Alþýðublaðið - 12.07.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 12.07.1967, Side 7
Flestar konur búast við því, að þær verði sólbrúnar eítir nokkra daga í sól og fríi. En það er ekki svo auðvelt og á heldur ekki að vera, því að húðin þarf að venjast sólargeislunum, þá brenn- ur hún ekki. Húðin hefur eitt- hvað vanizt sólinni i vor, en fæst- ar eiga þess kost að liggja í sól- baði hvern sólardag, heldur verða að bíða eftir fríinu og þá er eftir að vita hvort sólinni þóknast að láta sjá sig. Til að vernda húðina skuluð þið nota góða sólarolíu eða sól- krem. Finnið það, sem hæfir bezt húðinni, því að ekki lientar öllum það sama. Olíuna eða krem ið á að bera á, áður en farið er í sólbað og bera á aftur eftir nokkra klukkutíma, þó að ekki sé enn verið í sólbaði. HREINLÆTI er dyggð og ekki sízt í hitanum. En þó að farið sé kvölds og morgna í bað, komast sumir ekki hjá því að svitna í hita og þeim sem hættir sérstak- lega til að svitna, ættu að nota svitaeyðandi sápu á hverjum morgni. Þvoið ykkur vel með henni og skolið með volgu vatni. Allir — það ætti kannske að vera óþarfi að taka þetta fram — bera eftir baðið svitaeyðandi meðal undir hendur. Og ef heitt er í veðri á að þvo sér oft á dag undir höndum. Og svitameðalið á allt af að vera í töskunni eða ferða- töskunni, hvert sem farið er. Hár undir höndum verður allt af að fjarlægja með jöfnu milli- bili. Auðveldast er að fjarlægja hárin með lítilli rakvél, sem auð- velt er að taka með sér í ferða- lög, einnig er gott að nota hár- eyðingarkrem. En ef krem er not- að, verður að prófa fyrst á húð- inni hvort viðkomandi hefur of- næmi fyrir kreminu. Einnig verð- í SUMARSÓL OG FRÍI PaS @r hásimiar og tfmi sólbaSa ©g si/marfrfa. En þegar vi3 liggjym í sélbaði, megum við ekki gleyma því að sólin ©g útiloftið þurrkar húðina, svo að nauðsyn- iegt er að hugsa vel um að snyrta hana. Esnnig þarf að hugsa vel um hárið og ýmislegt fSeira, sem segir frá hér á eftir. ur að muna eftir því, að minnst 24 stundir verða að líða frá því að hárið er fjarlægt, þar til not- að er svitameðal og þá er sama hvor aðferðin hefur verið notuð. Fæturnir verða að vera fal- legir, þegar við göngum í opn- um sandölum. Hærðir fótleggir eru ekki beint aðlaðandi, heldur ekki grófir hælar og skakkar tá- neglur. Hár á fótleggjum má fjar- lægja, annað hvort með lítilli rakvél eða háreyðandi kremi, en auðveldast og fljótlegast er að nota rakvél. kvöldin úr heitu sápuvatni og setjið síðan fingurgómana ofan i skál með volgri olívuolíu með nokkrum sítrónudropum. Nuddið hendurnar vel í ea. þrjár mínútur. Að sjálfsögðu á svo að sverfa neglurnar, og mýkja naglaböndin með sérstöku kremi og síðan að lakka þær. Ef að nöglunum hætt- ir til að springa fást sérstök nagla lökk, sem eiga að styrkja negl- urnar. Og þau eru notuð undir litaða lakkið. Ef hugsað er um neglurnar samkvæmt framan- sögðu munu hendurnar haldast fallegar og neglurnar sterkar. Við verðum líka að liugsa vel um neglurnar í fríinu. Nuddið hendurnar og sérstaklega negl- urnar með feitu kremi nokkrum sinnum á dag eða nuddið fingur- gómana með olíu — t. d. vanalegri sólarolíu — þar til neglurnar eru orðnar heitar og geta tekið til sin næringu. Þvoið hendurnar á Augun og umhverfi þeirra eru sérstaklega viðkvæm yfir sumar- mánuðina, hin mikla sólarbirta verður til þcss, áð við pírum aug- un og hrukkur myndast í kring. Þess vegna verður að hugsa sér- staklega vel um augun yfir sum- arið. Gott er að skola augun á hverjum morgni úr kamillute eða saltvatni og með því má koma í veg fyrir bólgur og augun verða björt og frískleg. Notið aldrei venjulegt krem á húðina í kring um augun. Það er of þungt og skaðar meira en gagnar. Sérstök krem fást' til að bera á hina við- kvæmu húð í kringum augun. En gleymið ekki að setja upp sólgieraugu, þegar farið er út í sólina. Þau varna óvelkomnum hrukkum og vernda augun gegn of sterku ljósi, en þá verður líka að vanda val sólgleraugnanna. Þó að ekki hafi verið mikið um sól og heita daga undanfarið, gætu þeir þó komið enn og ef mikiíl hiti er, finnst mörgum gott að bregða sér í kalda sturtu til að kæla sig. En þetta er alrangt. Kalda sturtan kælir aðeins augna blik. Brátt er húðin orðin heit aftur og fötin límast við kropp- inn. Kalda vatnið örvar blóðrás- ina mjög mikið. Þess vegna er bezt að byrja á því á heitum dög'- um að fara í ylvolgt bað. Ilmandi baðsalt hressir lika. Sama er að segja um kvöldbaðið, það á að vera ylvolgt. Vel á að hugsa um hárið. Notið' sem minnst af hárlakki í sumai- hitanum, leyfið hárinu að hvílast og gefið því nauðsynlega nær- ingu. Notið eins lítið púður og mögu- legt er. Leyfið húðinni að anda og eftir sumarfríið hafið þið yngst’ upp, hafið fallega húð, glansandi hár, fallega fætur og hendur. 12. júlí 1967

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.