Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 2
2 Sunnudags AlþýðublaSiö — 30. júlí 1967 Hvenær fáum við holdanautakjöt? : Rlaðið leitaði fregna hjá Ólafi E. Stefánssyni, hvað liði ræktun i.oldanautgripa hér á landi og- eagði Ólafur í því sambandi að eamþykkt búnaðarþings fyrir jiokkrum árum um að Ieyfa inn- flutning sæðis úr erlendum holda r.autum lægi nú fyrir landbúnaðar ráðuneytinu, sem fyrir sitt leyti liefði fallizt á hana, en fram- kvæmd strandað á því, að yfir dýralæknir veitti leyfi til innflutningsins, en hann hefur úr skurðarvald í því efni. í Gunnarsholti er blendings stofn út af kú af Gallowaykyni, sem flutt var inn 'árið 1933, en hún átti hér hreinræktaðan kálf. Nýja hafnarskemman í noktun um mánaðamótin HAFNARSKEMMAN á Grandabakka, sem Reykjavíkur- höfn hefur haft í smíðum að vndanförrm mufli væntanlega verða tekin í notkun um næstu mánaðamót. Þá munu á næstu mánuðum hefjast framkvæmdir við byggingu stálgrindahúss fyrir Hafnarsmiðjurmr og bifreiða- verkstæði hafnarinnar, að því er Gunnar Guðmundsson, hafnar- stjóri segir Alþýðublaðinu. Hafnarskemman er mjög stórt hús 2600 fermetrar, sem verður leigt skipafélögunum undir vör- ur og nokkrum útvegsmönnum fyrir starfsemi þeirra. Reykjavíkurhöfn liefur samið um kaup á 1000 fermetra stál- grindahúsi undir Hafnarsmiðjur, og bifreiðaverkstæði, sem rísa á í Örfirisey. Hafnarsmiðja hef- ur verið starfrækt í húsi sunnan Öskjuhlíðar og bifreiðaverkstæð- ið í Múlakampi. Eiríkur Einars- son teiknaði húsið, sem var boð- ið út og lagði Ólafur Hallgríms- son fram lægsta tilboð. Gunnar Guðmundsson sagði að nýbyggingar Reykjavíkurhafnar væru byggðar með það fyrir aug- um, að útvegurinn gæti tekið við þeim og haft gagn af þeim í framtíðinni. Rannsóknarlögreglan lýsir eft ir tvítugri stúlku, Ingibjörgu Salome Sveinsdóttur, Marar götu 4, sem síðast, er til henn ar spurðist, fór um borð í Kronprins Frederik kl. 10 s-1. mánudag. Afkomendur þessara gripa eru svo blandaðir orðnir íslenzkum kúastofni, en reynt hefur verið að mynda nýtt kyn með skyldleika ræktun, kyn, sem líkist Galloway. Með búfjárræktarlögunum 1965 var ákveðið, að skipulögð ræktun skyldi gerð og henni fenginn stað ur á Bessastöðum og átti Búnað arfélagið að hafa eftirlit með ræktuninni, en að öðru leyti átti Bessastaðabúið að sjá um grip ina. Nú gerðist það hins vegar í des. sl. að forsætisráðuneytið á kveður, að þessi starfsemi skyldi felld inn í búrekstur staðarins. Um kjötið af blendingunum, sagði Ólafur, að gerðar hefðu ver ið tilraunir á 16 nautkálfum af Gallowaykyni og öðrum 16 af ís- lenzka kyninu hreinu og hefðu blendingarnir sýnt ótvíræða yfir burði. Fallþungi þeirra hefði að meðaltali verið 197 kg. við 2 ára aldur, en 152 kg af þeim íslenzku. Þeir hefðu og verið mun (hold meiri og vöðvameiri og því verið 'betra kjöt af þeim. Ólafur sagði, að sín stefna í þessum málum væri sú að flytja bæri inn djúp fryst sæði af Gallowaystofni og nautak j ötsf ramleiðsla íslendinga eigi að vera af hálfblendingum. Markaður fyrir kjötið myndi koma og fólk vill gjarnan kaupa fjölbreytt kjöt og borða, en örygg isleysið um gæði gerir það að verk um, að sala á því er minni en ella. Kjötið er nokkuð dýrt og menn verða livekktir ef þeir fá ekki nógu gott kjöt. Nú er verið að Framhald á 13. síðu. SVENSKAI —"~l DEMOKRATEN 1 iSDSS^ „ Arbe tM- BE M(>K\S il'IIGTER. Torxii g>Bdtn:oj»m%r HUFVUDSTADSBUDET |S' DRAMMEN SKAL NÁ BLt OASE - SIDE 3 I TltSMC I MnHBMHBBaHOBE&il ' i! (» ) Hvað skrifa norræn blöð um ísland? Hvað skrifa skandinaviublöðin mikið um ísland í samanburði við það, sem þau skrifa um (hvert annað? Þetta hefur nú verið kannað í danska blaða mannaháskólanum í Árósum og niðurstaðan er í stuttu máli á þessa leið- í dönskum blöðum var stór um meira um sænsk málefni en norsk. Finnskt efni var að eins þriðji hluti hins norska efnis og íslenzkt efni