Alþýðublaðið - 06.07.1967, Síða 10
Varúð á vegum
Gangandi vegfarendur
l/O Þúa,. Jai fa-r-
Sífellt fjölgar ökutækjum íhér
á landi. Fyrir um það bil 40
árum voru engar bifreiðar hér.
í dag eru þær um 40 þús. og
þeim fjölgar jafnt og þétt. —
Vissulega er gleðilegt að sem
flestir geti eignazt ökutæki,
en það verða alltaf einhverjir
gangandi og þeim mega öku-
mennirnir ekki gleyma.
/?Í>K
Þessi mikla aukning ökutækja
krefst aukinnar aðgæzlu gang-
andi vegfarenda. Þeir hafa göt-
una ekki lengur einir. Á næsta
ári vcrður skipt úr vinstri um-
ferð yfir í hægri umferð og
fyrir þann tíma verða gang-
andi vegfarendur að gera sér
glögga grein fyrir þeim umferð
arreglum, sem þeim ber að
fara eftir. Til að geta mætt
þeim breytingum, sem verða
við skiptin, e'r fyrst og fremst
nauðsynlegt að þekkja hinar
almennu umferðarreglur.
Við verðum að gera okkur
ljóst, að akbrautin er fyrir ak-
andi umferð, en gangstéttir
eða gangvegir meðfram ak-
brautum, fyrir hina gangandi.
Börn eiga erfiðara en fullorðn-
ir með að átta sig á umferð-
inni. Þess vegna verðum við,
hinir fullorðnu að leiðbeina
þeim og vernda þau fyrir hætt-
um, sem að steðja.
Einnig þeir, sem aldraðir eru,
eiga erfitt með að átta sig í
umferðinni. Ofurlítil hjálp frá
hinum yngri vegfarendum
mundi gera allt svo miklu auð
veldara.
Guli borðinn með svörtu depl-
unum, er merki hinna sjón-
döpru í umferðinni. Aðstoðið
þetta fólk yfir akbrautina. Sjá-
ið um að það fari aldrei út á
akbrautina ,ef rautt ljós er,
eða orðið „BÍÐIГ stendur á
umferðarljósinu.
Endurskinið er okkur vörn í
myrkrinu. Ökumennimir koma
miklu fyrr auga á okkur. Marg
ar gerðir eru til af endurskins-
merkjum, svo sem endurskins-
ibörði, sem saumaður er fastur
á flíkurnar, endurskinsarm-
borðar og endurskinsplötur. —
Munið að setja endurskinið
eins neðarlega á föt yðar og
hægt er.
Það er afar vandasamt að
hjóla eða aka vélhjóli í um-
ferðinni. Oftast eru það ungl-
ingar, sem lenda í slysum á
þesssum farartækjum. Sérstak
lega er varasamt að aka þess-
um tækjum í myrkri. Áður en
lagt er af stað, verður viðkom-
andi að fullvissa sig um, að
bæði fram- og afturljós séu í
góðu lagi, að ljósaglerin og
endurskinið sé hreint. Góð var-
úðarráðstöfun er að setja end
ursinsband um báða úlnliði,
það auðveldar öðrum ökumönn
um að sjá þau merki, sem hjól
reiðamaðurinn kann að gefa.
Á því tímabili sem eftir er,
þar til breytt verður yfir í
hægri umferð, skulum við
reyna að læra vel umferðarregl
urnar og fara eftir þeim. Þeim
mun betur sem við erum að
okkur í reglum vinstri umferð
ar, því auðveldara verður fyrir
okkur að skipta.
Geimfari
Pramhald af bls. S.
inn að kynnast Thorne, því
hann er mikill stangveiðimað-
ur, og ég fékk þannig tækifæri
til að fara með honum á veið-
ar. Við fórum í fjölda veiði-
ferða á’samt Pétri Guðmunds-
syni, flugvallarstjóra, m. a. í
Norðurá, að Kirkjubæjar-
klaustri og alls staðar í ná-
grenni Reykjavíkur. Síðan eru
stangveiðar mitt eftirlætis
tómstundagaman.
— Að lokinni dvöl minni
hér á íslandi, fór ég til Kali-
forníu og hóf þar nám í kjarn-
orkuverkfræði jafnframt flug
mannsstarfinu. Síðan fór ég til
New Mexico og vann í kjarn-
orkuveri, einkum að rannsókn-
um á vörnum gegn geimgeisl-
tiltekið árið 1963, var ég val-
inn til geimferðaþjálfunar. —
Jafnframt þeirri þjálfun vann
ég áfram að vörnum gegn geim
geislun.
— í september í fyrra var
ég svo, á'samt Neil Armstrong,
valinn í varaáhöfn fyrir Ge-
mini 11, en það er regla að
hafa tiltæka aukaáhöfn, ef
skipta þarf um menn á síðust'u
stundu.
— Við gerum ráð fyrir því,
að næsta geimferð eigi sér
stað á' fyrsta ársfjórðungi árs-
ins 1968, en um framhaldið er
ekkert hægt að segja að svo
stöddu. Hvað sjálfum mér við-
víkur, þá vonast ég til að kom-
ast hið allra fyrsta í geimferð,
en hvenær það verður get ég
engu um spáð.
