Alþýðublaðið - 02.08.1967, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Síða 2
Ekkert sannanlegt sam- band milli jarðskjálftanna MIKLIR jarð'skjálftar hafa átt bárum þessa spurningu undir safna'ð um allan heim, en eins sér stað víða um heim undan. farna daga. Hér á landi fund- ust snarpir jarðskjálftakippir í síðustu viku og austur í Tyrk landi og vestur í Venezuela hafa jarðskjálftar undanfarið vaidið miklu tjóni á mannvirkj um og fjöldi- manna Iátið lífið. Talsvert hefur verið um það rætt manna á meðal, livort eitthvert samband kunni að vera á milli þessara náttúru- hamfara, þar sem þær eiga sér stáð á svipuðum tíma. Við höfðum tal af Ragnari Stefáns- syni- jarðskjálftfræðingi, og hann. Kvað Ragnar’ það' aldrei hafi sannazt að nokkurt sam- band væri á milli jarðlirær- inga eins og þeirra, sem nú hefðu átt sér stað. Hins vegar væri það staðreynd, að í viss- um- timabilum virtist svo sem jarðskjálftar væru tíðari en á öð'rum. T.d. liefði jarðskjálftar verið mjög tíðir skömmu eftir síðustu aldamót og mun tíðari en nú gerist. Ragnar sagði jarðskjálfta fræðina vera alþjóðlega vís* indagrein þar sem gögnum um einstaka jarðskjálfta væri og þekkingu manna á jarð- skjálftum væri nú háttað væri það alveg ósannað, að sam- band væri' milli ijarðskjálfta sem yrði á stöðum jafnfjarri hvor öðrum og jarðskjálftarn. ir í Tyrklandi, Venezuela og ís landi. Aftur á móti taldi Ragn ar, að beint samband væri á milli jarðskjálftanna norðan lands og sunnan, sem xu-ðu í síðustu viku, enda áttu þeir sér stað samtímis og á sama jarðskjálftasvæði. Síldveiðin ennþá treg í síðnstu viku héldu skipin sig aðaUega á, miðunum 120—140 sjó mílur SV af Bjarnarey, á 73° n.br. og g° — io° a.l. Þar var bræla á fimmtudag og fram eftir föstu- degi, en annars sæmilega gott veður. Aflabrögð voru treg sem fyrr — miðvikudagur var lang- bezti dagurinn, þegar tilkynnt var urn 4950 lesta afla. Nokkur skip fengu afla í Norðursjó og Skage- rak, og lönduðu sum þeirra er- lendis. í vikunni bárust á land 12.038 lestir, þar af var 797 lestum land- að erlendis, og er heildaraflinn Skipulagsstjórn svarar Náttúruverndarráðinu Blaðinu hefur borizt greinargerð frá Skipulagsstjórn ríkisins varð- andi skipulagningu við Reykjahlíð við Mývatn, og er greinargerð þessi svar við ádeilum náttúruverndarráðs á val vegarstæðis við Mývatn, sem birtust fyrir síðustu helgi. Telur skipulagsstjórn í þess- ari greinargerð að mun meiri náttúruspjöll hefðu oröið að því að velja það vegarstæði, sem náttúruverndarráð leggur til, lieldur en það sem ákveðið liefur verið. Segist skipulagsstjórn leggja áherzlu á að ástunda gott samstarf við náttúruverndarráð, en það þýði Iiins vegar ekki, „ að hún hljóti að samþykkja allt, sem frá því kemur og allra sízt þegar málstaður er jafnlitlum rökum studdur eins og í máli og málflutningur allur af miklu kappi en lítilli for- sjá“. Fara hér á eftir nokkur atriði úr greinargerð skipulagsstjóra: „I lok síðastliðinnar viku lét náttúruverndarráð birta í blöð- um og útvarpi langa greinargerð um fyrirhugað vegarstæði milli Heykjahlíðar og Grímsstaða við Mývatn. í greinargerð