Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 14
ASÍ Framhald af 1. síðu. fiéu í sömu kjördeild. Hver kjör- deild kýs þá tölu fulltrúa á þing A.S.Í. sem sameiginleg félags- mannatala félaganna í kjördeild- inni gefur rétt til, miðað við heild artölu félassmanna viðkomandi aainbands og heildartölu fulltrúa, sem sambandið á rétt til. í landssamböndum, sem um raeðir hér aö ofan, er félögum heimilt, sem hafa jafnmarga eða fleiri félagsmenn, en nemur þcirri tölu, sem er að baki hvers full- trúa viðkomandi sambands, að inynda sérstaka kjördeild, hvert tim sig, og kjósa fulltrúa á þing A.S.Í. niiðaó við félagsmannatölu sína. Ennfremur geta félög, innan sambands, sem ekki ná þeirri tölu tfélagsmanna er um ræðir í 2. inálsgr. skipað sér saman í kjör- deild og telst þá félagsmannatala þeirra saman við útreikning full- trúafjölda á þing A.S.Í. Þau landssambönd sem kjósa sex fulltrúa eða færri skulu vera ein óskipt kjördeild. Þó geta sam- bönd, sem byggð eru á aðild sér- grcinafélaga, skipað aðildarfélög um í kjördeildir eftir sérgreinum. enda séu eigi færri félagsmenn en 250 í kjördeild, sbr. 3. mgr. liér að framan. Þau núverandi sambandsfélög, sem ekki verður skipað í lands- sambönd og hafa a.m.k. þá tölu félagsmanna sem standa aö baki fulltrúatölu landssambandanna kjósa fulltrúa með sama liætti og landssamböndin. Þau verkalýðsfé- lög sem hafa færri félagsmenn kjósa fulltrúa í sameiginlegfi eða sameiginlegum kjördeildum. Nánari reglur um tilhögun full- trúakjörs á þing A.S.Í. setja lands samböndin hvert fyrir sig, en stað festar skulu þær af stjórn A.S.Í. áður en þær koma til fram- kvæmda“. 2. „Sambandsstjórn skal kosin til fjögurra ára í senn eins og hér segir: A reglulcgu sambandsþingi skulu forseti og varaforseti kosn- ir sérstaklega. Þá skal næst kjósa 13 meðstjórnendur og mynda þeir ásamt forsetunum miðstjórn AI- þýðusambands íslands. Auk 15 miðstjórnarmanna kýs sambandsþing 18 menn í sam- foandsstjórn Af þessum 18 mönn- um skal einn maður vera úr hverju kjördæmi landsins — 8 að tölu —. Skulu þeir eiga löglicim- ili og búsetu í því kjördæmi, sem þeir eru kosnir fyrir. Til viðbótar þeim mönnum, sem sambandsþing kýs í sambands- stjórn skulu landssambönd og þau núverandi sambandsfélög, scm ekki vcrður skipað í landssam- bönd þau, er mynda Alþýðusam- bandið kjósa menn í sambands stjórn eftir þeim reglum sem hér segir, og er sambandsstjórn þá fullskipuð: Landssambönd með 2500 félags menn og færri kjósa vo menn hvert Landssamband með 2501 — 5000 félagsmenn kjósa tvo menn livert. Landssambönd með 5001 — 10.«00 félagsm. skulu kjósa 3 menn hvert og landssambönd sem liafa fleiri en~10.000 félagsmenn skulu kjósa fjóra menn hvert. Þau nú- verandi sambandsfélög, sem ekki verður skipað í landssambönd og hafa jafnmarga eða fleiri félags- menn, en fámennasta landssam- bandið skulu kjósa menn í sam- bandsstjórn eftir sömu reglum og landssamböndin. Sambandsstjórn kýs úr sínum hópi ritara og gjaldkera". í tillögunni um kosningu -til al- þýðusambandsþings er við það miðað að fulltrúatala á þingum A.S.Í. verði framvegis sem næst 150, en miðað við núverandi fé- lagsmannatölu, sem er um 34.500 þýðir það að um 130 manns stend ur að baki hvers fulltrúa. Er hér um allmikla fækkun á fulltrúum að ræða. en Alþýðusambandsþing bafa um talsvert skeið verið mjög þung í vöfum, vegna þess hve fjöl menn þau hafa verið. Samkvæmt tillögunum verða eftirleiðis flest- ir fulltrúarnir kosnir af landssam- böndum starfsgreina, en ekki ein stökum verkalýðsfélögum, en síð- ustu ár hafa slík landssambönd verið allmörg mynduð, og eiga nú um % allra félagsmanna A.S.