Alþýðublaðið - 21.07.1967, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Qupperneq 16
TOLLVESEN OG ANNAÐ VESEN í DÖNSKU blaði, sem er að sjá'lf- sögðu ekki sama og „dönsku blöð- in,” sem allar kellingar á ís- landi keppast' við að lesa sér til óbóta, sjáum við, að danska lög- reglan og tollvesenið, eins og það lieitir á því máli, hafi lent í bölv- uðu veseni með sígarettu- og brennivínssmygl. Segir blaðið,- sem er ákaflega trúverðugt, — að danska löggan sé eiginlega búin að gefast upp við að reyna að stemma stigu við smyglinu og taki nú eiginlega ekkert annað en það, sem berst upp í hendurnar á henni. Ástæðan til þessa er sögð vera sú, að ekki sé til mann- skapur til að halda uppi nægjan- lega sterku eftirliti með hinum Iöngu ströndum Danmerkur. Þá' datt okkur í hug, að eitthvað væri nú annað ástandið hér á landi í þessum málum. Að vísu kemur fyrir, að eitt og eitt skip er rifið í sundur, svo að ekki stendur uppi nema skrokkurinn, en yfirleitt þá virðast smyglarar hér annað hvort vera búnir að gefast upp á öllu þessu veseni eða þá að þeim hefur stórfarið fram f faginu, því að það er áreiðan- Iega komið a.m.k. ár síðan skip hefur verið tætt sundur hér á landi. Hitt er svo annað mjtl, að þessi uppgjöf íslenzkra smyglara hlýtur að koma afar illa við skipa- smiði hér á landi, og kann þar að vera að finna skýringuna á erfið- leikum þeirrar iðngreinar. Á und- anförnum árum hafa skipasmiðir Iiér alltaf fengið það verkefni nokkrum sinnum á ári að setja saman eins og púsluspil helztu skip okkar, sem búið var að tæta sundur í leit' að smyglgóssi. Það munar um það. Það er, eins og allir sjá, bráð- nauðsyn á, að eitthvað sé gert til að styðja við bakið á skipa- smíðainaðinum, og þá er aug- sýnilega einfaldasta ráðið að (hvetja þá til dáða, það þarf - líka að hvetja tollarana til dáða við niðurrifið, og það þarf að hvetja alþjóðasamband tollara til dáða, að það leyfi íslendingum að flytja væntanlegt smyglgóss um borð í skip sín, en sendi ís- lenzkum kollegum síðan umsvifa- laust skeyti um magn og tegund- Stúlka, verður með eitt barn, óskar eftir að komast að sem ráðskona á góðu og fá- mennu lieimili.í Reykjavík eða nágrenni. Einhvers konar heimilisaðstoð. Tilboð ásamt uppl. sendist augld. Vísis f. næstk. laugard. merkt „2039”. Augl. í Vi»i ir, svo að þeir viti nokkurn veg- inn að hverju á að leita og í hvaða skipum. Annars kynni svo að fara, að þeir færu að rífa sundur bráðsaklaust skip, sem væri í sjálfu sér ákaflega þarflegt' verk frá sjónarmiði skipasmiða, — en gæti hins vegar leitt til alls kon- ar annarra vandræða, svo sem vöruskorts og hungurs i landinu, ef skipasiglingar legðust algjör- Iega af vegna þess að öll flutn- ingaskip lægju hér sundurflak- andi og skipasmiðir hefðu ekki undan. — Eða hvernig liði mönn um, ef þeir fengju ekki lengur lífsnauðsynjar á borð við enskt kex og danska kökubotna vegna árangurslausrar smyglleitar á kaupskipaflotanum? Nei, það þarf að skipuleggja þetta allt' saman nákvæmlega, bæði sjálft' smyglið og vesenið í toll- inum. ngd A L Já, það má nú segja, þegar maður les Þjóðviljann, að sum- ir eru vísir, en aðrir öðru- vísir. — Það má vera töff að vera miðskipsmaður og mega aldr- koma fram í stefni eða aft- ur í skut. Fröken Þuríður, slappið nú aðeins af. Og ef stillt er á hlustunartækið, er hægt að liækka, án þess að nokkrum bregði. Þetta geta þeir þessír karl- menn, barið trommur, barið konurnar sínar, barið sér á brjóst og barið lóminn, en að þeir geti barið fyrir mann fisk .... 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.