Alþýðublaðið - 18.07.1967, Qupperneq 5
VALASH
Lisíi yfir
ferðabækur
18. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ g
BORGARBÓKASAFN Reykja-
víkur hefur sent frá sér bóka-
lista nr. 2 1967 um nýjar bæk-
ur sem skráðar hafa verið í safn-
inu síðan listi nr. 1 kom út í
apríl síðastliðnum. Á þessum
lista eru 644 bókatitlar, og eru
skáldrit á ensku stærsti í'lokk-
urinn, 121 bókartitill. Næst
koma skáldrit á dönsku, 72 titl-
ar, sagnfræði 49, skáldrit á
sænsku, 48. Ævisögur 44, landa-
fræði og ferðir, 39. Náttúrufræði
32 og íþróttir og leikir 30 titlar.
Bókalistar Borgarbókasafnsins
liggja frammi í útlánsstöðum
safnsins í borginni frjálsir öll-
um sem hafa vilja.
Þá hefurBorgarbókasafnið og
gefið út lista yfir nýlegri ferða-
og landafræðibækur um Evrópu-
lönd, sem til eru í safninu. Er
þetta einkum gert til hægðar-
auka þeim, sem ferðast ætla til
þessara landa og óska að auka
þekkingu sína á þeim og þjóðum
þeirra, áður en þeir leggja upp
í ferðalagið.
Bæklingurinn liggur frammi í
bókasafninu sem og ferðaskrif-
stofum borgarinnar.
áycífsiÐ
í AlþýðublaðiiHi
MAivoIN að ofan er ekki af nýrri flugstöð úti í heimi, heldur er þetta Umíerðamiðstöðin í Reykjavík. Sú bygging hefur verið lengi
í smíðum og stóð þó lengst á þessum mikla glugga, sem er raunar^öll suðurhlið hússins. etta er glæsilegt að utan og sjálfsagt verg-
ur afgreiðslusalurinn skemmtilegur, þótt heitt kunni stundum að vérða þar í sólinni. Umferðamiðstöðin hefur orðið farþegum lang-
leiðabíla til mikilla þæginda og á Iþó eftir að njóta sín enn betur þegar frá líður og allt verður í hana komið, sem þar á að verða
ungir
velja
Ungtemplarar fagna
æskulýðslöggjöf
NÍunda ársþing íslenzkra ung-
templara var haldið á Sjglufirði
dagana 30. júní til 2. júlí s. 1.
Þingið sóttu um 30 fulltrúar frá
ungtemplarafélögum víðs vegar
af landinu, auk stjórnar og
nefndarformanna samtakanna.
Forseti þingsins var kjörinn
Gunnar Lórenzson Akureyrt og
ritarar Valur Óskarsson Hafnar-
firðj og Brynjar Valdimarsson
Kópavogi.
Við þingsetningu fluttu ávörp
og kveðjur séra Ragnar Fjalar
Lárusson og Eiríkur Sigurðsson,
skólastjóri á Akureyri, en erindi
á þinginu flutti Ólafur Ragnars-
son, fulltrúi. Þá ávarpaði þing-
fulltrúa í hófi, sem deildin á
Siglufirði efndi til, bæjarstjóri
Siglufjarðar, Stefán Friðbjarn-
arson.
★ 1200 félagsmenn.
í skýrslu stjórnar íslenzkra
ungtemplara, sem formaður sam
takanna, Einar Hannesson, flutti,
kom fram að mikil gróska hef-
ur yerið í starfseminni á liðnu
starfsári. Stofnaðar hafa verið
fjórar nýjar deildir á Akureyri,
í Kópavogi, Keflavík og á Akra-
nesi. — Mcð tilkomu þessara
deilda, verða aðildarfélög ÍUT
14 talsins með samtals um 1200
félagsmenn.
Framhald á bls. 15.
merkisstaða m. a. í Rósadalinn
en Búlgaría er víðfræg fyrir rósa
rækt og framieiðslu ilmvatna
og rósaolíu. Heimsótt verða göm-
ul klaustur og aðrar fornar
byggingar, ennfremur litazt um
í teppavefnaðarbænum Kotel, á
vínekrubúum og samyrkjubú-
um. Þar að auki eru skipulagðar
á hverjum degi sjö daga hring-
ferð um Búlgaríu, eins dags ferð
til Mamaia í Rúmeníu, tveggja
daga ferð til Búkarest, eins dags
ferð til Búkarest, eins dags ferð
til Odessa, eins og hálfs dags
ferð til Istanbul og flugferð. til
Aþenu og Egyptalands. Þessar
Búlgaríuferðir eru hópferðir
með íslenzkum fararstjórum.
Svo ráðgerum við ferð til
Rússlands á 50 ára byltingaraf-
mælið, sagði Kjartan, flogið^
verður héðan til Helsinki 28.
okt. og komið heim 18. nóv. og
á þeim tíma verður farið suður
í sólskinið í Kákasus. Svo eru
Eystrasaltsfcrðir, ein sténdur
yfir, hópurinn kemur aftur 26.
júlí og Hallgrímur Jónasson er
F’-h á bls 15
Ferðaskrifstofan' Landsýn hef
ur að undanförnu auglýst ferðir
til Búlgaríu og fleiri landa. Því
sneri blaðamaður Alþýðublaðs-
ins sér til Kjartans Helgasonar,
forstjóra Landsýnar og spurðist
fyrir um það, hvernig Búlgaríu
ferðunum væri háttað og hvað
helzt væri að sjá í því vísa landi.
Kjartan sagði að fyrsta ferðin í
sumar yrði farin 31. júlí hinar
síðari 21. ágúst og 4. og 11. sept
ember. Flogið er frá Keflavík til
Kaupmannahafnar og stanzað
þar tæpan sólarhring, og því
næst flogið til Sofíu og farið
þaðan til sólbaðstrandarinnar
Slanjev Brjag og dvalizt þar á
tveimur hótelum í grenndinni.
Þetta er aðallega baðstrandar-
ferð og gert ráð fyrir að dval-
izt verði um hálfan mánuð á
ströndinni. Þar er hægt að una
við ýmiss konar leiki og skemmt
anir, margvíslegir skemmtikraft-
ar koma fram, dansleikir verða
og sýnd verður þjóðleg list og
skrautsýningar. Auk þess er efnt
til eins og tveggja daga skoðun-
arferða til nálægru borga og