Alþýðublaðið - 21.07.1967, Síða 11

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Síða 11
TVÖ GLÆSILEG MET I SUNDI Sjö íslendingar taka þátt í Norðurlandamóti í sundi Jón Magnússon móttekur verðlaun fyrir sleggjukast. Methafinn, Þórður Sigurðsson, fylgist með. Góður árangur í kasti - sveinamet í fyrrakvöld settu tvær ungar stúlkur íslandsmet í sundi. Sig- rún Siggeirsdóttir, Ármanni setti met í 200 m. bringusundi, synti ó 2:54,1 mín. Gamla metið var 3:01,6 mín. en það átti Matthild- ur Guðmundsdóttir, Ármanni. Metið var sett í nýju lauginni í Laugardal. íslandsmet í 25 m. laug á Hrafnhildur Kristjánsdótt- ir, Ármanni en það er 2:48,0 mín. Þá setti Guðmunda Guðmunds- dóttir, Selfossi íslandsmet í 400 m. skriðsundi, synti á 5:22,2 mín. Gamla metið, 5:27,4 mín. átti Hranfhildur Krisjánsdóttir, Ár- manni, sett á Sundmeistaramóti íslands nýlega. Þetta er mjög góður árangur l hjá Sigrúnu og Guðmundu, þær eru báðar 13 ára gamlar og sér- staklega efnilegar. Dagana 9. og 10. 'ágúst verður háð Norðurlandameistaramót í sundi í Kaupmannahöfn. Af ís- lands hálfu keppa þar Guðmund- ur Gíslason, Ármanni, Guðmund- ur Þ. Harðarson, Ægi, Hrafnhild- ur Kristjánsdóttir, Ármanni og Matthildur Guðmundsdóttir, ÁÁr- manni. Nokkru síðar eða 13.-15. ágúst fer fram í Linköbing í Sví- þjóð Evrópumeistaramót unglinga í sundi 15 ára og yngri. Þar keppa Sigrún Siggeirsdóttir, Ármanni og Ólafur Einarsson, Ægi, og e.t. v. Guðmunda Guðmundsdóttir, Selfossi. Þau taka þá einnig þátt í Norðui’landamótinu, sem áður hefur verið nefnt. ÍR sigraði í Reykjavíkurriðli Bik arkeppni FRÍ, sem lauk á Laugar dalsvellinum í fýrrakvöld. ÍR-ing A-B-Holbæk mófið í FYRRAKVÖLD hófst AB - Holbæk mólið. Leiknir voru fjórir leikir. Tveir á Meiavelli, einn á Háskólavelli og einn á Kefla- víkurvelli. Á Melavellinum léku AB og Valur og lauk þeim leik með sigri AB 4-2. A tímabili var staðan 2-2. Hinn leikurinn var leikur Holbælc og Vikings og sigrð uðu Víkingar með 3 mörkum gegn 1. Á Háskóiavellinum léku Þróttur og rram (,,unglingalands- liðið“), og lauk þeim leik með sigri Fi-amara 2-0. Má segja að Þróttararnir íhafi staðið sig vel jiar sem mikil skakkaföll hafa gengið yfir iiðiö að undanförnu, auk þess sem í liöi Framara eru 9 unglingalandsliðsmenn. í Kefla- vík léku KR og ÍBK og var þessi leikur einnig leikur í íslandsmót inu. Þessum ieia lauk með sigri Keflvíkinga 3-0. Mótið heldur áfram í kvöld og verða þá leiknir 4 leikir, 2 á Melavelli, 1 á Háskólavelli og einn á Keflavíkurvelli. ar hlutu 142 stig, en KR sem einn ig fer í úrslit, 'hlaut 140 stig. Ár- mann hlaut 85 stig. Keppnin milli ÍR og KR var skemmtileg og allgóður árangur náðist í flestum greinum. Jón H. Magnússon, ÍR kastaði sleggju 53.38 m., sem er hans bezti ár- angur og aðeins 85 sm. styttra en íslandsmet Þórðar B. Sigurðsson ar, KR frá 1961. Sería Jóns var mjög jöfn, hann átti fjögur köst yfir 52 m. Ungur hlaupari úr Ármanni, Rúdolf Adolfsson, setti nýtt sleggju- i 400m. sveinamet í 400 m. hlaupi, hljóp 54,0 sek., en gamla metið, sem Svavar Markússon, KR átti var 52 ,4 sek. Rúdolf er sterkur og sér- lega efnilegur. Frli. á 14. síðu. Landsleikurinn háður í kvöld Landsleikur B-liðs Islendinga og Færeyinga, sem fram átti að að fara á Laugardalsvellinum í gær var frestað, þar sm færeyska liðið var væntanlegt til landsins liðið var ekki væntanlegt til landsins fyrr en í gærkvöldi. Leikurinn verður háður í kvöld og hefst kl. 20.30. Þrír af leikmönnum Akureyringa, sem valdir voru hafa tilkynnt for- föll vegna meiðsla, það eru þeir Ævar Jónsson, Jón Stefánsson og Guðni Jónsson. í þeirra stað voru valdir Magnús Haraldsson, ÍBK, Baldur Scheving, Fram og Einar Magnússon, ÍBK. Nýir varamenn eru Þorsteinn Friðþjófsson og Sigurður Jensson, Yal. Færeyingar hafa verið í fram- för í knattspyrnu undanfarið og þó telja verði íslenzka liðið sigur vænlegra, má búast við skemmti- legum leik. Forsala aðgöngumiða hefst kl* 4 á Laugardalsvellinum. ión Finnsson hrl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Málaflutningsskrifstofa. Óðinsgötu 4 — Sími 11043. Handbolti / i í KVÖLD byrjar útimótið í handknattleik karla, en mót ið fer fram á skólamölinni í Hafnarfirði, en svo er kall að portið fyrir framan Lækj arskólann í Haínarfirði. í kvöld leika kl. 20.00 FIl og ÍR og strax á eftir Valur og Haukar. Búast má við spennandi keppni og er fólk hvatt til að koma og fylgj- ast með keppninni. Efnilegar íþróttastúlkur í 100 m. hlaupi. 21. júlí 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.