Alþýðublaðið - 18.07.1967, Side 14
Ljósmæðrafélag
Reykjavíkur 25 ára
PENINGUM STOL-
IÐ ÚR BIFREIÐ
í gær á timabilinu frá kl. 16.30
— 19.30 var stolið 18 þús. kr. úr
bíl, sem stóð á bílastæði hjá Land-
smiðjunni við gatnamót Sölvhóls-
eötu og Klapparstíg:s. Þegar bíl-
stjórinn yfirgaf bifreiðina, sem er
rússnesk jeppabifreið R-2053,
ftleymdi hann peningaveskinu í
vasa á fiík, sem í bifreiðinni var
og þegar hann svo kom- aftiu-, lá
veskið á gólfinu í bílnum, en pen
ingarnir voru horfnir. Raunsóknar
lögreglan biður þá að gefa sig
fram, sem hugsanlega gætu gefið
einhverjar upplýsingar um stuld-
inn og hafa ef til vill séð einhvern
á ferli við bifreiðina á ofan-
greindu tímabili.
íbúðahverfi.
Framhald af 3. síðu.
verið flutt inn í nokkrar íbúð-
ir við Barðaströnd og áætlað er
að á þessu ári verði flutt' inn
í meirihluta hinna nýju íbúða.
Malbikun gatna er í fullum
gangi, og verður stefnt að þvi,
að götur verði malbikaðar sem
mest þá er flutt verður í hús-
in, en auk þess verði sem fyrst
lokið malbikun eldri gatna á
Nesinu.
Stúlka drukknar.
Framhald af 3. síðu.
síðari hluta dags. Var þá nokkuð
fólk í lauginni. Virðist svo sem
vinstúlkur Kristínar hafi farið
upp úr Iauginni, en aðrir laugar-
gestir ekkert tekið eftir henni
fyrr en ungur aðkomupiltur, sem
var að synda í lauginni, rakst á
Jiana marandi í hálfu kafi.
Voru þegr hafnar lífgunartil-
raunir og læknir kallaður í
skyndi, en án alls árangurs.
Kristín var einkabarn hjón-
anna Ingólfs Ingólfssonar, raf-
virkjameistara og Svanbjargar
Gísladóttur.
Geimfar.
Framhald af bls. 2.
átti að lenda. rofnaði sambandið
við það og enginn veit hvernig
lendingin hefur gengið, né hvort
aftur næst samband við geim-
farið. Vísindamennirnir telja það
ekki útilokað, — en eru vondauf-
ir. Enginn veit, hvaða bilun hef-
ur komið til sögunnar þarna rétt
fyrir lendingu.
íþróttir.
Framhald 11. síðu.
betur en Valsliðið, sem í fyrstu
virtist bókstaflega ekki átta sig á
hinum stormandi hraða mótherj-
anna, sem einnig sýndu all góðan
samleik, en nýting tækifæranna
og skotin voru þó ekki að sama
skapi.
Vals vörnin átti þó oft í vök að
verjast, en hélt þó vöku sinni.
En án tilþrifa og þróttmikillar
markvörzlu Sigurðar Dagssonar
hefðu úrslitin orðið önnur. Má í
þessum leik telja Sigurð þann
Valsmanninn öðrum fremur sem
þakka má jafnteflið, og að annað
stigið féll Val í skaut, í þessum
hraða leik. Af framherjunum var
Hermann beztur, og Ingvar vann
af miklum dugnaði, en framlínan
í heild átti þó ekki nærri eins góð
an leik og oft áður.
Guðjón Finnbogason frá Akra-
nesi dæmdi leikinn og gerði því
hlutverki sínu góð skil.
EVIörg slys.
Framhald af 1. síðu.
Bifreiðin, sem ekið var aftur á
bak er sjálfskipt, og segir bíl-
stjórinn að fótur sinn hafi runn
ið af hemlastiginu á benzíngjöf
ina og Guðmundur klemmst á
milli pallanna. Guðmundur mun
hafa marist innvortis og liggur
enn á sjúkrahúsi.
