Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 30.07.1967, Page 9
Sunnudags Alþýðublaðið — 30. júlí 1967 9 >ókn í Ás byrgi agerði raman við aðalbyggingarnar. — 2) ið sólstofugluggann og úti á stéttinni lilisins. — 5) Húsið sem Kristmann íbúðir hvert, ætlað hjónum sem vilja. lotkun enn. ÉG KOM um daginn, mest af til- viljun, í elliheimilið í Hvera- gerði og er ég hafði litið þar í kringum mig nokkra stund varð mér ljósara en áður hve sú stoínun er merkileg og af hve mikilli framsýni og- skilningi á þörfuin aldraðra hún er skipu- iögð og rekin. Svo vildi til að fyrir nokkrum dögum hafði verið halúið upp á 15 ára afmæli heimilisins. Þar voru saman komnir fáir menn, starfsfóik og forráðamenn — ekkert tilstand og ekkert auglýs ingasnið. Einhverjir komust þó að hvað um var að vefa, því að m.a. kom heilla- og þakkarskeyti frá Eggert G. Þorsteinssyni fé- lagsmálaráðherra. Og svo heldur heimilið áfram starfsemi sinni í kyrrð, og allt af er verið að gera eitthvað nýtt, bæta einhverju við. Þetta heimili er í rauninni tvær stofnanir sem báðar eru eign Elliheimilisins Grundar Reykjavík sem er sjálfs'eignar- stofnun, alls 19 hús þar af 4 í eigu Árnessýslu. Þessar stofnan ir eru „Elliheimilið Ás“ og Hvíldar- og hressingarheimilið Ásbyrgi“ Ás er uppi á brekkunni en Ásbyrgi er niðri í aðalbyggð inni í Hveragerði vestan hvera- svæðisins, og er aðalbyggingin þar Iiús það er Kristmann Guð mundsson skáld eitt sinn átti. Þar er garðurinn frægi, einn fegursti garður á þessu landi, eða var, flestallar blómaplönt- urnar hafa að vísu verið fluttar á brott, en samt er þetta fagur garður ef vel er til tekið, með háum trjám og íjölbreyttu lands lagi. Hvíldar- og hressingarheimil- ið er nýtt. Það er ætlað til dval ar fyrir fólk sem er nýlega kom ið af sjúkrahúsum, en þarfnast góðra tækifæra til að ná sér Það er mikill sjúkrahússkortur á íslandi, en með rekstri slíkra heimila er unnt að Iosa sjúkra- rými fyrr, án þess að batamögu- Ieikum sjúklinganna sé stofnað í liættu. Dvalarkostnaður er þar 310 kr. á dag eða miklu minna en á sjúkrahúsum. Elliheimilið er húsaþyrping upp á brekkunni í Hveragerði- Höfuðatriði málsins er kannski að elliheimilið er eins og sjálf- síætt hverfi, bæjarhluti, en ekki samfelld bygging. Þar er mikill gróður, há og þroskaleg limgerði hólfa svæðið frá, víðir grænir balar milli húsa og beð með blómum. Svæðið er einfalt að útliti og vekur því strax til- finningu um kyrrð. Innanhúss er fagurt um að litast. Þar eru harðviðarþiljur í nýjustu húsun um, teppi á öllum gólfum, ein- föld húsgögn — og Gísli sagði að sjónvarp mundi verða sett í hverja íbúð. íbúðirnar eru mis- stórar, bæði eins manns og fyr- ir hjón, og af því þetta eru að- greind hús fær öll dvölin á sig meiri einkaheimilis brag, enda eldhús í hverri íbúð eða hverri byggingu, þar sem dvalargestir geta fengið sér kaffi eða haft annað smámall fyrir sig. Þá er meiningin að flytja aðalmáltíðir úr aðaleldhúsinu í íbúðirnar til þess að enn meiri einkablær sé yfir hversdagslegu lífi hins aldr aða fólks. Það einkennir heimilið í lieild hve þar er mikið um blóm. Gísli scgir að blóm og fegurö falli saman við háan aldur og kyrr- látt ævikvöld. Hið aldraða fólk þráir snertingu við Iíf, og blóm eru alls staðar boðberar lífs og fegurðar. Samt er félagsskapurinn senni Iega fyrir mestu, eðlilegt samfé lag við fólk, hvorkj að hópa einhverjum massa af fólki sam an né einangra það- Stofnunin er í heild eins og heimili, en samt hefur hver sitt heimili út af fyrir sig. Gísli hefur oft haft orð á því að Hveragerði eigi að verða staður heilsulinda og hressingar, og hann fór lofsamlegum orðum um Heilsuhæli NLFÍ sem stend ur í austurjaðri þorpsins á bakk anum við Varmá. Enn er ekki Framhald á bls. 14. 2 ára ábyrgð THE TRIBUNE 23' LOWBCY MODEL KO. TCX4CT7 RCAVlCTORÍtú^,, bjóðum við á R C A sjónvarpstækjum sem eingöngu eru ætluð fyrir íslenzka sjónvarpið. Allar nánari upplýsingar veittar hjá R C A - umboðinu, Georg Ámundason & Co., Suðurlandsbraut 10. Símar 35277 og 81180. Radíóstofan sf. Óðinsgötu 2 — sími 14131 Seljum: Útvarpstæki, Sjónvarpstæki, Segulbandstæki og fleira. RADÍÓSTOFAN S.F. Óðinsgötu 2 — sími 14131. Sjónvarpstæki í miklu úrvali. RADIOSTOFA Vilbergs & Þorstéins Laugavegi 72. Auglýsið í Alþýðublaðinu i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.