Alþýðublaðið - 12.07.1967, Side 3
regnið
Nýja Delhi 1/7 (NTB-Reuter).
Hörmungarástand liefur ríkt í
marga mánuSi £ Norður-Indlandi
vegna sífelldra þurrka. — og vofði
hungursneyð yfir mörgum héruð-
um. Nú er aftur á móti komin
svo mikil rigning á þessum slóð-
um, að flóð hafa orðið og eyði-
lagt ýmis mannvirki. Fólk hefru
orðið að flýja heimili sín og sum-
ir sitja uppi á hæðum með bús-
mala sinn og bíða þess að stytti
upp. Sums staðar hafa akrar eyði
lagzt af vatni, — en annars stað-
ar hefur vatnið orðið sú guðsgjöf,
sem bjargar fjölda fólks frá hung
urdauða.
Frægt danspár
handtekið
Ballettdansararnir heimsfrægu
Margot Fonteyn og Rudolf Nur-
eyev voru tekin höndum í sam.
kvæmi í San Francisco í nótt sök-
uð um að hafa valdið nágrönnum
ónæði og hafizt við í húsi, þar
sem eiturlyf voru höfð um hönd
og klámmyndir sýndar. Lista-
mennirnir voru látnir lausir eftir
nokkrar klukkustundir gegn all-
hárri tryggingu
Færri sprengjur,
íremur samninga
Lansing 11/7 (NTB-AFP) — Ge-
orge Romney ríkisstjóri I Michi-
gan, sem margir telja líklcgan
frambjóð'enda republikana í for-
setakosningunum að ári, mælti £
dag með því að Bandarikjamcnn
drægju úr sprengjuárásum á Norð
ur-Vietnam — en beittu sér frek-
ar að því að sezt yrði að samn-
ingaborði.
Hann sagði þetta á blaðamanna
fundi í borginni Lansing í heima
ríki s£nu í dag.
Hér sjáum við nokkur sýnishorn af tilraunaframjeiðslu Rannsóknar stofnunarinnar: síldarsvil, þorskl’fur í tómat, grásleppu í hlaupi og
pasta, sem er þorsklifur blönduð hrognum
Grásleppa í hlaupi og
þorsklifur í tómat
Rætt við dr. Sígurð Pétursson um
tilraunir með niðursuðu
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins, sem stofnuð var með lögum
árið 1965, en er reyndar arftaki
Rannsóknarstofu Fiskifélags ís-
lands, framkvæmir þýðingarmikl-
ar rannsóknir á liráefnum og
framleiðslu fiskiðnaðarins í því
skyni að tryggja fyllstu nýtingu
hráefna og gæði afurða. í verk-
smiðju stofnunarinnar hafa und-
anfarið verið gerðar fjölmargar
tilraunir með niðursuðu á ýms-
um fiskafurðum, ýmist að beiðni
áhugamanna um framlelðslu eða
að frumkvæði stofnunarinnar.
Við höfðum tal af dr. Sigurði
Péturssyni, sem hefur umsjón með
þessum tilraunum, og báðum hann
að segja okkur frá helztu verk-
efnum stofnunarinnar að undan-
förnu. Verða hér á eftir raktar
niðurstöður nokkurra þeirra til-
rauna, sem gerðar hafa verið.
þó blandaðri þorskhrognum. Hrá
efnið er hakkað, blandað saman
og búnar til pöstur, sem síð-
an eru kryddaðar á ýmsa
vegu og soðnar niður eins og
lifrarkæfa. Enn hefur ekki tekizt 1
að finna markað fyrir þessa fram- i
leiðslu, en svipuð vara er að koma
á markaðinn erlendis og taldi Sig
urður þetta vera geysigóða fæðu.
Rannsóknarstofnunin gerði hins
vegar ekki annað en sýna fram-
leiðendum vörumar, svo væri það '
þeirra að afla markaða og hef ja I
framleiðslu ef ástæða þætti til. j
Eftirspurn er geysileg eftir i
þorsklifur, og nokkrir innlendir
aðilar munu hafa í huga að byrja
niðursuðu á henni með útflutning
fyrir augum Einkum sækjast .
Frakkar og fleiri þjóðir Suður-
Evrópu eftir lifrinni.
Þorsklifur og lirogn
Tijraunir hafa verið gerðar til
^ niðursuðu á þorsklifur, einkum
Grásleppa.
Eins og kunnugt er hafa grá-
sleppuhrogn verið notuð í kavíar,
Sérfræðingarnir, frá vinstri Sigurður Pétursson, dr. phil, Ámi Jóns-
son, matreiðslumaður og Páll Pétursson, efnatæknifræðingur.
: .
. ■. •,
c- ‘ „
. ■.
s.\ i
Þctta er eitt aðaltækið, svonefndur þrýstisjóðari, en £ lionum eru dósirnar ásamt innihaldi „soðnar
niður" og varan þar með tilbúin til neyzlu.
en neyzla grásleppu hefur aftur á
móti farið s£minnkandi. Við tók-
um því upp á því að sjóða hana
niður i hlaupi þannig að gráslepp-
an var fyrst roðflett, pækluð og
forsoðin, og fiskinum síðan pakk-
að í glös og hlaupinu hellt á,
sagði Sigurður. Þetta virðist á-
gætis matur, en markaður hefur
enn ekki verið fundinn fyrir þessa
framleiðslu, sem er alveg ný af
nálinni.
Þorskhrogn
Innlend niðursuðuverksmiðja
gerði tilraunir með suðu á þorsk-
hrognum í löngum, sem gerðir
voru úr mismunandi gerviefnum.
Hrognin voru hrærð og blönduð,
eins og við niðursuðu, s£ðan sett
í langa, forsoðin og fryst.
Sigurður sagði mikla eftirspurn
vera eftir þorskhrognum, og í
Bretlandi væri stór markaður fyr-
ir þau Þau eru soðin niður í
stórar dósir, 1200 grömm að
þyngd, og talsvert seld þannig til-
reidd til Bretlands. Það munu að.
allega vera tvö fyrirtæki. sem
leggja stund á þessa framleiðslu,
Steikt síld
Rannsóknarstofnunin veitti ein-
um utanaðkomandi aðila aðstöðu
og aðstoð við tilraunir með steik-
ingu á síld, og hugleiðir hann nú
að koma upp verksmiðju m.a til
þess arna. Sagði Sigurður, að ár-
angur hefði orðið góður af til-
raunum þessum, en við íslending
ar værum óvanir síldarneyzlu,
hins vegar framlerddu Þjóðverjar
heil ósköp af síldarréttum. Settu
þeir steiktu síldina í súra sósu,
en tilraun sú, sem gerð var hér,
var einmitt eftir þýzkri uppskrift.
Kræklingur
Tilraunir voru gerðar með nið.
ursuðu á kræklingi bæði í súr og
| Frh. á' 15. síðu.
12. júlí -1967
ALÞYÐUBLAÐH) 3