Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 1
Fimmtudagur 6. júlí 1987 — 48. árg. 149. tbl. — VERÐ 7 KR. UPPREISN í KONGÓ? New York, 5.7. (NTB-Reuter). STJÓRN Kongó-lýðveldisins sneri sér í dag tii Öryggis- ráðsins með' beið'ni um, að innrás máialiða í Kongó yrði tckin til umræðu hið allra fyrst. Þessar fréttir eru hafðar eftir góðum heimildum í að'albækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. í gærkvöldi bárust fréttir um að Mobutu forseti hafi látið loka landamærum Kongó og lýst yfir neyðarástandi i landinu. Hann ihefur og leitað aðstoðar anna.ra Afríkuríkja vegna „erlendrar árás ar“ á austur héruð landsins, en Mobutu fullyrðir að tvær óþekkt- ar erlendar flugvélar hafi flutt erlenda málaliða til Kisangani, og erlendir landnemar hafa ráðizt á setulið stjórnarinnar í Bukavu. Mobutu lýsti þessu yfir í útvarps ræðu í gær og talaði einungis í þrjár mínútur. Utanríkisráðuneytið í Washing- ton skýrði frá því í gær að upp- reisnarmenn úr Kongóher hefðu tekið bæinn Bukavu herskildi und ir forystu erlendra málaliða, en ekki er þessi atburður talinn standa í sambandi við landgöngu málaliða í Kisangani. Talið er að þessir síðustu at- burðir geri enn ólíklegra en ella að Moise Tsjombe, fyrrum for- sætisráðberra Kongó, verði fram seldur til Kongó, en hann situr nú í fangelsi einliversstaðar í Al- sír. En ekkert er vitað um hvað Alsírmenn ætlist fyrir með Tsjom be. ísland studdi S-Am. tillöguné 2NGIN þeirra ályktunartil- lagna, sem lágu fyrir Allsherj- | arþingi Sameinuðu þjóðanna ■ og greidd voru atkvæði um í | fyrrakvöld, hlaut þann 2/3 hluta atkvæða, sem nauðsynleg ur er til þess að tillaga teljist samþykkt þar. ísland greiddi atkvæði með tillögu Suður-Ameríkuríkj- anna, en gegn tillögu lilut- lausu rikjanna, sem Júgóslavía átti upptökin að. ísland sat hjá, þegar greidd voru atkvæði um þá tillögu Pakistana, að Jerúsalem yrði sett undir al- þjóðlega yfirstjórn, — en sú tillaga var samþykkt á þing- inu. Loks var samþykkt, með öllum greiddum atkvæðum, til- laga um aðstoð við flóttamenn á þessu svæði. Kísilgúrverksmiðjan tekur til starfa í nóvemben BYGGINGARKOSTNAÐ- UR UNDIR ÁÆTLUN Efri myndin sýnir framkvæmd ir Kísilgúriðjunnar h.f. við Mývatn. Á myndinni eru frá vinstri: Brennarahús, vatns- hreinsiturn, hráefnisgeymir, • aðalframleiðsluturn, vöru- skemma og hús undir skrifstef ur, mötuneyti og efnafræði- FRÉTTAMAÐUR Alþýðublaðs- ins var staddur í Mývatnssveit fyrir nokkrum dögum og skoðaði við það tækifæri Kísilgúrverk- smiðjuna, en framkvæmdir við hana ganga mjög vel, og niun liún taka til starfa l. nóvember næst- komandi. Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri Iíísiliðjunnar h.f. og Josepli Polfer verkfræðingur voru að sýna forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, verksmiðjuna þeg- ar við komum, en að því loknu báðum við Pétur að segja okkur frá gangi framkvæmda hjá Kísil- iðjunni h.f. Byggingaframkvæmdir hófust ; árið 1965, þegar ákveðið var að setja upp dælukerfi, en það var nauðsynlegt til að fram gætu far ið frekari rannsóknir á hráefninu. í fyrrasumar var unnið að öllum undirstöðum og lokið við bygg- ingu undir skrifstofur, mötuneyti og efnafræðistofur. Þá voru einn- 'g byggð í fyrra stór turn og vöru skemma. 1 apríl s. 1. hófust framkvæmdir að nýju af fullum krafti, og í sum ar verður einkum unnið hér á verksmiðjusvæðinu. Er aðallega um að ræða ýmiss konar fagvinnu svo sem járnsmíði, rafsuðu og geysimikla rafmagnsvinnu. Samtals starfa nú hér nálægt 100 manns, sem skiptast á mis- munandi verk. Hér eru t.d. 20 menn frá Iðju á Akureyri við byggingu húsa fyrir starfsfólk, 20 verkamenn vinna við vatnslagn- r, en auk þess starfa hér fjöldi I iðnaðarmanna. Folfer verkfræðingur, sem er ábyrgur fyrir uppsetningu allra tækja skýrði því næst vinnslu verksmiðjunnar. Hráefninu er dælt úr vatninu í stóra þró, það an sem það er tekið, þegar vinnsl an hefst. Fyrst er leðjan hituð upp og blönduð brennisteinssýru, síöan er öllu vatninu náð úr henni og hún tekin inn í gufuþurrkara, sem fullþurkar kísilgúrinn. Úr þurrkaranum fer hann upp í efn- isgeymslu, þaðan sem honum er blásið upp í 34 metra háan turn, en á leiðinni niður úr honum eru öll óhreinindi hreinsuð burt og efnið aðskdst. Það sem ekki verð ur nýtt rennur burt en hitt fer jj inn í 30 metra langan ofn, sem j hitar efnið upp í 1400 gráður. A.0 j! lokum er efnið aðgreint í fjórar 5 tegundir eftir komastærð. Pétur sagði, að framkvæmdir gengju mjög vel og væru l.kur fyr ir því að afköstin yrðu meiri og Framhald á bls. 14 stofur. Á myndinni hér ft-rir neðan eru frá vinstri: Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, Karl Rolvaag, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi og Pé . ir Péturs son, framkvæmdast.óri Kisil-i iðjunnar h.f. Þeir Bjarní og; Rolvaag skoðuðu Kí i lgúrverk. smiðjuna sl. þriðjud- T. .ftgS'ov

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.