Í. aðild að slíkum samböndum. Sam kvæmt tillögunum um skipun sam bandsstjórnar munu landssam- böndin einnig skipa fulltrúa í stjórn A.S.l. auk þeirra, sem kjörn ir eru á alþýðusambnadsþingi. Miðað við núverandi meðlimatölu yrðu stjórnarmenn þannig skipað- ir 17 talsins, þannig að alls sætu 50 menn í fullskipaðri sambands- stjórn. Þessir 17 fulltrúar skipt- ust þannig milli landssambandanna að verkamánnasambandið fengi 4 menn, Landssambband íslenzkra verzlunarmanna 3 menn, Sjó- mannasamband íslands og Sam- band Iðjufélaga 2 menn hvort og Málm og skipasmiðasambandið, Samband byggingarmanna, Lands- samband vörubifreiðastjóra, Raf- virkjasamband, SambancT bóka- gerðarmanna og Samband mat- reiðslu- og framreiðslumanna sinn manninn hvert. í tillögunum eru engin ákvæði um það, með hvaða hætti full trúakosning innan landssamband- anna skuli fara fram, og má bú- ast við að það geti orðið með breytilegu móti. Nokkuð var rætt að taka upp hlutfallskosningar, en slík tilhögun hefur ekki fengið hljómgrunn, en hins vegar er rétt ur minnihluta talsvert tryggður með því kjördeildarfyrirkomulagi, sem notað verður í mörgum lands samböndum. Á það er lögð áherzla í sam- bandi við þessar tillögur, að ekki er gert ráð fyrir að neinar breyt- ingar verði á samningsréttinum. Þrátt fyrir stofnun landssamband anna verður hann eftir sem-áður í höndum einstakra félaga, en auð vitað geta þau falið hlutaðeig- andi samböndum að fara með hann. Minnismerki sjó- manna á Akranesi Á sjómannadaginn, 28 maí, bár ust gjafir í tilefni afhjúpunar minnismerkis sjómanna á Akra- nesi, til minningar um sjómenn, er gistu vota gröf, kr. 1 þús. frá Magnúsi Kristóferssyni frá Götu- húsum á Akranesi. Þá afhenti Helgi S. Eyjólfsson, sem lengj hef ur verið formaður Átthagafélags Akurnesinga í Reykjavík, mér sparisjóðsbók með um 20 þús. krónum frá félögum átthagafélags ins. — Átthagafélag Akurnesinga í Reykjavík hefur frá upphafi sýnt minnismerkismálinu mikinn skiln ing og stuðning og hefur átt tvo fulltrúa í minnismerkisnefndinni. Ræktarsemi félaganna í þessu máli, og öðrum, er varða æsku- stöðvar þeirra hér efra, ber að þakka af alhug. Vissulega hafa þeir verið mörgum til fyrirmynd- ar. —• Þessu fé mun vérða varið til að kosta samantekt og um- búnað minningabókar um drukkn aða sjómenn af Akranesj og ná- grenni. Jón M. Guðjóneson. í tengslum við minnismerki sjó manna á Akranesi, sem afhjúpað var á sjómannadaginn, 28. maí sl. verður gerð bók, er geymi nöfn allra þeirra sjómanna af Akra- nesi og nágrenni, sem drukknað hafa fyrr og síðar og vitað er um. Skráð verða í bókina æviatriði þeirra með mynd af þeim, sem til eru og unnt verður að fá. — Verður bókin varðveitt á opin- berum stað, henni samboðnum, þar sem almenningj gefst kostur á að skoða liana, þeim, er þess óska. — Nefnd minnismerkis sjómanna á Akranesi, sem starf- að liefur undanfarin ár, ákvað á fundi fyrir nokkru, að halda lióp- inn um sinn, meðan unnið verður að þessari minningabók. Hefur nefndin leitað til Ara Gíslasonar, fræðimanns á Akranesi, um að- stoð við samantekt bókarinnar, og mun hann vinna verkið að mikl- um hluta. Það eru vinsamleg tilmæli nefnd arinnar til fólks, að það Ijái þessu málj stuðning, m.a með því að lána myndir til eftirtöku af þeim, sem bókin er helguð. Skráð verði nafn þess, sem myndin er af, á