Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 9
Ljósblátt og- fölgrænt eru tald- ir sefandi litir og góðir í svefn herbergjum. 7. Sofðu í góðu rúmi. Þú eyðir það miklum hluta ævinn- ar í rúminu þínu, að þú ættir að velja það bezta sem hægt er að fá. Sofðu í löngu og breiðu rúrni, svo að þú getir teygt vel úr þér og liaft nóg pláss. Það má ekki vera of mjúkt, því að það er óhollt fyrir bakið að sökkva á kaf ofan í dýnuna og liggja allur í keng. Bezt er að nota engan kodóa, og sæng- in eða ábreiðurnar mega ekki vera of þungar 8. Sofðu fyrir opnum glugga. Hefurðu nokkurn tíma sofið úti undir beru lofti? Eða í tjaldi? Það er ótrúlegt hvað maður þarf stuttan svefn til að endurnærast fyllilega úti í nátt úrunni. Næstbezt er að hafa svefnherbergisgluggann opinn. (Svo framarlega sem' þú liggur ekki beint undir honum eða í gustinum). Ef þú getur ekki sof ið fyrir opnum glugga, skaltu a.m.k gæta þess að lofta vel út áður en þú ferð að sofa, -^- 9. Rakt loft. Það er óhollt fyrir lungun að sofa í mjög þurru lofti. Hafðu ílát með vatnj á ofninum, svo að þú vakn ir ekki þurr í kverkunum eða hóstandi. 10..Slökunaræfingar. Reyndu þessa: þú liggur á bakinu í rúminu þínu og kreppir hnef- ana, gerir þig smám saman eins stífan og þú mögulega getur. Svo slakarðu á. Það er enginn vandi með þessax-i aðferð, kem- ur af sjálfu sér. Gerðu þetta nokkrum sinnum, vertu stífur og slakur á víxl. Áður en þú veizt af ertu sofnaður. ■Jt 11. Eða þú teygir þig þang- að til þér finnst þú vera orð- inn svona um það bil fimm metrar á lengd! Þá slakarðu aft- ur á. Gerðu þetta nokkrum sinnum og finndu hvað vöðvarn- i-r njóta þess_ ýt 12. Liggðu kyrr. Reyndu að koma þér þægilega fyrir, slak- aðu svo á öllum vöðvum og liggðu kyrr. Srnám sarnan fer þig að syfja. Reyndu að hugsa ekki urn neitt sérstakt, vera alveg hlutlaus. 13. Geispaðu. Lokaðu aug- unum og æfðu þig í að geispa eins hjartanlega og þú getur. Upp aftur og aftur. Finnurðu hvað þig syfjar? -jér 14. Eins og ský. ímsmdaðu þér hugsanir þínar eins og ský sem fljóta á' bláum himni — þú veizt hvað það er róandi að liggja endilangur á bakinu og horfa upp í himininn á fal- legurn sumardegi. Þú hoi-fir á skýin líða hægt yfir liimininn, en þú ferð ekki að elta þau eða reyna að ná þeim. Sama með hugsanirnar. Leyfðu þeim að svífa eins og þær vilja Þær koma þér ekkert við nxina. Srnám saman verður lengra á milli þeiri-a, himininn verður heið- skír — og þú ei-t steinsofnaður. tSt 15. Þú getur rifjað upp at- burði dágsins í huga þínum, byrjað á kvöldin og rakið þig hægt aftur á bak. En gættu þess að vera hlutlaus áhorfandi. Þetta kemur þér ekki við, þú horfir á atbui'ðarásina eins og kvikmynd, en tekur engan þátt í henni tilfinningalega séð. 16. Andaðu djúpt og reglu- bundið. Æfðu þig í að anda lxægt og reglulega svolitla stund. Finnurðu hvað hugurinn róast og kyrrist? Reyndu að anda me/i maganum; hæg kviðaröndun lijálpar þér til að slaka vel á (sama gildir á daginn ef þú ei't taugaspenntur eða órólegur — reyndu þá að anda hægt og djúpt nokkrum sinnum og not- aðu kviðaröndun en ekki brjóst- öndun). ■fc 17. Kaffi er tvíeggjað sverð. Flestir eiga erfitt með að sofna ef þeir di'ekka stei'kt kaffi seint á kvöldin. Svo eru aðrir sem verða dauðsyfjaðir af því Þetta stafar af því, að taugakerfið þarf að vei'a í jafnvægi. Ef þú ert taugaspenntur, verkar kaffi illa, því að það gerir þig enn spenntari. En ef þú ert oi'ðinn of þreyttur til að geta sofnað og úttaugaðui', þá getur kaffið hresst þig mátulega - xnikið, þannig að þú eigir hægara með að sofna. Íc 18.Áfengi. Ekki ráðlegt. Það er slæmt fyrir lifrina og stór- háskalegt að gera það að vana að drekka áfengj til að róa sig. Sarna má segja um sígarettui'. Það er fölsk ró sem þær gefa, og miklar reykingar valda oft svefnleysi. •ýc 19- Sykurmoli og glas af vatni. Ef blóðsykurinn er orð- inn of lítill að magni, getur ver- ið gott ráð að drekka eitthvað sætt. Bezt er ein teskeið af hun- angi leystu upp í heitu vatni. -^-20. • Heit mjólk með hunangi eða sykri. Kalkið í mjólkinni r verkar róandi á taugarnar, og heit mjólk hefur sálfræðileg á. hrif, • minnir á bernskudágana. •Jc 21. Grasaseyð; af ýmsu tagi, piparmyntute og fleira þess hátt ar getur 'vérkað vel fýrir svefn- inn. Ef þú venur þig á að drekka bolla af heitu grasate áður en þú fei'ð í rúmið vérkar það smám saman eins og aðrir fastir siðir og tilheyrir undir- búningi svefnsins. ■ýc 22. Liggðu ekki- svangur í rúrninu. Það er hvort tveggja jafnslæmt fyrir svefninn að boi'ða of mikið og vei-a of inn- antómur. Ef bú borðar- of lítið á kvöldin getui'ðu vaknað um miðja nótt vegna hungurs. Þá getur mjólkurglas eða grasate nægt til að þú sofnir aftur. -^- 23. Of þreyttur til að sofna? Reyndu að gera nokkrar léttar líkamsæfingar. Beygðu þig fx'am, svo að blóðið streymi til höfuðs- ins. Andaðu svo nokkrum sinn- Fi'amhald á 15. síðu. Fiskiðjuver Seyðisfjarðar er til sölu, eða eftir atvikum leigu, ef um semst. Upplýsingar í Fjármálaráðuneytinu. Bifreiðastjórar Oskum að ráða tvo gætna og van-a bifreiða- stjóra til aksturs í leigubifreiðum. BIFREIÐASTÖÐ STEINBÓRS. sími 11588. Lokað mánudaginn 2. júlí veg’na sumarleyfisferðar starfsfólks. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Tilboð óskast í smíði og uppsetningu loftræstu kerfis í hús Handritastofnunar og Háskóla ís lands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 1.000.- skilatryggingu. Lokað vegna sumarleyfa 15. júlí til 8. ágúst. GLER og LISTAR Sími 36645 — Dugguvog 23. Auglýsingasími: 14906 1. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.