Alþýðublaðið - 06.07.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 06.07.1967, Page 2
Sýning á rússnesk- um eftirprentunum í DAG verður opnuð sovézk málvérkasýning1 í Unuhúsi við Veghúsastíg. Á sýningunni eru 60 eftirprentanir eftir ýmsa kunna fiovézka málara, ásamt sýnishorni af rússneskum listaverkum. Allt er þetta til sölu við hóflegu veröi. Ragnar Jónsson í Smára stend- ur að: sýningunni, en hann keypti allar myndirnar, þegar hann fór til Rússlands í vetur. Ragnar fékk tvö eintök af liverri mynd og er annað á sýningunni, en hitt gaf Ragnár í Kjarvalssjóð og verða þau seld á uppboði innan skamms. Þegar tíðindamenn komu að skoða sýninguna, var þar staddur N. Vazhnov, Ambassador Sovét- rilkjanna á íslandi og svaraði hann spurningum þeirra. Kvað hann ríkja almennan listáhuga í Sovét ríkjunum. Eftirprentanir á mál- verkum væru tiltölulega skammt á veg komnar, en nú væri hafið stórátak í þeim efnum, til þess að gera öllum almenningi kleyft að njóta málaralistarinnar. Kvaðst hann Ragnari mjög þakk látur fyrir frumkvæði hans til að koma sýningunni hér upp. Reka ekki herinn burt með hervaldi Hinn 1. júlí sl. voru starfsmenn Loftleiða á íslandi — aðflugliði meðtölflu — 828. Nokkur aukning verð- ur jafnan á starfsliði Loftleiða yfir sumarmánuðina og er fjöldi starfsmanna mestur á þeim árstíma, Frá því á sl. áramótum hafa um 160 nýir starfsmen i komið til Loftleiða. Þar er hundraðstala nemenda úr framhaldsskólum mjög há, eða um 46%. Munu >umir þeirra halda áfram störfum í haust en aðrir iiverfa til náms. Meðal nýliðanna að þessu sinni er hópur 10 nýstúdenta, sem starfar nú í hinum ýmsu de ldum félagsins, og er myndin af þcim. Moskva, 5/7 (NTB-Reuter) — Stjórnmálaleiðtogar í Moskvu gáfu hað i skyn í dag, að þeir reikn- uðu ekki með því að beita her. raldi á næstunni í því skyni að fá ísraelsmenn tii þess að fara ineð heri sína burt af herteknu livæðunum. Aðalritari kommúnistaflokksins, Lenonid Bresjnev, sagði í ræðu við hátíðlega atliöfn í Kreml, að Sovétríkin og Arabaþjóðirnar ættu f stjórnmálastríði með það mark- mið fyrir augum, að fá ísraels- liienn til þess að fara heim með Jieri sína. Bresjnev hélt ræðuna, aðeins nokkrum klukkustundum oftir, að tillögu Sovétmanna liafði verið hafnað á Allsherjarþinginu, — en í þeirri tillögu voru ísra- elsmenn lýstir árásaraðilar. Hann eagði í ræðunni, að Sovétríkin fityddu frelsi og samstöðu Araba- ríkjanna. Við veitum víðtæka að. fitoð, — bætti hann við Bresjnev hélt þessa ræðu yfir nýútskrifuðum sjóliðsforingjum úr herskólanum í Moskvu. Hann tal- aði um heimsókn Nikolajs Pod- gornijs, forseta, til Egyptalands, Sýrlands og írak, og sagði, að sú ferð mundi styrkja vináttu- böndin á milli Sovét og þessara þjóða og styrkja samstöðu þeirra í hinu stjórnmálalega stríði í Aust urlöndum nær. Hann minntist ekki beint á vopnasendingar til Egyptalands, — sem oft hefur verið rætt um, — en sagði, að Arabar hefðu látið það í ljósi, hve mjög þeir mætu aðstoð Sovétríkjanna. Aðalorsök árásar ísraels á Araba er að finna hjá bandarískum og brezkum heimsvaldasinnum, sem vilja kveða niður allar frelsis- hreyfingar i Austurlöndum nær. Aðalatriðið í þessari deilu eru á- tök heimsveldissinna og þeirra, sem vilja þjóðfrelsi, lýðræði og þjóðfélagslegar framfarir, sagði Bresjnev. Frá Happdrætti Alþýðublaðsins DREGIÐ var hjá Borgarfógeta í Reykjavík 23. júní s. 1. í Happdrætti Alþýðublaðsins. Vinningar komu á þessi númer: 12144 Flugferð fyrir tvo með þotu Reykjavík — Kaupmannahöfn — Reykjavík. 