— Nei, konan mín hafði ekk
ert, á móti því að ég tók þessu
starfi. Hún gerir sér grein fyr-
r því, að ég er ánægður með
starf mitt og það er henni
nægilegt. Þetta er eins og hvað
annað, sem maður tekur sér
fyrir hendur, því betur sem
þú kynnist því, þeim mun
minni áhyggjum veldur það
þér.
— Ætli erfiðasta raunin á
þjálfunartíma mínum hafi
ekki verið að fara ríðandi á
múlasna upp Colorado-gljúfr-
ið! Mér er sennilega ekki gef-
inn hæfileiki til að fara í lang
ferðir á baki múlasna. En ef
satt skal segja, þá var þjálf-
unin vegna geimferðar Gemini
11 langerfiðust. Þjálfun undir
geimferð er 24 stunda vinna á
sólarhring — og engar laxveið-
ar!
— Það kæmi mér á óvart, ef
Rússar yrðu á undan okkur til
tunglsins. Við keppum að því
að verða þangað fyrstir, en
við munum samt beita kappi
með forsjá svo ekki hljótist
tjón af í framtíðinni.
— Dvölin á Islandi hefur
verið mér mjög ánægjuleg. Ég
hefði bara viljað geta tekið
konuna mína með mér hingað,
en vonandi gefst tækifæri til
þess síðar.
— Ferðin hefur verið ákaf-
lega vel heppnuð fram að
þessu og ég hlakka til að sjá
Surtsey og komast í veiði sunn
anlands. Reyndar þurfti ég
ekki að koma hingað að þessu
sinni, þar sem ég kom með
fyrsta geimfarahópnum til ís-
lands árið 1965 og kunni þess
vegna öll svörin við þeim gát-
um, sem leysa átti í Öskju. Ég
skrapp því í fjallgöngu á með-
an félagar mínir brutu heil-
ann um jarðfræði Öskjusvæðis
ins..
Þegar hér var komið rabbi
okkar Anders, birtust nokkrir
félagar hans og spurðu hann,
hvorf hann ætlaði ekki að
skreppa með þeim í bæinn. Ég
stóð því upp og þakkaði hon-
um fyrir auðsýnda þolinmæði
og .óskaði honum góðrar veiði
í Veiðivötnum. Hann spurði þá
hvort við blaðamenn færum
ekki með þeim um Suðurland.
Varð mér þá að orði hvort þeir
hefðu ekki horn í síðu blaða-
sná’pa, sem eltu þá á röndum
hvert sem þeir færu.
— Okkur hefur samið ágæt
lega við ykkur og • höfum því
ekki yfir neinu að kvarta. —
Sums staðar eru þeir að vísu
eins og mývargur, en mývarg-
urinn er það eina, sem hefur
valdið mér óþægindum á ís-
landi.
Farfugiinn
Frh. af 5. síðu.
báðir þessir fundir voru haldnir
10. apríl síðastliðinn. Þá er einn-
ig sagt frá alþjóðamóti Farfugla
1967, sem fer fram i Kaupmanna-
höfn dagana 4.-6. ágúst.
Þá birtist í Farfuglinum ferða-
áætlun Farfugla 1967, þar eru á
skrá 22 helgarferðir og tvær
lengri sumarleyfisferðir. Fyrri
sumarleyfisferðin verður farin í
júlí, í Arnarfell hið mikla og
Vonarskarð, en sú seinni í ágúst,
austur í Öræfasveit'.
Af öðru efní Farfuglsins má
nefna blómaþátt sem Ólafur Björn
Guðmundsson skrifar, leiðarlýs-
ingu á Heklutind eftir Ragnar
Guðmundsson, grein um þing-
eyska skíðasleðann eftir Sigurjón
Rist og annál um eldgos á' ís-
landi 1901-1967 eftir Gest' Guð-
finnsson.
Khartoum NTB-Reuter)
F.JÓRTÁN manns hafa látið líf-
ið í kynflokkabardögum í tveim
héruðum í suðvestur Súdan, að
því er Súdanstjórn sagði í dag.
— o —
Moskva (NTB-Tass)
AÐALRITARI miðstjórnar tékk-
neáka kommúnistaflokksihs og
forseti landsins, Antonin Novot-
ny, komu í dag í frí til Sovétríkj-
anna. Bresnjev, aðalhiljiri sovi
ézka kommúnistaflokksins, tók á
móti Novotny á flugvellinum.
— o —
Londan (NTB-Reuter)
MÁLVERK eftir ítalska málar-
ann, Canaletto, var selt í dag fyr
ir 100.000 pund á uppboði í Lon-
don. Það er helmingi hærra verð
en nokkru sinni hefur verið greitt
fyrir málverk þessa málara.
un.
— Á meðan ég var að störf-
Ef þér eigið bíl þurfið þér
einnig að eiga gott tjald,
nefnilega pólskt tjald
10 6- júlí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