Alþýðublaðið - 30.07.1967, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 30.07.1967, Qupperneq 6
6 Sunnudags Alþýðublaöið — 30. júlí 1967 wm ' - j piipíis WzxÆmí 11111! || 1 í-i * . illllliii í -a/ ' y ■ ' Xv'í- ...... isllliilsi ■v'í. v'./'y ' í^' R»V.W'X-/Áv/S ii i 11 lllÉÉ ’ «« . /í rn Wt:Í ’í' - •* ’ ■H DJÖFULSKAPUR nútíma stríðs hefur teygt anga sína til stórborga Bandaríkjanna. Rom- ney, ríkisstjóri, sagði á mánu- daginn, að Detroit, fimmta stærsía borg Bandaríkjana og miðstöð bílaiðnaðarins, líti út eins og hún hefði verið sundur- tætt með sprengjum. Eins og venja er tii var þjóðvarliðuni stefnt gegn svörtum uppreisnar- mönnum, en nú voru hermenn einnig kallaðir á vettvang og þeim skipað að kveða óeirðirnar niður með ,.öllum tiltækum ráð- um”. Þetta er í fyrsta sinni, sem bandarískum skriðdrekum er bei-t í striðsaðgerðum í banda- rískri borg. Svartar leyniskyttur eru leitaðar uppi - og skotnar úr þyrlum. Romney ríkisstjóri á mikið undir því, að fólki finnist hann standa sig vel. Um það hefur verið rætt, að hann ætli sér að verða frambjóðandi til forseta- embættisins fyrir republikana næst, og öll þjóðin fylgist nú með því, hvernig honum tekst að leysa þetta vandamál, -sem víða hefur orðið örlagaríkt. Hini m ýmsu blöðum ber ekki saman um, hverjar eru raunveru legar orsakir óeirðanna. Sumir sggja, að þær standi alls ekki í sambandi við baráttu negra all- mennt fyrir auknum borgara- réttindum, eða baráttu fyrir því, að þau lög sem sett hafa verið, séu haldin og ekki forsmán. Þessir menn segja, að óeirðirnar séu verk svartra glæpamanna og uppvöðsluseggja. sem hrífi með sér fákænan fjölda svartra - og hvítra. En aðrir benda á það, að þó að margir taki þátt í þessum óeirðum ýmist vegna glæpa- hneigðar eða fákænsku, -þá só undirrótin hatur hi-ns kúgaða, svarta manns, sem einhvern tíma hlýtur að brjótast út. í bandarískum lögum er á- kveðið, að menn af öllum kyn- þáttum skuli hafa sömu rétt- indi, -en allir vita, að þetta eru lagabókstafir, sem enn eiga eftir að verða að veruleika. Á það er bent, að óeirðirnar hafi oft hafizt út af broslegum smámunum. I einni borg voru tvær ungar, svartar stúlkur að rífast út af hárkollu úti á götu. Hvítur lögregluþjónn kom þar að og bað þær að rífast einhvers staðar annars staðar en á al- mannafæri. En blökkumanna- hverfinu var sagt að hvítur lög- regluþjónn hefði gengið að stúlk unum og spurt þær, hvort þær gætu. ekki komið honum í sam. band við lausláta svertingja- stúlkur. Og allt fór í bál og brand. Á öðrum stað er sagt, að tveír 'þeldökkir bræður hafi ver- ið að rífast, en hvítur lögregla skarst í leikinn. Það var sagt, að lögreglan hefði beitt fanta- brögðum, og það var nóg. Á enn einum stað var ungur, svartur hermaður hengdur fyrir glæpi, sem búið var að dæma hann fyrir mörgum árum. Þetta leiddi til uppþota. Á enn einum stað hófust óeirðir eftir að það fréttist, að lögreglan hafði skot- ið svertingjapilt. — Þetta eru dýr,-er haft eftir lögregluþjóni, sem vann við að skakka leikinn í Detroit. Kann ski er ekki von til að honum tákist að stökkva eldana í negra hverfunum. Telst varla í frásögur færandi þótt svertingjapiltur sé skotinn til bana eða hengdur? Svertingjarnir eru fyrstir í her inn en síðastir í háskólana, er sagt víða í Bandaríkjunum. Efn- aðir foreldrar kosta kapps um að senda syni á herskyldualdri í há skóla. Þá þurfa þeir ekki að fara til Vietnam- En þær millj ónir, sem búa í negartoverfum stórborganna, hafa ekki um neitt að velja. Frá Suðurríkjunum er sífellt straumur svertingja, sem leita betra lífs í norðri. Leið margra liggur til Detroit, því