þessari er sagt á' mjög villandi hátt frá mál um og jafnvel beinlínis rangt, að því er snertir afskipti Skipu- lagsstjórnar ríkisins. Þegar á fyrsta fundi með hrepps nefnd Skútustaðahrepps, þar sem allir meðlimir skipulagsstjórnar voru viðstaddir, kom fram sam- eiginlegur áhugi allra viðstaddra á því, að reynt yrði við skipu- lagningu að varðveita sem bezt hinn sérstæða og fagra svip Mý- vatnssveitar, landslag og fugla- líf. Skipulagsstjórn telur, að frá upphafi hafi þetta verið eitt meg- insjónarmiðið í sambandi við Banaslys á Reykja- vlkurflugvelli Það slys varff á Reykjavíkur- flugvelli afffaranótt rnánudags s. L, aff 19 ára stúlka, Anna Kristín Kristjánsdóttir, hljóp á skrúfu Ht illar flugvélar, sem var í gang'i, og bcið þcgar bana. Slysið vildi til með þeim hætti, að þrír piltar og þrjár stúlkur ætluðu í smáflugferð á einni af flugvélum flugskólans Þyts, "en einn piltanna ihefur atvinnuflug- mannsréttindi og hafði leyfi eig- anda skólans til að fljúga í um fjað bil hálfrar klukkustundar- férð yfir borgina og nágrenni hennar. Fiugvélin er fjögurra sæta og fóru stúlkurnar þrjár upp í flugvélina ásamt flug- manninum, en rétt áður en hann ætlaði að hefja flugvélina á loft biður Anna heitin flugmanninn að hleypa sér út og verður Ihann við bón ihennar. Upi leið og Uugvélin nemur staðar og áður en skrúfan hætti að snúast, fer Anna út úr vélinni og hleypur undir væng hennar, fram með henni og fyrir skrúfuna- Hún lézt samstundis. gerð skipulagstillagna. Meðal þess, sem einkum þurfti að athuga, var staðsetning vegar frá hinu nýja þéttbýlishverfi og verksmiðju til Húsavíkur. Við gerð tillögu um það voru höfð eftirfarandi meginsjónar- mið: 1. að vegurinn lægi ekki gegn- um þá byggð, sem nú er í Reykja- hlíð og þá, sem fyrirhuguð er. Er hér um að ræða meginatriði við skipulagningu að umferð sé beint framhjá' bæjum og þorp- um fremur en gegnum þau, bæði til að sporna við slysum og ónæði svo og að tryggja greiða umferð. 2. að vegarlagning væri tækni- lega séð framkvæmanleg og fjár- hagslega séð ekki óhæfilega kostnaðarsöm og þannig hagað að vegur væri fær til umferðar allt árið. 3. að með vegarlagningu væri ekki spiilt túnum eða mannvirkj- um eða búrekstur truflaður um- fram það, sem óhjákvæmilegt væri. 4. að reynt væri, eins og áður -segir, að varðveita sem bezt hina ósnortnu náttúru og fuglalíf. Eftir ýtarlegar athuganir voru færðir á uppdrátt fjórir mögu- leikar á vegarstæði, en síðan auk- ið við fleiri möguleikum að ósk skipulagsstjórnar. Skipulagsstjórn hallaðist helzt að möguleika, sem auðkenndur var 2b, leitaði umsagnar hrepps nefndar um hann. Varð síðar að samkomulagi að færa hann litil- lega frá vatninu og er það vegar- stæðið, sem nefnt er leið I i grein argerð náttúruverndarráðs. Var skipulagsstjórn einliuga um það, að sá möguleiki full- nægði bezt þeim sjónarmiðum, sem áðúr eru nefnd, en þau eru engan veginn takmörkuð við svo- kölluð ,ihagsýnissjónarmið“ eins og eitt dagablaðanna komst að orði. Skipulagsstjórnin leggur á það mikla áherzlu að með leið nr. II skapaðist friðað belti hvergi minna en 120 metrar á breidd frá vatni mælt að hinum nýja vegi. í greinargcrð náttúruverndarráðs er reynt að gera lítið úr þessu: í greinargerðinni segir: „Vandséð eins og áður segir hefur hrepps eigi rísi byggingar vatnsmegin við veg eftir leið nr. II.