28896 Ferð fyrir tvo með skipi til meginlands Évrópu. Vinninganna ber að vitja á skrifstofu happ- drættisins á Hverfisgötu 4. Opið alla virka daga frá kl. 9—5 nema laugardaga kl. 9—12. Happdrætti Alþýðublaðsins VINNA AD MALAMIÐLUN Helsingfors, 5/7 (NTB-Reuter) — Sendinefnd’r Finnlands og Sví- þjóðar á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna eru sammála um það, að bezt sé að útbúa mála. miðlunartiilögu, sem gæti öðlast samþykki á Allsherjarþinginu, sem nú reynir að finna einhverja Hussein í Rómaborg Róm, 5/7 (NTB-Reuter) — Hussein, konungur Jórdaníu kom í dag til Rómar frá París til við- ræðna við Saragat, forseta Ítalíu, og Pál páfa um málefni Austur- Ianda nær. Hussein konungur, sem er á heimleið frá fundum Allsherjar- þingsins í New York, mun fá á- heyrn hjá páfanum á morgun. BIDAULI FÆR HÆLI iausn á deilum Araba og ísra. elsmanna. Frá þessu var skýrt í orðsendingu, sem finnska utan- ríkisráðuneytið, sendi frá sér í dag. Sendinefndir þessara tveggja landa munu vinna að því þar til í fyrramálið að setja saman mála- miðlunartillögu, sem von væri til að fengizt samþykkt á Allsherjar- þinginu, — svo að allar umræð- urnar um þessa deilu í Austur- löndum nær yrðu ekki árangurs- lausar. Þegar atkvæði voru greidd um ályktunartillögurnar, sem lágu fyrir Allsherjarþinginu í gær- kvöldi, greiddi Finnland at- kvæði með því, að stöðu Jerú- salems mætti ekki breyta með valdi í tillögunni var einnig gert ráð fyrir að þjóðir heims lofuðu að veita þeim, sem fengu að kenna á styrjöldinni, — ýmis kon ar mannúðarhjálp. Finnar greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu, að ísraelsmenn væru fordæmdir sem árásaraðili og greiddu einnig at. kvæði gegn tillögu Suður-Ámer- íkuríkjanna, sem Vesturveldin, — og einnig Danmörk og Noregur, greiddu atkvæði með. Svíar greiddu þessari tillögu ekki at- kvæði. Finnland og Svíþjóð sátu hjá, þegar atkvæði voru greidd um tillögu hlutlausu ríkjanna, — en Danmörk og Noregur greiddu atkvæði á móti tillögunni. SÆMDIR FRÖNSKUM ORÐUM Björn Björnsson sýslu- maður í Rangárvallasýslu hefur verið sæmdur franska heiðursmerkin Chevalier de TOrdre National du Mérite. Lúðvík Hjálmtýsson, fram kvæmdastjóri hefur verið sæmdur franska heiðurs- merkinu Officier du Mér. ite Agrieole. Belgíska stjórnin hefur raun- verulega fallizt á að veita George Bidault, fyrrum forsætisráðherra Frakkiands, hæli í Beigíu, sem póiitískum flóttamanni. Heimildir segja, að franska stjórnin hafi ekki mótmælt á nokkurn hátt, að Bidault, sem nú er 68 ára, fengi hæli í Belgíu. For mælandi belgísku stjórnarinnar, sem sagði frá ákvörðuninni, sagði, að hæli væri veitt með venjuleg- um skilmálum, — sem sé þeim, að viðkomandi flóttamaður tæki ekki þátt í neins konar stjórnmála starfsemi svo lengi sem hann dveldist í Belgíu. Tjöldum öllum tegundunum í verzluninni 2 6- júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.