Alþýðublaðið - 18.07.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 18.07.1967, Page 3
6 keppendur á svifflugmótinu UM þessar mundir stendur yfir svifflugmót íslands, að Hellu á Rangárvöllum. Var mótið sett á laugardaginn, en fyrsti keppnis- dagurinn var i gær. Á mótinu eru 6 keppendur og keppa þeir um tit ilinn ,,íslandsmeistari í svifflugi". Þetta er í þriðja sinn, sem íslands mót er haldið í þessari grein. Fyrsta mótið var haldið árið 1958, en öll mótin hafa verið haldin að Hellu. Flugmáiafélag íslands stendur að rnótinu, en það er félag, sem flugáhugamenn hafa stofnað, til þess að kynna og efla flugmál hér lendis. Þá hefur félagið beitt sér fyrir frömun flugíþrótta, svifflugs, fallhlífastökks, vélflugs og módel- flugs og hefur staðið fyrir keppn um í þessum greinum. Flugmálafé lag íslands er aðili að Alþjóðasam bandi flugmálafélaga, F.A.Í., og ’hefur tekið virkan þátt í störfum þess. Mikill áhugi er fyrir flugíþrótt- um hérlendis og er svifflugið vin- sælast. Hafa íslenzkir svifflugs- menn tvisvar tekið þátt í lieims- meistarakeppni í svifflugi, árið 1960 í Köln í Þýzkalandi og 1965 í Bretlandi. í vélflugi er ihaldið mót annað hvert ár og keppt um veglegan bikar, sem olíufélagið Skeljungur hefur gefið, og hópur fallhlífastökksmanna hefur um nokkurn tíma stundað æfingar í fallhlífarstökki úti á Keflavíkur- flugvelli, Um þessar mundir tekur einn íslendingur þátt í fallhlífar- stökksmóti á Norðurlöndum. ! Engar keppnir hafa verið haldn I ar í módelflugi, en samt eru all- Framhald á bls. 15. íý/íííí Tekur fyrir útflutning íslenzkra osta til USA? Jöhnson Bandaríkjaforseti gaf hinn 30. júní síðastliðinn út til- skipun um, að stórlega skyldi dregið úr innflutningi ýmissa mjólkurafurða, svo sem osta, smjörs o.fl., að því er bandaríska stórblaðið New York Times herm StúKka drukknar SÁ hörmulegi atburður varð á Neskaupstað s 1. föstudag, að 6 ára gömul stúlka, Kristín Ingólfs- dóttir, drukknaði í sundlaug stað arins. Kristín hafði farið með nokkr- um vinstúlkum sínum í laugina Frh. á 14. síðu. ir. Snertir þetta okkur íslendinga allmjög, þar sem við höfum flutt út mikið af osti til Bandaríkj- anna á betra verði, en við höfum fengið annarsstaðar. Benda nú allar líkur til að við verðum að leit nýrra markaða fyrir ostinn okkar, en þessi ostútflutningur er stór liður í landbúnaðarútflutn- ingi okkar. Ástæða fyrir ákvörðun Banda- ríkaforseta er hin megna óánægja, sem mikið hefur borið á meðal bandarískra bænda undanfarið vegna mikils innflutnings á ýms- um landbúnaðarvörum til Banda- ríkjanna, sem hafa veitt þeim harða samkeppni um markaðinn. Hafa fulltrúar landbúnaðarfylkj- anna í fulltrúadeild Bandaríkja- þings lengi haldið uppi harðri baráttu fyrir heftingu þessa inn- flutnings og nú fengið sitt mál fram. Ostaútflutningur okkar til Bandaríkjanna hefur staðið í 3 ár, en 'áður voru V.Þýzkaland og England helztu ostkaupendur okk ar. Svo sem fyrr segir er þessi ost útflutningur allstór hluti af heiíd arútflutningi okkar af landbúnað arafurðum og er það meinlegt að verða fyrir skakkaföllum á þess um vettvangi því að nóg eru vandamál landbúnaðarins fyrir, að ekki fari að bætast við. Dýrbítur gerir usla i Biskupstungum i Heilu hverfin þjóta upp Nú er sá tími, þegar unnið er af hvað mestu kappi að íbúða- byggingum um land allt. Á með- fylgjandi myndum getur að líta tvö ný íbúðahverfi, Fossvogs- hverfið sunnan Bústaðavegar og Strandahverfið í Mýrarhúsa- landi á Seltjarnarnesi. Eins og myndin sýnir ganga byggingaframkvæmdir í Foss- vogi greiðlega, og þegar litið er af Nýbýlavegi í Kópavogi yf- ir dalinn, fæst góð heildarmynd af þessari nýlendu Reykvíkinga. í dag er að vísu ekki annað að sjá en gráa steinkumbalda og moldarflög, en áður en langt um liður verða þarna grasi vax nar flatir og litskrúðug hús,— Þetta nýja hverfi mun síðan vaxa í austurátt, því að svo er ráð fyrir gert, að á næsta ári verði úthlutað lóðum undir 253 íbúðir í austari hluta Fossvogs. Á þeim lóðum er reiknað með 48 einbýlishúsum, 151 raðhúsi og lóðum undir fjölbýlishús með samtals 54 íbúðum. Það verður ekki með sanni sagt, að grannar okkar á Sel- tjarnarnesi hugsi smátt þessa dagana. Þar er mikið byggt og stórt. Mestu byggingarfram- kvæmdirnar á Nesinu um þess- ar mundir eiga sér stað í landi Mýrarhúsa og þar er að rísa glæilegts hverfi einbýlis- og rað húsa, svokallaðar strandir. — Þarna verður útsýni fagurt' til sjávar með Esjuna í bakgrunn. Byggingarframkvæmdir hófust í fyrra og er nú unnið við tvær götur, Látraströnd og Barða- strönd. Við Látraströnd verða 10 einbýlishús og 25 raðhús, en við Barðaströnd 10 einbýlishús og 18 raðhús. Nú þegar hefur Frh. á 14. síðu. SLÁTTUPk. er mi hafinn í Bisk- upstungum. Ekki er það þó þar fyrir, að hændur telji tún sín fullsprottin, því að spretta hefur verið með afbrigðum léleg, heldur EKIÐ Á BARNAVAGN KL. 13,30 ók ieigubíll aftur á bak á bartiavagn, sem stóð fyrir utan Garðs-Apótek; barnavagninn skemmdist mikið, en barn, sem í lionum var, sakaði ekki. Farið var með það á Slysavarðstofuna til rannsóknar í öryggisskyni. vilja menn nota brakandi þerr- inn, sem verið hefur undanfarið. Jafnaðarlega hefja bændur í Biskupstungum slátt þremur vik- um fyrr en nú er gert, en sumarið hefur komið óvenju seint og tún- in verið lengi að jafna sig eftir kalskemmdir vetrarins. . Nú um helgina lauk rúningu víðast hvar og er það einnig 3 vikum seinna en vant er. Þegar smalað var til rúnings urðu bændur varir við dýrbít og fund- ust 3 kindur bitnar til dauðs. Þóttust menn þar kenna á vegs- ummerkjum gamlan ref, sem í fyrra sumar gerði bændum illa grikki án þess að til hans næðist. Ekkert gren hefur unnist í vor, enda á Skolli gott til varnar í hraununum þar eystra, þar sem nóg er góðra felustaða, en yfir- ferð erfið mönnum. 18. júlí 1967 - ALÞYÐUBLAÐHD 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.