“ Þar sem hreppurinn er skipulagsskyldur ins og áður segir, hefur hrepps- nefnd eftirlit mð því skv. 5. gr. laga nr. 19/1964. Hefur skipulags stjórn enga ástæðu til að van- tr.vsta hreppsnefndinni til slíks eftirlits. Náttúruverndarráð vitnar mik- ið í umsögn náttúruverndarnefnd skipulagsstjórn ekki séð, að um- ar Suður-Þingeyjarsýslu, og fær Framhald á bls. 15. Svifflugu hlekkist á Um ellefuleytið t fyrrakvöld vildi það óhapp til víff Leirvogrsvatn á Mosfellsheiði, aff svifflugu hlekkt- ist á í lendingu og skemmdist mik :ff Flugmanninn Sigurff Bene- diktsson, verkfræffing sakaffi ekki. Flugmaðurinn, sem hafði verið á flugi síðan kl. fiögur um daginn var á leið til Revkjavíkur austan frá Botnsúlum, en „missti hæð“ °em kallað er og neyddist til að 'enda á túni í námunda við Leir- vogstvatn á Mosféllshei-ði. í lend- 'ugunni vildi svo slvsalega til, að annar vængurinn rakst í stein, Og við það snérist flugan í hálf- hring og brotnaði- búkurinn all- mikið. Flugmaðurinn slapp ó- meiddur. r orðinn 103.757 lestir bræðslusíld- ar. Á sama tíma í fyrra var afl- inn þessi: í salt 3.342 lestir (22,890 upps.tn.). í frystingu 82 lestir í bræðslu 180.514 lestir. Alls 183.938 lestir. Löndunarstaðir eru þessir: Lestir Reykjavík 9.601 Bolungavík 348 í fyrra 25.276 lestir. Ólafsfjörður 402 Dalvík 99 Krossanes 1.275 Húsavík 932 Raufarhöfn 18.779 Þórshöfn 324 Vopnafjörður 6.762 Seyðisfjörður 27.335 Neskaupstaður 10.117 Eskifjörður 4.650 Reyðarfjörður 942 Fáskrúðsfjörður 424 Stöðvarfjörður 363 Djúpivogur 212 Færeyjar 2.236 Hjaltlandseyjar 300 Þýzkaland 582 Aflabrögð á síldveiðunum sunn anlands og suðvestan hafa rýrnað mjög upp á síðkastið, og var afl- inn síðustu viku aðeins 2.751 lest. Pramhald á 15. síðu. Hafnarfjarðar vagninn í lagi STRÆTISVAGNINN, sem rakst á dæluhúsið við Suðurgötu í Hafn- arfirði síðastliðinn laugardag, var athugaður eftir slysið. Gerði Bif- reiðaeftirlit ríkisins athugunina, og reyndist ekkert vera að heml- um eða stýrisútbúnaði bifreiðar- innar, og var henni ekið burt frá slysstaðnum, ( í tilefni af gagnrýni á Hafnar* fjarðarvagnana sem fram kom í frásögn Alþýðublaðsins sl. sunnu- dag, hefur blaðinu verið skýrt svo frá, að vagnarnir hafi hinn full- komnasta öryggisútbúnað. og sé honum ávallt vandlega haldið við. Hafa bifreiðarstjórarnir síðasta orð í þeim efnum, og er allt gerfc sem þeir óska eftir og snertir hiS mjnnsta öryggi vagnanna. Á Hafnarfjarðarleiðinni eru not aðir Scania-Vabis vagnar frá Sví- þjó en sú bifreiðagerð er önn- ur tveggja, sem mest eru notaðar á langférðarleiðum hér á landi. Um sinn hefur orðið nokkur bið á endurnýjun vngnanna vegna hins áformaða hægriaksturs. Verksmið jan er hætt að framleiða vagna fyrir vinstriakstur, en ekki er hægt að hefia notkun vagna með hurðum hægra megin á Ilafnar- fjarðarleið fyrr en hægriumferð hefst. ! 2 2. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.