Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 3
Hætta við að farp alla leið til Beirut Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir tekið á leigu þýzka skemmtiferðaskipið Regina Maris, sem þessa dagana hefur haft viðdvöl hér á lándi. Efnir ferðaskrifstofan til leiðangurs með skipinu suður til Miðjarðar hafs og verður lagt af stað frá Úr borðsal þýzka skemmtiferða. skipsins REGINA MARIS. Dómarafulltrúar mót- mæla embættisveitingu Dómarafulltrúafélag íslands hélt fund sl. fimmtu- dag og samþykkti þar ályktun, þar sem mótmælt er veitingu bæjarfógetaembættisins á Akureyri, en við veitingu þess var gengið fram hjá Sigurði M. Helga- syni, þeim umsækjandanum, sem hefur að baki sér langtum lengri starfsaldur en meðumsækjandi hans og hefur auk þess iðulega verið settur til að gegna embættinu. Ályktun dómarafulltrúafélagsins er á þessa leið: „Félagið sér sig neytt til að mótmæla yeitingu dómaraembætt is. Er þar átt við bæjarfógeta- embættið á Akureyri og sýslu- manns í Eyjafjarðarsýslu. Við veitingu þessa embættis er geng ið fram hjá félaga í samtökum okkar, sem hefur að baki 13 ára lengri starfsferil sem opinber starfsmaður, 'heldur en sá, sem embættið hreppir. Sá, er gengið er fram hjá, hefur í þjónustu rík isins gegnt starfi lögreglustjóra í Bolungavík í nær 5 ár, verið aðal- fulltrúi embættis þess, er hér um ræðir í nær 23 ár og þar af ver- ið settur bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu af og til í 13 ár, en megin hluta þess tíma hefur sá, sem gegnt hefur embættinu, átt sæti á Al- þingi og um tíma verið ráðherra. Sá, sem embættið hlýtur, hef- ur aftur á móti verið um 7 ár fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði og settur tíma og tíma bæjarfó- geti þar, meðan skipaður bæjarfó- geti gegndi þingstörfum, bæjarfó geti í Neskaupstað hefur hann ver ið á 7. ár. Þar sem svo vii’ðist, að menn- irnir séu báðir álíka hæfir, hefði starfsaldur átt að ráða hér. Þegar starfsaldur þessara manna er virtur, verður ekki hjá því komist að víta slíka misnotk un veitingavalds, sem þarna á sér stað. Það því fremur, sem þetta er í annað sinn, sem gengið er fram hjá þessum sama manni við veitingu embættis. Hitt sinnið var, þegar sýslumannsembættið í Mýra- og Borgarfjarðasýslu var veitt manni, sem enga reynslu hafði í meðferð slíks embættis né í dómarastörfum. En þá var hafn að þessum manni, sem þegar á þeim tíma hafði aflað sér við- urkenningar sem góður og reynd ur dómari. Verður enda að víta þá stjórn dómsmála, að launa ver dómara- fulltrúa en aðra háskólamenntaða menn í þjónustu ríkisins, sem hafa álíka langt nám að baki, láta þá bera hita og þunga dómaraemb- ætta landsins og meta þá síð.an ekki til jafns við þá, sem keppa um sæti á Alþingi eða í sveitar- stjórnum fyrir þann flokk, sem hefur ráð dómsmála í það og það sinn. Sérstaklega þegar það er haft í huga, að það er talið eitt megin inntak lýðræðis, að dómar- ar séu í störfum sínum sem ó- hóðastir framkvæmdarvaldhöfum. Vara verður einnig við þessari skipan mála, þar sem er og hef- ur verið alvarlegur skortur lög- Sigurður M. Ilelgason. lærðra manna, sem vilja