Á sunnudag 'kl. 18.50 varð það
slys um borð í Gull-Þóri við
bryggju í Stykkishólmi, er verið
var að flytja ís um borð, að skip
stjórinn, Eyjólfur Ólafsson varð
fyrir ísrennu og lilaut áverka
innvortis. ísinn var fluttur á
bíl niður á bryggju og hvolft af
palli ofaní rennu eða trekt niður
í lest. Eyjólfur stóð á þilfarinu
ásam tveim mönnum til að
stjórna rennunni. Rennan offyll
ist, og slitnaði aftan úr hílnum
og lendir á Eyjólfi. Hann var
fluttur á sjúkrahús illa marinn
og kvartaði um þrautir innvort-
is.
Einar Halldórsson bifvélavirki
skaðbrenndist, er hann var að
vinna að rafsuðu undir bifreið
á bílaverkstæði sínu að Holti við
Vegamót í Miklaholtshreppi.
Benzínrör toefur annað hvort lek
ið eða sprungið og neisti hlaup-
ið í, því að bifreiðin varð alelda
á svipstundu. Einar brenndist
mikið á hálsi og bringu og liggur
nú á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
þar sem nú er farið að þrengjast
um sjúkrarúm.
LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reyk.iavík-
ur hélt hátíðlegt 25 ára afmæli
sitt í Domus Medica s. 1. laugar-
dag. Meðal gesta var Guðmund-
ur Thoroddsen, prófessor og flutti
hann kvæði úr „Læknaljóðum“
eftir sjálfan sig.
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur
var stofnað 19. júní 1942. Stofn-
endur voru sex starfandi Ijósmæð
ur í Reykjavík. Fyrsti formaður
þess var Rakel P. Þorleifsson. —
Tilgangur félagsins var eins og
segir í 2. grein félagslaga: að
auka samvinnu starfandi ljós-
mæðra í höfuðstaðnum. glæða á-
huga þeirra fyrir öllu því, er að
starfi þeirra lýtur, svo að þær
á hverjum tíma séu hæfar til að
gegna þeirri köllun, sem Iþeim er
ætluð.
Þessi- tuttugu og fimm ár, sem
liðin eru frá stofnun félagsins,
hefur það reynt að bæta aðstöðu
mæðra og barna með ýmsum
hætti, nægir að nefna stofnun
Heimilishjálpar í Reykjavík, sem
Reykjavíkurborg rekur. Stofnað
var mæðraheimili í Reykjavík fyr
ir einstæðar mæður og starfaði í
nokkur ár, en var síðan, illu
heilli, lagt niður végna húsnæð-
isleysis.
Líknar- og menningarsjóður Ijós
mæðra var stofnaður árið 1949 til
st.vrktar fátækum ljósmæðrum og
til að kosta þær til náms erlend-
is. Sá sjóður hefur vaxið hægt,
en á þessu ári standa vonir til,
að bæði ljósmæðx-afélögin sam-
eini sjóði sína. Ættu þeir þá að
koma að meira gagni.
Ljósmæðrafélagið hefur haldið
basar og merkjasölu ár hvert til
þess að efla hag félagsins. Fyrir
dugnað og fórnfýsi ljósmæðranna
stendur hagur þess með miklum
blóma. Fest voru kaup á húsi í
Hveragerði árið 1958 og hefur
þar' verið síðan hvíldai'- og sum-
arheimili- Ijósmæðra.
Ljósmæðrafélagið bauðst til
að sjá um viðgerð og viðliald
á hiisi Þorbjargar Sveinsdóttur,
ljósmóður, ef borgaryfirvöldiir
Iétu flytja það að Árbæ. Var
ætlunin að konia þar upp safní
og vildu margir gefa því muni
eða veita því annan stuðning.
Því miður varð ekkert af þeirri
fyrirætlan. Húsið var molað
og ekkert eftir af því nema
ljósmyndir.
Félagið hefur gefið fé til líkn-
arstofnana kr. 10.000,00 til Hall-
veigarstaða kr. 10.000,00 til
Barnaspítalasjóðs Hringsins. —•
Þessu fé átti að vex'ja til að'
styrkja börn, sem þurfa að leita
lækninga ex'lendis.
Nú, í tilefni afmælisins gefa
ljósmæðurnar kr. 5.000,00 í Ut-
anfax-asjóð hjartveikra barna. —
Framhald á bls. 15.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VANTAR
ÚTBREIÐSLUSTJÓRA
ALÞÝÐUBLAÐIÐ