Alþýðublaðið - 07.07.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 07.07.1967, Page 3
Brown enn misskilinn London, 6. 7. (NTB-Reuter), Stóra Bretland hefur ekkert á móti því, að' Evrópa fái aukin á- hrif innan alþjóólegrra varnar- bandalaga, án þess þó, að stofn- að sé til sérstaks varnarbandalags Evrópu, sagði Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta, í spurninga tíma í neðri máistofunni í dag. Spurningu varðandi þetta, var varpað fram vegna umnt-æla Ge- orges Brown, utanríkisráðherra, á ráðherrafundi í Haaff, þar sem hann fullyrti, að Stóra-Bretland vildi taka þátt í þróun samcinaðra Evrópu af efnahagslegum, stjórn- málalegum og landvarnaástæðum. Edward Heath, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, tók þessum orð um feginsamlega og sagði, að þau bentu til þess, að verkamanna fiokkurinn liti nú raunsærri aug um á varnarmál. Heath vakti til mikilla um- ræðna fyrr í ár, þegar hann lagði til, að Stóra Bretland og Frakk- land hefðu kjarnorkuvopn sín í standi til þess að til þeirra mætti taka, ef stofnað yrði evrópskt varnarbandalag. En Wilson sagði, að þetta hefði Brown alls ekki átt við. Hann hefði aðeins átt við virkari þátt- töku í þeim varnarbandalögum, sem þegar væru til, t.d. NATO. Ennþá ein Tengda- mamma út um land f næstu viku leggur hópur kunnra leikara upp í leikför út um land. Verkefni þeirra í ferðinni er ,,Eldskírn tengdamömmu", leik rit í 3 ?áttum. Þetta er þriðja leikritið í leikritasyrpunni um> liana tcngdamömmu, sem er sýnt hérlendis. Áður hefur „Tann- hvöss tengdamamma'1 og „Tauga- stríð tengdamömmu" vcrið sýnt en öll Ieikritip eru eftir tvo Eng- lendinga, Philip King og Falk- Iand L. Karry í leikflokknum eru 9 leikarar, þau Emelía Jónasdóttir, Nína Sveinsdóttir, Áróra Halldórsdótt- ir, Lárus Ingólfsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Valgerður Dan, Borg ar Garðarson, Bjarni Steingríms- son og Pétur Einarsson. Bjarni Framhald á 15. síðu. Nína, og Emilía í hlutverkum sínum). VARÐVEIZLA FRIÐAR MEGINSTEFNA KANADA viðtal við Jón P. Sigvaldason sendiherra Kanada á íslandi HÉR á Iandi er staddur Jón P. Sigvaldason, sendilierra Kan- ada á íslandi. Jón er af ís- lenzkum ættum, foreldrar hans voru fæddir í Þingeyjarsýslu, en fluttust á unga aldri til Kanada. Jón hefur aðsctur í Osló, en er liingað kominn í tilefni aldarafmælis sjálfstæð- is Kanada. Við heimsóttum liann á Hó- tel Sögu i gær og áttum við hann viðtal það sem hér fer á eftir. — Hvaða þróun álítið þér mikilvægasta í Kanada síðast- liðin 100 ár? — Þessi spurning er raun- verulega margþætt, því leggja má til grundvallar bæði land- fræðilega og stjómmálalega þróun vísinda og lista svo dæmi séu nefnd. Ég álít þó, að fyrst beri að nefna aukn- ingu landsvæða. Fyrir 100 ár- um voru fylkin í Kanada að- eins fjögur og íbúarnir inn- an við þrjár milljónir. Síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt til ársins 1948 að Ný- fundnaland bættist í hópinn og nú er íbúatala landsins 20,5 milijónir. Þannig hefur Kan- ada þróazt úr litlu ríki á aust- urströndinni í víðáttumikið land, sem nær frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Annað höfuðatriðið er ef til vill stjórnmálaþróunin. í upp- hafi nutum við Iierverndar Breta en á þeim árum var ótti við íhlutun Bandaríkjanna ríkjandi Hins vegar höfum við smám saman axlað skyldur sjálfstæðs ríkis og erum í dag algjörlega óháðir Bretum. Éng- um hefði t. d. komið það til hugar fyrir 100 árum að Kan- ada gæti orðið virkur þátttak- andi í þróun heimsmála. Núna i hefur þetta breytzt og rödd okkar heyrist hjá Same'nuðu þjóðunum, Atlantshafsbanda. iaginu og í Kennedy-umræðun um og víðar. — Hefur þjóðerniskennd far ið