Alþýðublaðið - 18.07.1967, Side 8
VAR GIFI OG A
ÞAÐ vakti mikla athygli, þegar
það fréttist, að ítalska kvikmynda
leikkonan Claudia Cardinale ætti
son og væri leynilega gift. Clau-
dia hefur oft verið að því spurð
í viðtölum blaða, hvort hún væri
ekki ástfangin, leynilega trúlof-
uð o. s. frv., — en aldrei hef-
ur hún gefið jákvætt svar. Blöð-
in voru farin að skrifa um hana
sem dularfulla stjörnu, sem
skeytti ekki um neitt nema starf-
ið, — hirti ekki um ástarævintýri
og hjónabönd. — En svo kom
sem sagt upp úr kafinu. að hún
átti 8 ára son, sem heitir Patric.
Hann fæddist í London 19. októ-
ber 1958, — en hefur alizt upp
á Ítalíu hjá foreldrum Claudiu.
Og ofan á allt þetta fréttist líka,
að Claudia hefur verið gift kvik.
myndaframleiðandanum Franco
Cristaldi í nokkra mánuði, án
þess að segja heimsblöðunum frá
því.
Norkst Ukeblad birti nýlega við
tal við Claudiu, þar segir hún upp
alla söguna, — að því er blaðið
segir.
Claudia segir:
Það hljómar kannski lágkúru-
lega, — en ég get ekki lýst síð-
ustu átta árum með öðru betra
orði en víti. — Það er sjálfsagt
ekki auðvelt fyrir aðra að skilja,
hvernig ég hef haft það. Ég hef
lifað tvöföldu lífi. Annars vegar
hef ég verið kvikmyndastjarna
með öllu, sem fylgir því starfi,
— ferðalög, frægð, auglýsing,
glitrandi dýrð. Hins vegar einka
líf mitt, sem enginn þekkti, —
fullt af angist og áhyggjum og
örvæntingarfullum tilraunum til
þess að halda syni mínum frá
forvitni umheimsins. Það var
hræðilegt að geta ekki- umgengizt
hann eins og hver önnur móðir
umgengst bamið sitt.
Á hverjum einasta degi komu
ný vandamál til sögunnar, sem
ég varð að yfirvinna Ég var stöð
ugt milli vonar og ótta: — Ætli
ég fengi nokkum tíma að öðl-
ast þau einföldu mannlegu rétt.
indi að njóta venjulegs fjöl-
skyldulifs? Á hverjum' degi lifði
ég tvöföldu lífi. Annars vegar
var framhliðin, sem allir sáu, —•
brosið, sem ég setti upp fyrir
ljósm.vndarana, sem tóku myndir
af mér, — bakhliðina sá enginn,
en þar var sorg, áhyggjur' og
mörg tár.
Það eru margar ástæður til
þess, hvers vegna ég þagði um
þetta allt. Ég gerði það ekki með
vitað vegna þess að ég væri
hrædd um, að það drægi úr frama
mínum, ef vitað væri, að ég ætti
son, og að ég væri ástfangin af
Franco Cristaldi. Ég hef alltaf
litið á framann e!ns og eitthvað
óviðkomandi einkalífi mínu. Áð
minnsta kosti mundi ég hiklaust
hafa fórnað framanum fyrir son
minn, ef því hefði verið að skipta.
Ég hef þagað yfir þessu öllu,
drengsins vegr.a, til þess að særa
hann ekki, sem er svo lítill og
viðkvæmur, með því að skýra
frá öllu í sambandi við fæðingu
hans. Þegar rétt stund væri kom-
in átti hann að fá að vita allt.
og ég held, að hann hefði skilið
það.
Nú hef ég ncyðzt til að gera
það, áður en réttr tíminn var
kominn, — og ég vona að guð
hjálpi mér. Prestur nokkur er
að reyna að útskýra þetta allt
fyrir Patrick núna Sannleikur-
inn er ekki flókinn, — en kann-
ski reynist drengnum erfitt að
skilja hann núna. Að hann á ekki
lengur að kalla foreldra mína
mömmu og pabba eins og hann
hefur gert og talið sjálfsagt. —
Hann sá, að öll börn áttu pabba
og mömmu, eg það hlaut hann
líka að eiga. Presturinn verður
að segja honum, að það er ég,
sem er mamma hans, þótt hann
hafi kannski undir niðri haft grun
um það, — hann hefur nefnilega