vart þriðji hluti hins. Norsku blöðin skrifa meira um ísland en dönsku og sænsku blöðin. Islenzkt efni í sænskum blöð um var í algjöru lágmarki og nam aðeins einu prósenti af því sem birtist um hin Norð- urlöndin. Rannsóknin tók tvö fjórtán daga tímabiL Atihugaðar voru 3789 grein- ar en af þeim voru aðeins 549 fréttagreinar. Dálkalengd nam 83.768- sentimetrum. Rannsóknin fór fram eftir ósk Norðurlandaráðs, sem lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að Norðurlandablöðin gerðu ekki nægilega grein fyr ir því sem væri að gerast hjá nágrannaþjóðunum. Þaravinnslutilraunir á Breiðafirði ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafði nýlega samband við Sigurð Hallsson verkfræðing, en hailn er sá mað- ur, sem mest hefur rannsakað möguleika á þaravinnslu hér við land, og spurði hann frélta um þetta mál. Tilraunir með þaravinnslu hér hófust eins og kunnugt er árið 1939 í Hveragerði, en stöðvuð- ust fljótt aftur vegna stríðsins. Síðan var byrjað aftur á Stokks- Sænsk bindindissamtök vilja frjálsa áfengissölu! SÆNSKU bindindissamtökin Yerðandi hafa nú tekið upp nýja stefnuskrá, að því er Ar- beiderbladet skýrir frá- Fram- an á hinni nýju stefnuskrá er mynd af blómi í vínglasi, og hið nýja slagorð er: Samfélag án áfengistjóns. í stefnu- skránni segir, að þjóðfélagið eigi að berjast gegn skaðlegum afleiðingum áfengis, en ekki gegn neyzlu þess. Þar segir einnig, að takmarkanir á sölu áfengis hafi mjög vafasamt gildi í baráttunni gegn misnot kun láfengis. Eigi að haga út- sölustöðum eingöngu eftir við- skipta- og þjónustulegri nauð syn. Af öðrum nýjum stefnuskrár atriðum, sem hafa vakið mikla athygli, má nefna það, að 18 ára fólki skuli heimilt að fá keypt áfengi. Hins vegar vill Verðandi beita verðlagningu áfengra drykkja á þann hátt, að hvetja frekar til kaupa á léttari drykkjum, sem hafa minni áhrif, en á sterkum drykkjum. í hinni nýju stefnuskrá Verð anda er lagt til, að sett verði Frh. á 14. síðu. eyri og Eyrarbakka árið 1959 og gekk það vel í fyrstu og .var framleitt þar þangmjöl í fóður- bæt'ir um þriggja ára skeið, cn þá stöðvaðist reksturinn vegna fjárhagsörðugleika. Sigurður Hallsson stjórnaði þangvinnsl- unni í verksmiðjunum á Stokks- eyri og Eyrarbakka og þegar reksturinn lagðist niður þar hélt hann sjálfur tilraunum áfram við Breiðafjörð. Sigurður telur aðstæður á ís- landi einkar heppilegar til þang- vinnslu. Hér er gnægð af þara og þangi og mikil gróska í hvoru tveggja. Ennfremur er hér jarð- hiti til þess að þurrka þarann og þaramiðin við landiö eru þannig að þægilegt er að koma vélum við til þess að skera þarann, en það er mjög þýðingarmikið atriði. — Aðalástæðan fyrir því að þang- vinnslan á Stokkseyri og Eyrar- bakka gekk ekki sem skyldi var hve vélakostur var ófullkominn og vinnubrögð frumstæð. Framleiðsluvörur íslenzkrar þaraverksmiðju yrðu tvenns kon- ar. Annars vegar þangmjöl, sem notað yrði í fóðurbætir og seld- ur á innanlandsmarkað, en mikil eftirspurn er eftir þangmjöli til slíkra hluta. Hins vegar yrði framleitt hráefni í svokallaða al- gylsýru, en hún er mjög dýrmætt efni og mikil eftirspurn eftir henni. Benda allar líkur til þess að auðvelt yrði að fá góða mark- aði fyrir hana erlendis, ef okk- ur tækist að nýta vel aðstæður okkar til þaravinnslunnar. Tilraunir Sigurðar á Breiða- firði hafa gengið vel eftir atvik- um, en illa hefur gengið að út- vega fé til tilraunanna, og starf- semin þar af leiðandi ekki verið mikil í sumar. Vonir standa þó til að framkvæmdir hefjist fyrir alvöru á' næsta vori, en þá er heppilegasti tíminn til þara- skurðarins. Eins og fyrr segir er mjög nauðsynlegt að véltækni sé not- uð í ríkum mæli við þaravinnslu, en vélarnar eru mjög dýrar. — Verður það á einskis annars færl en ríkisins að standa að slíkum rekstri svo að mynd sé á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.