Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 3
Sunnudags Alþýðublaðið — 30. júlí 1967 3 Sátan troðin Sátan reyrð Fullreyrt HEYBAND í HAFNAR- FIRÐI OKKUR þykir líklegt að yngri kynslóðin á íslandi sé ýmist búin að gleyma, eða liafi aldrei kynnzt þeim heyvinnu- aðferðum, sem afar þeirra og ömmur beittu. En víða lif'ir í gömlum glæðum og þess vegna fannst okkur hníiur komast í feitt, þegar fréttamaður blaðs- ins rakst á þessi gömlu lijón við baggabindingu upp á gamla mátan. Og það sem meira er: Við lækinn í Ilafnarfirði um- krir.gd verksmiðjuhúsum og glæsilegum nýjum íbúðarhús- um á þrjá vegu. Myndirnar sýna greinilega vinnubrögðin, eins og þau voru fyrr á öldinni og aftur um all- ar aldir, allt frá því að rakaö er saman í föngin, þau söxuðu og hlaðið upp í bagga, reip- unum brugðið undir og tekizt á um þau til aö herða að bagg. anum, honum velt og reipin tekin í kross og síðan hvern- ig reitt er utan af bagganum að lokum. Því miður er okkur ekki kunnugt um nöfn gömlu hjón- anna, en þó þau hafi að sjálf- sögöu haft spurnir af dráttar- vélum, sláttuvélum og lieyvögn um, hafa þau kunnaö betur við gamla mátann og haldið sig við hann. Túnbleöillinn bar þess og merki, að hann hafði verið sleginn með orfi og ljá en ekk> sláttuvél. Að öðru leyti þarfnast mynd irnar ekki frekari skýringa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.