bakhlið hennar og upplýsingar, sem hægt er að koma þar fyrir, Vinsamlegast komið myndunum til Ara Gíslasonar, Vesturgötu 138 (sími 1627), eða sóknarprestsins á Akranesi, séra Jóns M. Guðjóns- sonar. — Þeir, sem hafa í huga að gefa minningargjafir um látna sjómenn, geta snúið sér til sókn- arprestsins með þær. Tanngæzla á elli- heimilinu Grund Þann 1. júlí næstkomandi hefst starfræksla tanngæzlu á elliheim- ilinu Grand í Reykjavík fyrir vistmenn. Hefur í þessu skyni verið komið upp fullkominni tannlækningastofu með öllum til- heyrandi tækjum Á stofunnj mun starfa tannlæknir, Hörður Ein- arsson, að staðaldri og fylgjast með tannheilsu vistmanna elli- 'heimilisins. Er gamla fólkinu tal- inn mikill akkur að þessari nýj- ung, þar sem heilbrigði tanna hefur mikla þýðingu fyrir heils- una yfirleitt. Á elliheimilinu prund eru nú 376 vistmenn, 279 konur og 97 karlar. í vistheimilinu að Ási í Hveragerði, sem starfrækt er frá Grund með stuðningi elliheimilis_ nefndar Árnessýslu, eru 32 kon- ur og 27 karlar. Meðalaldur vist- fólks er 80 ár. Svo sem sjá má eru konur mun fleiri en karl- menn, og er það eins héc sem í nágrannalöndum okkar, að hlut- fallið milli karla og kvenna, sem ná mjög háum aldri, eru 3 konur á móti 1 karli. Vesalings karl- mennirnir deyja svo margir fyr- ir aldur fram. Framtíðarathafnarsvæði Grund- ar er í Hveragerði, og fer nú þegar allmikil starfsemi þar fram, m.a. rekur elliheimilið þar gróð- urhús. Vistmönnum á Grund er auk tanngæzlunnar veitt ýmiss konar önnur þjónusta, t.d. er þar rak- arastofa, fót- og handsnyrting og andlitsböð. Gjald fyrir þetta er innifalið í daggjaldinu, sem er kr. 200 fyrir þá, sem rólfærir eru, en kr. 310 fyrir þá sjúku. Verksmiðjan Vífil- fell 25 ára Fyrir skömmu átti verksmiðj- an Vífilfell h.f. 25 iára starfs- afmæli, en hún stendur að fram- leiðslu svaladrykksins „Coca Cola“, sem öllum íslendingum er kunnur. Verksmiðjan hóf starfsemi sína þann 1. júní 1942 og hefur starf- að óslitið og við vaxandi gengi síðan. Framleiðsla hennar á dag Bridgespilarar i Á fimmtudögum er spilað í 1 læknahúsinu við Egilsgötu. — > Öllum Iieimil þátttaka. Bridge-samband íslands. er nú 60.000 flöskur, en þau af- köst fullnægja vart eftirspurn- inni. Kók er framleitt úr sérstöku kókefni, sem blandað er sykrj og kolsýrðu vatni Kókefnið er fram leitt í Bandaríkjunum og hvílir mikil leynd yfir efnasamsetningu þess, sem sést m. a. á því, að uppskriftin að efninu er geymd í eldtraustu bankahólfi einhvers_ staðar þar vestra, sem aðeins tveir menn hafa aðgang að. Coca Cola er útbreiddasti svaladrykkur heims og er fram- leiddur í 124 þjóðlöndum, Fram leiðsla hans samanlagt yfir all. an heiminn nemur 8 milljónum flaskna á dag. Vinsældir drykks- ins á íslandi eru sérstaklega mikl ar, því að hvergi í heiminum er salan meiri miðað við fólks- fjölda. GJAFABREF FRA SUNDLAUQAR8JÓOl 6KÁLATÚN6HEIMILIBIH* ►ETTA BRÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKIU FREMUR VIDURKENNING FYRIR STUDN- ING VIÐ GOTT MÁLEFNI. MtrKHVlK, p. n f.h. Sm*mt•"!*** Uðkirt.il iiUiif Kft.___________ OLÍUFYRING OG BRENNARI rúmlega 2 ferm. til sölu. Upplýsingar í síma 81753 næstu kvöld. — ÓDÝRT. — Útför móður okkar, •!■ RÓSAMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR Í fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. júlí kl. 10.30. '' Maria Ástmarsdóttir, Elín Ástmarsdóttir, ( Ingólfur Ástmarsson, Magnús Ástmarsson 14 1. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.