sinna dómarafulltrúastörfum, til mikils baga fyrir framkvæmd dómsmála, mun þó nú síga enn frekar ó ó- gæfuhlið, ef fer sem horfir“. Reykjavík 23. september n.k 'Upp haflega var gert ráð fyrir að sigla alla leið að Miðjarðarhafs- botni og hafa meðal annars við. Framhald á 15. síðu. Sjónvarps- fríið styttra í síðustu útsendingu sjon- varpsins, áður en sumarfrí starfsmanna þess hófust, var tilkynnt, að sjónvarpið tæki aftur til starfa þann |ágú(st. Þeissu hefur nú verið breytt. Sjónvarp liefst aftur þann 31. júlí. Sum- arfrí I sjónvarpsstarfsi- manna styttast því aðeins frá því, sem áðiu- liafði ver ið hugað. Steinarnir dæmdir London 30/6 (NTB-Reuter) — Dægurlagasöngvararnir Mick Jag-' ger og Keith Richard, — sem báð ir eru meðlimir hljómsveitarinn-’ ar Rolling Stones, — voru í dag látnir lausir gegn yfir hálfrai" millf. kr. tryggingu, — mn/)an þeir bíða eftir, að áfrýjunardóm- stóll taki afstöðu til þeirra dóma, sem nýlega voru kveðnir yfir þeim fyrir eiturlyfjanotkun. Þeir mega ekki fara úr landí, Jagger hefur verið þrj'ár nætur í haldi, — Richard eina nótt. — Jagger var dæmdur í þriggja mán aða fangelsi fyrir að eiga eiturlyf, — en Richard fé'kk árs fangelsis- vist fyrir að leyfa fólki að reykja indverskan ihamp í húsi sínu. Islenzk leikrit ekki flutt í útvarpinu 1 Skemmtiferð $ KVHNFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK £ fer sína árlegu skemmtiferS inn í Þórsmörk miðvikudaginn 5. júlí Ín.k. Komið verður aftur fimmtudaginn 6. júlí. Upplýsingar eru veittar hjá Aldísi Kristjánsdóttur í síma 10488, Kat rínu Kjartansdóttur í síma 14313, Kristbjörgu Eggertsdóttur í síma 12496 og Kristínu Guðmundsdóttur í síma 21064. Félag íslenzkra leikritahöfunda hefur sent útvarpsstjóra bréf, þar sem tilkynnt er að leikverk fé- lagsmanna verði ekki flutt í út- varpi framvegis, þar eð ekki hef ur samizt um greiðslur fyrir slík an flutning. Bréf þetta cr svo- hljóðandi: Reykjavík, 28. júní 1967. Hr. útvarpsstjóri, Ríkisútvarpið Reykjavík. Vér sendum yður hér með sam- þykkt Félags íslenzkra leikrita- liöfunda viðvíkjandi samningum | um greiðslur fyrir flutning leik-1 verka félagsmanna í Ríkisútvarp- ið. Hefur félagið ákveðið, að sam þykktin táki gildi frá og með 1. september þ.á., ihafi samningar ekki verið gerðir fyrir þann dag. Vér væntum þess, að Ríkisútvarp ið tilkynni félaginu, ef það vill ganga til samninga við félagið fyr ir hinn tilgreinda dag. Samþykkt félagsins er þannig: „Félag íslenzkra leikrita'höf- unda var stofnað 15. nóvember 1964. Því nær allir leikritahöfund ar íslenzkir, sem nú skrifa fyrir leikhús og útvarp, eru innan sam- takanna. Ríkisútvarpið hefur und anfarið samið við höfunda per- sónulega um greiðslu fyrir flutn- ing leikverka, eftir taxta, sem ut- varpið hefur sett sjálft, en sá taxti er mjög lágur, ca. 1/6 af höfundalaunum, sem greidd eru fyrir samskonar verk á hinum Norðurlöndunum. Hefur fplagið gert endurteknar tilranuir til þess að ná samningum við Ríkisútvarp ið og liefur lagt fram sundurlið- Framhald á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1. júlí 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.