að sögurn ar segja að bílaiðnaðurinn bjóði upp á mikla atvinnumöguleika, og bílasmiðjurnar eru frægar fyrir það að mismuna minna en aðrir a^vinnuveitendur. En bíla- iðnaðurinn er líka háður sveifl- um á heimsmarkaði, og þegar þar þarf að fækka í starfsliðinu er sama sagan þar og annars staðar. Blökkumennirnir hafa lægst launuðu störfin og þeim er fyrst sagt upp. Skriðdrekar á g íum Deroit. Þjóðvarðliðar voru til kvaddir. í svertingjahverfunum blómstr ar fátæktin. í Detroit eru 4% íbúanna at- vinnulausir, en atvinnuleysi er helmingi meira meðal negra en hvítra manna. dr. Martin Luther King sendi skeyti til Johnson forseta á dögunum og sagði, að gagnger bylting í atvinnumálum væri eina leiðin til þess að koma á þe;m frið og þeirri spekt, sem forsetinn óskaði eftir. Menntunin er eina vopnið í •framtíðinni, sögðu sérfræðing- ar í atvinnumálum, bandarískir sænskir og brezkir, sem héldu fund með sér á dögunum. Svert- ingjarnir í fátækrarhverfum stór- borganna hafa þá litil vopn í höndunum í framtíðinni. Margjr sem komu að sunnan, urðu fyrir sárum vonbrigðum með lífið í norðrinu. Yfirvöldin lofá bættum lífskjörum. dr. Mar tin Luther King, sem hlotið hef- ur Nóbelsverðlaun og alþjóðlega viðurkennjngu, hvetur hin þel- dökku systkini sín til að fara rólega, bíða eftir bættum tím- um. — En yfirvöldin hafa í öðru að snúast en útrýma hreys um svertingjanna, mennta þá, gæta þess að farið sé að lög- um og þeir ekki kallaðir ,,dýr“. Þau senda þá til að berjast í Víetnam. Dr. Martin Luther King fer í mótmælagöngur, — en svart. ur, svangur múgurinn getur ekki beðið. Hann gerir það sem reiður, vanmáttugur maður ger- ir hvar sem er í veröldinni. Hann baðar út öllum öngum og ræðst á hvað sem fyrir er. Og yfirvöldin eiga ekki ann- an kost en að reyna að kveða óeirðirnar niður — „livað sem það kostar — og með hvaða ráðum sem er“, — eins og for- setinn sagði á dögunum. En eldarnir halda samt áfram að brenna. Og nú virðist sem leiðtogar eins og Martin Luth- er King séu að missa tökin. í þeirra stað eru komnir menn eins og Stokely Carmichael, — sem segja: „Allir svartir menn skulu sameinast til þess að berj ast fyrir frelsi sínu“. Einfald- ara getur það ekki verið. Enginn veit, hvaða öfl kunna að leysast úr læðingi. — Vera má, að blóð Abels hafi hrópað of lengi. Sextug í dag: ÓLÍNA BERGSVEINSDÖTTIR í DAG á vinkona okkar, Ól- ína Bergsveinsdóttir sextíu ára afmæli. Ævi hennar hefur verið viðburðarík, en alltaf hefur höfðingsskapur og drenglyndi fylgt henni. Ólína er fædd 30. júlí 1907 á Litlu-Eyri við Bíldu- dal. Foreldrar hennar voru Ing- veldur Benónýsdóttir og Berg- sveinn Árnason vélsmiður. Eftir því sem okkur er tjáð fluttu þau til ísafjarðar árið 1909, og þar stofnaði faðir hennar fyiúrtækið Vélsmiðjuna Þór. 20. maí 1935 giftist hún ein- um af okkar góðu vinum á' Siglu- iirði, Sigurði Sveinssyni verk- stjóra og síðar síldarsaltanda, og þá hófust kynni sem hafa verið farsæl, skemmtileg og góð. Við munum ekki rifja upp erfiðleika ár vinkonu okkar, Ólínu, í þess- ari stuttu afmæliskveðju, — en bjartsýni og traust á samferða- fólkinu hafa lyft henni yfir marga erfiðleika. Að okkar áliti sækir hún dugn- aðinn og hjartahlýjuna til Ing- veldar móður sinnar. Nefna má í starfsferli frú Ólínu, að um sjö sumur var hún ráðskona í sumargistihúsinu í Kirkjubæjar- klaustri og allir munu sammála að þar fórst henni vel stjórn- semi, rausn og alúð við gesti. Frá árinu 1901 hefur hún ver- ið forstýra í Borgartúni, þar sem 12 ríkisstofnanir sjá starfsmönn- um sínum fyrir afgreiðslu á mat Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.