölda fólks. Vafalaust mun koma hennar reynast álíka atburður í flugsögu okk- ar og kaup Skymastersins fyrir tveim- ur áratugum. í þeirri von óskar Al- þýðublaðið Flugfélagi íslands og þjóð- inni allri til hamingju. Bókvit TÆKNISKÓLI ÍSLANDS er ein af stofnunum framtíðarinnar í þessu landi. Hann er enn í mótun, en á fyrir sér mikla framtíð. Við slit skólans ilutti Bjarni Kristjánsson skólastjóri ræðu, þar sem hann sagði m. ia.: „Öll þekkjum við marga spaklega málshætti forfeðranna. Einn segir, að ekki verði bókvitið í askana látið. Nú er öldin önnur, því að í dag ætti máls- hátturinn að vera: Engin fjárfesting er bókvitinu arðbærari. Þessi nýi máls- og askar háttur byggist meira að segja á um- fangsmiklum hágfræðilegum athugun- um. Til þess samt að milda dóm okkar yfir gömlum málsháttasmið þurfum við ekki annað en að hugleiða eðlis- breytinguna á bóklegum fræðum und- anfarna áratugi. Það ér þess vegna fullvíst, að.þekkingaröflun ykkar á eft ir að koma ykkur sjálfum og þjóðfé- laginu sem heild að gagni — líka nám ykkar, sem ekki komið öllum einkunn- um upp í tilskilið lágmark.” ina, þeir eru annað og meira vandarnál. En meðfram þeim þarf smám saman að koma upp tjaldstöðum eða áningarstöðum, þar sem hentugt er fyrir ferða- fólk að hafa viðkomu. Á þessum stöðum þarf að vera rúmgott bílastæði, salerni, vatn og helzt sími. Þar þiirfa að vera allmörg valin tjaidstæði og ef náttúran leyfir, svæði þar sem fólk getur snætt nesti. í nágrannalöndum hefur mik- ið verið gert til að koma upp áningarstöðum sem hér hafa ver ið nefndir, og þykja þeir ekki aðeins nauðsynleg heldur sjálf- sögð þjónusta. Þiá þarf aö tryggja, að á fögr- um stöðum sé opið land, sem ferðafólk megi fara um og leika sér á. Þetta á til dæmis við staði, sem éru fagrir af náttúrunnar (hendi, skógar og kjarr við ár og vötn, og Sérstaklega við svæði, þar sem börnin mundu una sér vel. Eins þarf hið opinbera að Ikaupa upp veiðirétt á nokkrum stöðum í ám og vötnum og leigja almenningi fyrir þolanlegt verð. Sums staðar þarf að vernda náttúrufyrirbrigði, jafnvel stór svæði. Verður að gera það hér á landi með fjölda þjóðgarða og verndaðra svæða. Sum þeirra eru þess eðlis, að ekkí er rétt að beina þangað of mikilli um- ferð fólks, en gera þeim einum kleift að komast þangað, sem eitthvað vilja fyrir því hafa og kunna að meta það, sem vernd- að er. Aðrir þjóðgarðar gætu miðazt við mikla umferð og gegna þá meðal annars því hlut verki að „hleypa fólkinu á gras“, eins og það. er stundum kallað. Garðurinn á Þingvöllum er í þessum síðari flokki. Ti.l viðbótar slíkum þjóðgörð- um þarf að tryggja syæði, sem ekki er ástæða til að yernda af náttúrufræðilegum eða söguleg- um lástæðum, theldur til þess eins að leyfa almenningi aðgang að opinni náttúru. Þessi svæði þurfa að vera í hæfilegri fjar- lægð frá byggðakjörnum, ef þau eiga að koma að fullum notum. íslendingar hafa til skamms tíma notið þeirrar tilfinningar að hafa ótakmarkað ferðafrelsi um stórt og fagurt land. En þetta er óðum. að breytast. og á eftir að breytast mjög ört á komandi árum. Þó er þeirri þró un blessunarlega styttra komið hér en í þéttbýlum iðnaðarlönd- um, þar sem hreint vatn, grænt gras og ferskt loft eru að verða lúxus, sem alþýða manna á erf- itt.að veita sér. Reynsla annarra ætti að verða okkur aðvörun. Þess vegna er rétt. að hefjast nú þegar handa . og hugsa til langrar framtíðar. Það er oft hægt með því einu að setja land (sem tíðum er eign ríkisins) til hliðar og tryggja, að ekkert annað verði við það j gert. Tilkostnaður við slíkar ráð stafanir er lítill sem enginn — [ en komandi kynslóðir munu verða þakklátar — og er raunar ekki að vita nema landið komi að verulegu gagn þegar eftir 20 -30 ár. Benedikt Gröndal ritstjóri skrifar kjallaragreinina í dag og fjallar hún um hina vaxandi þörf fólksins í þétt- býlinu fyrir aðstöðu til að njóta náttúrunnar. VERÐTRYGGÐ TÍMABUNDIN LÍFTRYGGING Dæmi: Hefði'25 ára maður tekið verðtryggða tímabundna líftrygg- ingu árið 1965 til 15 ára, að grunnupphæð kr. 500.000 gegn grunn- iðgjaldi kr. 2.550, hefðu tryggingarupphæð og iðgjald orðið sem hér segir: Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald kr. Tryggingar upphæð kr. 1965 25 163 2.550,00 500.000,00 1966 26 175 2.738,00 537.000,00 1967 27 188 2.941,00 577.000.00 VERÐTRYGGÐ STÓRTRYGGING Dæmi: Hefði 25 ára maður tckið verðtryggða stórtryggingú árið 1965, gcgn griinniðgjaldi kr. 2.000, hefðu tryggingarupphæð og iðgjald orðið sem hér segir: Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald kr. Tryggingar uppíiæð kr. 1965 25 163 2.000,00 488.000,00 1966 26 175 2. i 47,00 515.000,00 1967 27 188 2.307,00 542.000,00 G1NGARFÉLAG ÍSLANDS HF , ÍNGÓLFSSTRÆTI 5 — S. 11 700 Gríma fer í leilc för um LEIKFÉLAGH) Gríma er nú aS leggja upp í leiksýning-arferð út um land. Er hér um að ræða nýjan þátt í starfsemi Grímu, þar sem félagiö hefur aldrei áð- ur staðið að slíkri leikför. Félagið mun á ferðalaginu sýna þætti úr leikritinu ,,Ótti og eymd þriðja ríkisins“, eftir Þjóð verjann Bertold Brecht. Þættirn- ir eru þrír og heita: „Gyðingákon an, Spæjarinn og Krítarkrossinn". Fjalla þeir allir á mismunandi hátt um hina þöglu en hörðu and spyrnu þýzku þjóðarinnar gegn uppgangi nazistasveita Hitlers. Þrátt fyrir raunsæjan alvörutón landið leikur kímniblær yfir öllum þátt- Cnum. Fyrsta sýningin verður á Kirkju bæjarklaustri á sunnudag, en síðan verður sýnt í Vík í Mýr- dal á mánudag, lá Hvolsvelli þriðjudag og Hveragerði miðviku dag. Þaðan verður ferðinni hald- ið norður um land. Leikstjóri er Erlingur E. Hall- dórsson, en hann er öllum leiklist arunnendum vel kunnur, bæði sem leikstjóri og einnig sem leik ritahöfundur. Þorsteinn Þorsteins son þýddi leikritið, en leiksviðs- mynd gerði Sigurjón Jóhannesson. Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.