Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 11
á OL í Mexíkó 1968 Sendimaður mexíkönsku Olympíu- nefndarinnar segir undirbúning ganga vel lirifum. Hins vegar hefðu íþrótta menn náð þar betri árangr^ en víða annars staðar, svo sem í köstum, stökkum og hlaupum á stuttum vegalengdum. Hins vegar taldi hann, að í öryggisskyni væri betra að væntanlegir keppendur á Olympíuleikunum dveldu í Mex íkó í nokkra daga til að venjast loftslagsbreytingunni. Þá skýrði Dr Hay frá því, að í sambandi við Olympíuleikana yrði haldin listsýning, er hæfist 15. sept. 1968. Yrðj hverju landi, sem aðild ætti að Olympíuleikun um boðið að senda tvö listaverk á sýninguna, annað í klassiskri list og hitt í nútíma stíl. Listsýn ing þessi væri um leið keppni og yrðu veitt verðlaun beztu lista- verkunum, sem þar væru að dómi sýningarnefndar. Sunnudaginn 25. júní sl. kom hingað til lands sérstakur sendi maður Olympíunefndar í Mexikó, Dr Eduardo Hay. Kom hann með hið formlega boð til Olympíunefndar íslands um þátttöku íslendinga í Olympíuleik unum (sumarleikar), sem fram fara í október 1968. Afhenti Dr Eduardo Hay for- manni Olympíunefndar íslands, Birgi Kjaran, mjög skrautlega bók með silfurslegnum skinn- spjöldum. Voru inn í bókinni, skrautrituð ávarpsorð til Olympíunefndar íslands um að íslendingar væru boðnir til Ol ympíuleikanna. Viðstaddur at- liöfn þessa var auk formanns fundarritari Olympíunefndar ís- lands, Hermann Guðmundsson. Birgir Kjaran þakkaði boðið og óskaði Olympíunefndinni í Mex- íkó farsældar í störfum við und irbúning og framkvæmd Olympíu leikanna 1968. Við þetta tækifæri gaf Dr. Eduardo Hay ýmsar upplýsingar. Hann sagðist hafa farið um Ev- rópu að undanfömu og afhent þar Olympíunefndum viðkomandi landa boð á Olympíuleikana 1968 Sagði hann að öllum undirbún- ingi að Olympíuleikunum í Mex- íkó miðaðj vel áfram og fullgerð ur væri þegar aðalleikvangurinn, sem rúmaði 100 þús. áhorfendur. Dr. Hay taldi að allt of mikið veður hefði verið gert úr áhrif um hins þunna lofts i Mexikó á keppnisgetu íþróttamanna. Um árabil hefðu farið fram stórar iþróttakeppnr í Mexkó, svo sém Pan American leikarnir og ekki hefði borið á neinum slæmum á Unglingamótið kl. 3 í dag LTngrlingameistarm. ísl. í frjáls um íþróttum verður háð um helgina á Laugardalsvellinum og hefst kl. 3 báða clagana. Keppt verður í eftirtöldum greinum í dag: 100 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. lilaupi, kúlu- varpi, hástökki, langstökki, spjótkasti, 1500 m. hindrunar hlaupi, og 4x100 m. boðhlaupi. Margir snjallir unglingar eru meðal þátttakenda, m. a. Þorsteinn Þorsteinsson, KR, Er lendur Valdimarsson, ÍR og Arnar Guðmundsson, KR. Má búast við skemmtilegri keppni í flcstum greinum. Á mynd- inni sézt Þorsteinn Þorsteins- son. í SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Paul Wilson, USA stekkur 5,38 m., sem er heimsmet. Beztu afrekin i stangarstökki 1967 Bandaríkjamaðurinn Paul Wil son stökk 5,38 m. á meistaramóti Bandaríkjanna um síðustu helgi, sem er nýtt heimsmet. Beztu af- rek í stangarstökki á árinu til þessa eru sem hér segir: Paul Wilson, USA, 5,38 m. Bob Seagren, USA, 5,36 m. Herve Encausse, Frakkl. 5,20 m. Richard Railsback, USA, 5,20 m. Dennis Pliilips, USA, 5,20 m. C. Papanikolau, Grikkl. 5,20 m. James Eshelman, USA, 5,16 m. Fredrick Burton, USA, 5,12 m. Klaus Lehnertz, V.-Þýzkal. 5,10 m. Riehard Sloan, USA, 5,05 m. Eins og kunnugt er keppti Dennis Philips, USA, sem er I 3.—6. sæti á skránni á meistara móti íslands innanhúss í vetur og stökk þá 4,80 m. KEINO hljóp enska mílu á móti í Nairobi nýlegt á 3:55,0 mín., sem er næstbezti tími í heimi á þessu ári. ■—★—- SKÝRT hefur verið frá ár- angri Paul Wilson í stangarstökki og míluhlaupi Jim Ryun Hér er árangur í fleiri greinum, en hann var frábær, þó að ekki væru sett nein heimsmet. Lee Evans sigr aði í 440 jarda hlaupi á 45,3 sek., en Vincent Matthews varð annar á 45,5 sek. Tommie Smith varð meistari í 220 jördum á 20,4 sek., en Jim Hines varð annar á sama tíma. Randy Matson sigraði I kúluvarpi með 20,4 m og Stein hauer varð annar með 19,96 m. —> Wade Bell varð meistari í 880 jördum á 1:46,1 mín og Dennis Carr hlaut annað sæti á 1:47,1 mín. í 3000 m. hindrunarhlaupi sigraði Pat Traynor bandarískur meistari á tímanum 8:42,0 mín. Delmon McCabb sigraði í spjót- kasti kastaði 81,77 m., en næstur varð Gary Stenlund með 79,83 m. Keppni varð hörð í þrístökki, þar sigraði Charles Craig með 16,19 m., en Art Walker varð annar með 16,16 m. Van Nelson sigraðl í 6 mílna hlaupi á 28:18,8 mín., en næstur varð Tom Laris með 28:19,2 mín. 1. júlí 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.