vaxandi í Kanada? — Við skulum aðeins rifja upp landnámssögu Kanada, til að gera okkur betur grein fyr- ir þessu atriði. Fyrstu land- námsmennirnir voru Frakkar, sem settust að á bökkum St. Lawrencefljóts. Síðan f-lykkt- ust Bretar þangað, einkum frá Bandaríkjunum, því þeir kusu fremur að vera áfram brezkir þegnar en bandarískir. Og allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri var stöðugur straumur innflytj enda til Kanada alls staðar að úr heiminum, og þá munu í- búar landsins hafa verið að einum þriðja af frönskum upp runa, einum þriðja engilsax- neskum og síðasti þriðjungur- inn var fólk, sem þangað flutt ist víða að, frá ýmsum löndum Evrópu og Asíu. Innflytjend- urnir mynduðu eigin nýlendur eftir þjóðerni, einkum þó fyrsta kynslóðin. Þetta fór dá lítið að breytast með næstu kynslóð og þá komum við að heimsstyrjöldinni fyrri. Þátt- taka Kanada í henni var mjög mikil og landsmenn færðu miklar fórnir En i þeim hi-ldar leik urðu þáttaskil í sögu Kan ada. Þegar kanadísku hermenn irnir klæddust einkennisbún- ingum sínum og blönduðust hermönnum annarra þjóða, vaknaði með þeim sterk þjóð erniskennd, og þeir tóku að líta á sig sem Kanadamenn, en ekki Breta, Þjóðverja eða íslendinga. Það sama endurtók sig i síðari heimsstyrjöldinni. Þessi þróun þjóðerniskenndar hefur vitaskuld tekið langan tíma vegna fjölbreytilegs upp- runa landsmanna, en á 100 ára afmæli sjálfstjórnar Kanada kom það greinilega í ljós, að allir lita á sig fyrst og fremst sem Kanadamenn. En hins vegar eru Kanada- menn ekki fjötraðir i hlekki þjóðarrembings Ástæðurnar eru eflaust liinn sundurleiti uppruni þeirra, þeir eiga ætt- ingja um allan heim. Viðhorf þeirra eru því einnig alþjóðleg, og þeim er þess vegna eðlilegé að líta á okkur heimsins börn sem eina stóra fjölskyldu. — Fer ósamlyndi frönsku- og enskumælandi Kanada- manna vaxandi eð minnkandi? • — Ósamlyndi er ekki rétta orðið, þar sem ekki er til að dreifa neinu ósamkomulagi á milli þessara aðila. Við skul- um strax gera okkur grein fyr- ir því„ að Kanada er ríkja- samband, líkt og Bandaríkin. Sökum stærðar landsins er ó- framkvæmanlegt að landsstjórn in ein 'fari með öll málefni landsbúa, og því er einstökum fylkjum falin takmörkuð sjálf- stjórn. Skipting valds á milli landstjórnarinnar og stjórna fylkjanna er hins vegar alltaf umdeilanleg og hefur verið það Jón 'P. Sigvaldason. í Kanada, aðallega vegna tekna landsstjórnarinnar af sköttum. Hin einstöku fylki krefjast auk ins fjármagns en stjórnin í Ott awa kveðst einnig þurfa á mikl um fjármunum að halda. Ég minnist þess, að fylkin Alberta og Ontario áttu í hörð um deilum við landstjómina fyrir nokkrum árum af fyrr- greindum sökum. Undanfarið liefur það sama verið upp á teningnum í Queebee, og þá álíta flestir. þar sem íbúar fylk isins eru flestir af frönskum uppruna, að um sé að ræða deilur þjóðarbrota. En það er ekki rétt Þetta er sama vanda málið sem hefur verið óleyst s. 1. 100 ár og verður það ef- laust næstu 100 ár: Hvernig á að fara meðalveginn milli valds fylkjanna og skattavalds lands sfjórnarinnar? Vandamál sem þessi krefjast sífelldrar endur- skoðunar og þótt Queebec hafi á síðustu árum verið í sviðs- ljósinu vegna þessa máls, þá er ástæðan eins og fyrr segir eingöngu þessi valdabarátta fylkjanna og landsstjórnarinn- ar, en ekki deila á milli þjóð. arbrota. — Hver eru stjórnarfarsleg tengsl Kanada og Englands. og hvað viljið þér segja um fram tíð þeirra? — í stuttu málf, þá er drottning Englands þ.ióðhöfð- ingi Kanada. Æðsti maður Kan adastjórnar er landsstjórinn, sem gegnir svipuðu hlutverki og drottningin í Er.glandi. — Frh. á bls. 15. 7. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.