Alþýðublaðið - 07.07.1967, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 07.07.1967, Qupperneq 15
Friðiir í Tókíó Frh úr »011 í frægu máli, sem kom upp á árinu 1963, — það var um að ræða barnsrán og morð — 'hvatti sérskipaða rannsóknarmiðstöðin meir en 150.000 lögregluþjóna alls staðar að úr landinu til starfa til þess að komast til botns í þesu eina máli. Það tók 27 mánaða nákvæma rannsókn, þar til sá grunaði var handtekinn. Árið 1966 voru 29 alvarlegir glæpir tilkynntir rannsóknarlög- reglunni. Við árslok var búið að komast til botns í þeim öllum nema þremur. Bækur Frh af 5. síðu. málskyni oe' takmarkaðri í- myndun í máli. Geta t.a.m. oln- bogar orðið „örmagna” (bls. 41)? Ilmur hygg ég sé eintölu- orð, en hér er samt talað um „strendur þungar af næturilm- um” (bis. 43) — sbr. algeng dæmi úr blaðamáli, „ný verð,” „góðir árangrar” og þvílíkt. „Grænblaða tré (bls. 58) er það ekki laufgrænt? Og merkir „taka eld” (bls. 60) raunverulega að kvikna í á íslenzku eins og í eijsku, „take fire”? Þessi dæmi af handahófi eru líklega með þeim lakari í bókinni, en málfar Sigurðar hygg ég sé það sem einkum meinar þýðingum hans að gerast skáldskapur. Bókin er snyrtilega gerð úr garði að hætti Almenna bókafé- lagsins í seinni tíð, kápumynd eftir Eyborgu Guðmundsdóttur. En. Iáðst hefur að fella úr síð- ustu örklnni, mínu eintaki að minnsta kosti, og eru þar fjórar auðar síður milli bls. 70 og 71. En þetta er náttúrlega ágætt fyrir þá sem innblásast til að yrkja sjálíir af bókinni. — ÓJ. Landkynning Framhalci af bls. 2. ir.til, svo að búast mætti við aukn ingu þaðan. Gat hún þess, að um 4000 manns hefðu séð íslenzka landkynningai-kvikmynd, sem skrifstofa sín hefði lánað einni af ferðaskrifstofunum. Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins gat þess, að öll Norðurlöndin fimm væru aðilar að skrifstofunni í Ziirich, öll nema Finnland að skrifstof- unni í Róm, en hins vegar væru íslendingar og Danir einir um skrifstofuna í Frankfurt nú, en áður hefðu öll löndin átt aðild að henni. Hann sagði, að íslendingar gre;ddu 5% af kostnaði við skrif- stofur þessar. Hann benti enn- fremur á, að skrifstofur þessar væru veigamikill þáttur í þeirri landkynningarstarfsemi, sem væri eitt meginverkefni Ferða- skrifstofu ríkisins. Til þe’rrar starfsemi rynni ákveðin upphæð á ári, sem veitt væri af Alþingi, en a.m.k. 50% af kostnað'num við landkynningarstarfsemina væri aflað af ferðaskrifstofunni sjálfri. t.d. með farmiðasölu, minjagripasölu o.s.frv. ftCanadla Frh af 2. síðu. Hann útnefnir ráðherra, und- irritar lög og gefur út alls konnr tilskipanir Hann er jafnframt fulltrúi drottningar í Kanada. En í Kanada eins og Eng- landi er bað ríkisstjórnin, sem raunverulega fer með fram- kvæmdavaidið. Drottningin er sameiningartákn okkar í dag, en eflaust verður þróunin sú, að bessi báttur stjórnarfarsins flyzt til Kanada. — Hvað viljið þér segja um samband Kanada við Bandarík- in? — Það er eins gott og á verður kosið á öllum sviðum. Fyrir kemur, að raddir heyr- ast, sem mæla gegn bandarísku fjármagni í atvinnu- og við- skiptalífí Kanada, og telja það hættuiegt sjálfstæði landsins. En flestir Kanadamenn gera sér grein fyrir því, að án er. lends fjármagns væri Kanada ekki mesta velferðarríki heims, og því geri ég ekki ráð fyrir að nein stefnubreyting verði í þeim málum. — Hvað viljið þér segja um framlag islenzku landnemanna í Kanada? RADWNETTE tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 ÁRSÁBYRGÐ Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 — Miðað við höfðatölu er hlutur Kanadamanna af íslenzk um ættum mjög veigamikill Við getum nefnt mann eins og Vilhjálm Stefánsson, sem var fæddur í Manitoba. Margir á- gætir stjórnmálamenn eru og af íslenzkum ættum. Sem dæmi um framlag þeirra má nefna, að á löggjafarþingi Manitoba eru 56 þingmenn. Fimm þeirra eru af íslenzku bergi brotnir. Þá hafa starfað og starfa í Kanada mjög marg- ir vel metnir lögfræðingar og læknar svo fleiri dæmi séu nefnd. — Hver er kjarni utanríkis- stefnu Kanada? —• Að gera allt, sem stuðla mætti að friði Þess vegna er- um við þátttakendur í banda- lögum eins og Sameinuðu þjóð unum, Atlantshafsbandalaginu, sem við teljum að berjist fyrjr varðveizlu friðar í heiminum. — Vilduð þér segja eitthvað um tengsl Kanada og íslands í dag? — Það gladdi okkur mjög, : að ísland skyldi taka þátt í heimssýningunni í Montreal og kanadíska þjóðin fagnar því innilega, að forseti íslands skuli koma til Kanada til að vera viðstaddur hátíðahöldin í ; tilefni aldarafmælis sjálfstæðis okkar, áður en hann kemur á j heimssýninguna. Og ég fullyrði, þótt mér sé I málið skylt, aS ísland er mik | ils metið í Kanada, og Kanada- ! menn eru mjög ánægðir með hið góða samband. sem ríkir á ; milli þessara landa. V'etnam Framhald af 1. síðu. •til þess að styrkja baráttuhug fólksins, sagði hann. en mesta athygli vakti ræða bandaríska barnalæknisins Benja míns Spoek (sem löngu er heims •frægur orðinn fyrir skrif sín um börn), sem varaði við of mikilli bjartsýni um leið og hann hvatti Tengdamamma Framhald af bls. 3. Steingrímsson er jafnframt leik- stjóri og Pétur Einarsson gerði leiktjöldin. Þýðandi leiksins er Ragnar Jóhannesson. Þær Emelía Jónasdóttir, Nína Sveinsdóttir og Áróra Halldórsdóttir hafa leikið í báðum fyrri leikritunum um •tengdamömmu, enda gjörþekkja þær orðið ihlutverk sín. Frumsýning á leiknum verður á Hornafirði, og síðan verður sýnt á Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði ig víðar á Austfjörðunum. Þaðan verður ferðinni Iheitið vestur Norðurland og henni lokið um miðjan ágústmánuð á Vestfjörð- um. Gera leikararnir þá hlé á sýningum, en taka sig aftur upp I september og fara þá um Suður- og Vesturland, og þá verða einnig sýningar í Reykjavík. Leikirnir „Tannhvöss tengda- ; mamma og „Taugastríð tengda- j mömmu““, hlutu mi.klar vinsæld- ! ir, þegar þeir voru sýndir, og sýn ingar urðu fjölmargar. Er því ekki að efa, að þessi nýi leikur hljóti góðar viðtökur. Framhald á bls. 14. Starfsstúlka óskast í þvottahús að Barnaheimilinu Laugar ási, Biskupstungum í sumar. Upplýsingar í skrifstofu R.K.Í. Öldugötu 4. Sími 14658. FERÐAFÓLK Sumargistihúsið að Reykjaskóla er tekið til starfa. Gisting, morgunmatur, kvöldkaffi. Sumargistihúsið að Reykjaskóla, Hrútafirði. íbúð Óska eftir að taka á leigu 2-3ja herbergja íhúð. Fátt í heimili. Góð umgengni. Upplýsingar í síma 14906. TILKYNNING Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að framvegis verða verksmiðjur vor- ar og afgreiðsla lokaðar á laugardögum. Sömuleiðis fellur niður öll keyrsla á fram- leiðsluvörum vorum þá daga. Sérstaklega viljum vér benda veitingamönn- um og söluturnaeigendum á, að hringja inn pantanir sínar á fimmtudögum svo afgreiðsla megi fara fram á föstudögum. H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Laugavegi 172 — Sími 11390. HUSNÆÐISMALASTOFNUN ríkisins Mmmm Lokað í dag föstudag, vegna skemmtiferðar starfsfólks. HUSNÆÐISMALASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22451 7. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.