Alþýðublaðið - 02.08.1967, Side 9
ÉG GET EKKI GLEYMT FÁTÆKA FÓLK-
INU MÍNU HEIMA I MISSISSIPPI
EF að ég væri hundelt mundi
ég fyrst leita liælis hjá ungling
unum, áður en ég flýði til kirkj
unnar, segir blökkukonan Marie
Singer. Marie Singer er þekktur
sálkönnuður í Bretlandi, kennari
við háskólann í Cambridge, starfs
maður við hina frægu Anna
Freud sálkönnunarstofnun fyrir
börn í London, ekkja eftir skozka
ljóðasmiðinn, vísindamanninn og
bókmenntagagnrýnandann Burns
Singer, sem dó fyrir fáum ár-
um.
Marie Singer er um þessar
mundir stödd i Kaupmannahöfn,
þar sem staðið hefur þing sál-
könnuða.
Hún segir:
— Um allan heim er það ungt
fólk, sem fyrst reynir að skilja
vandamál blökkumannanna og
berst gegn kynþáttamisrétti.
Helmingur vina minna í Cam-
bridge eru unglingar.
Ekki svo að skilja, að í hópi
þeirra háskólakennara, sem ég
tilheyri sé gerður munur á fólki
eftir hörundslit þess, — þar er
bara litið niður á kvenfólk. Þar
er svo algjört karlmannaveldi, að
margir vildu sjá okkur kven-
fólkið í gálganum, — segir Marie
Singer og hlær.
— Afstaða unga fólksins til
kynþáttavandamálanna er upp-
reisn gegn því óréttlæti, sem
fullorðna fólkið hefur beitt í
þessum málum. Hið sama er að
segja um marihuana og LSD-
neyzlu unga fólksins. Það er
líka uppreisn gegn því gamla.
Þótt einkennilegt sé, finnst fólki
það miklu liræðilegra, að ungt
fólk neyti lyfja en hinir eldri.
Mjög margt fullorðið fólk treð
ur í sig svefnpillum fyrir nótt-
lina. Önnur kynslóðin tekur lyf
sín á daginn, — hin á nóttinni.
Önnur kynslóðin tekur lyfin til
þess að upplifa eitthvað nýtt
innra með sér, hin til að forðast
það. Það má þó enginn skilja
þetta sem svo, að ég sé hlynnt
því, að unga fólkið taki inn lyf.
Þetta er mjög aívarlegt mál og
vandamáþ í Cambridge, þótt það
sé ekki eins alvarlegt þar og í
London, Við gerum allt, sem við
getum, til þess að hjálpa há-
skólastúdentunum yfir þetta. Ann
að hvort reynum við að lækna
þá með sálrænni meðferð heima
eða við sendum þá á spítala, —
en leyfum þeim að koma aftur í
háskólann, — jafnskjótt og þeir
eru færir um það. Það kemur
sjaldan fyrir. að neita verði þeim
Framhald á bls. 15.
IBM - GÖTUN
Stúlka óskast strax til starfa við IBM-götun
á skrifstofum vorum við Hagatorg.
Þarf helzt að hafa nokkra æfingu við götun.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum
vorum, sé skilað til skrifstofu Starfsmanna-
halds fyrir 10. ágúst.
Tilkynning frá bönkun-
um varðandi greiðslur
víxla
Vegna þess að bankarnir eru lokaðir n. k.
laugardag 5. ágúst og mánudaginn á eftir,
verzlunarmannafrídaginn, verða víxlar, sem
falla í gjalddaga n.k. föstudag, 4. ágúst, af
hentir til afsagnar að loknum afgreiðslu-
tíma bankanna þann dag, hafi þeir ekki verið
greiddir eða framlengdir fyrir þann tíma.
1. ágúst 1967.
Erlendir framleiðendur
og útflytjendur
Við óskum eftir nákvæmum og yfirgripsmikl-
um tilboðum í eftirtaldar vörur, bæði fyrir-
liggjandi og enn í framleiðslu: Harðfiskur,
alls konar sjávariðnaðarvörur, vefnaðarvör-
ur, prjónavörur, tilbúin föt, knipplinga, flau-
el, handgerðar vörur, nærföt, töskur, inn-
kaupatöskur og körfur, jakka, regnkápur og
skó.
Skrifið sem fyrst til:
IMPROVERT (NIGERIA) COMPANY,
22, Ondo Street,
Ebute-Metta (East)
Lagos-Nigeria.
Blaðburðarbörn
Vantar til að bera blaðið í eftirtalin hverfi:
Barónsstíg
Framnesveg
Bræðraborgarstíg
Sörlaskiól.
2. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