Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 10
fcsjUtsfrSóri Qrn Eidsson Golfsamband íslands 25 ára 14 ágúst n. k. Reykjavíkurmeistarar KR taka við verðlaunum, talið frá vinstri: Baldvin Baldvinsson, Eyleifur Haf- steinsson, Gunnar Felixson, Ársæll Kjartansson, Guðmundur Pétursson, Halldór Björnsson, Þórður Jónsson, Bjarni Felixson, Sigurþór Jakobsson, Jóhinn Reynisson og Ellert Schram. K R Reykjavíkurmeistari Akranes vann Keflavík 1:0 og á ennjbd von Tveir skemmtilegir leikir voru háðir í knattspyrnu um helgina, Á sunnudag léku Akurnesingar og Keflvíkingar í 1. deild í Kefla ,vík. Leiknum lauk með sigri Skagamanna, sem skoruðu eitt mark gegn engu. Á má'nudags- kvöld var svo háður úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins milli KR og Fram. KR-ingar sigruðu með 1 marki gegn engu í fjörugum leik, sem segja má, að hafi verið leik- ur hinna glötuðu tækifæra. * ÍA — ÍBK 1:0 Fyrir leikinn á sunnudag hef- ur verið öruggt talið, að Akur- nesingar myndu falla niður í 2. deild að þessu sinni. Eftir sigur- inn yfir Keflvíkingum hefur kviknað övlítil von hjá liðinu, en til þess að sú von rætist, verða .Akurnesingar að .sigra Fram í eina leiknum, sem þeir eiga eftir og KR-ingar að tapa fyrir Fram og Akureyri. Ef svo færi yrði lið þessara frægu knattspyrnustór- velda að þreyta aukaleik um sæti í 1. deild. Leikurinn á sunnudag var heldur slakur, tækifærin voru næg, en það gekk heldur illa að nýta þau, eins og því miður vill fulioft henda hjá íslenzkum knatt spvrnuliðum. Markið, sem skorað var kom upp úr aukaspyrnu, sem Þórður Jónsson tók. Hann sendi knött- inn fyrir markið til Matthíasar, sem var í góðu færi og renndi knettinum í netið. Dómari var Valur Benediktsson. ★ KR Reykjavíkurineistari Lið KR og Fram voru jöfn að stigum í Reykjavíkurmótinu í vor og þreyttu aukaleik um meistara- titilinn á Melavellinum á mánu- dagskvöld. Leikurinn var fjörlega leikinn af beggja hálfu. Framar- ar sóttu þó mun meira og átti nær óteljanöi tækifæri til að skora, en tókst ekki. Vörn KR stóð sig með afbrigðum vel, sér- staklega Guðmundur Pétursson í markinu, sem lék nú aftur með KR. Þá vakti ungur bakvörður, Halldór Björnsson einnig athygli Frh. á 14. síðu. PÉTUR BJÖRNSSON VARÐ REYKJAVÍKURMEISTARI í GOLFI Pétur Björnsson varð Reykja- ,-víkurmeistari í golfi, en keppn- inni lauk á Grafarholtsvellinum um helgina. Keppni var skemmtí- leg og um tíma ógnaði Einar -Guðnaspn mjög sigri Péturs. Úrslit: i'Meistaraflokkur: Pétur Björnsson, 326 högg. • ! Einar Guðnason, 328 högg. Óttar Ingvason, 329 högg. 1. flokkur: Svan Friðgeirsson, 351 högg. Gunnl. Ragnarsson, 358 högg. Eiríkur Helgason, 360 högg. j 11. flokkur: Halldór Sigmundsson, 389 högg. Sveinn Gíslason, 392 högg. - Guðmundur markvörður KR bjargar naumlega. í tilefni þessara tímamóta hef- ur verið ákveðið að efna til reglu- legrar golfviku hér sunnanlands dagana 13. til 19. ágúst n.k. Golfvikan hefst með afmælis- keppni á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Grafarholt’ sunnu daginn 13. ágúst n.k. og verða þá leiknar 18 holur í öllum flokk- um, þ.e.a.s. í unglingaflokki, kvennaflokki, 2. flokki, 1. flokki og meistarafiokki. Er ekki að efa að þátttakendur verði geysimargir í móti þessu, þar sem flest- ir þátttakendur í landsmótinu sem haldið verður síðast í vik- unni verðj þátttakendur. Tvenn eignarverðlaun eru veitt fyrir beztan árangur í hverjum flokki. Mánudaginn 14. ágúst á afmæl isdegi sambandsins verður golf- þing, sem er aðalfunöur sam- bandsins, haldið. Þriðjudaginn 15. ágúst fer fram öldungakeppni með og án forgjafar og jafnframt sveita- keppni. í hverri keppni er um að ræða 18 holu höggleik. Hér er um að ræða fyrsta þátt meistaramótsins. Rétt til þátt- töku í öldungakeppninni eiga þeir einir sem komnir eru yfir 50 ára aldur en eins og kunnugt er hafa ýmsir af fremstu golfleikurum landsins þegar náð þeim aldri. í sveitakeppninni, sem háð verð- ur þennan dag er hins vegar öll- um þátttakendum í landsmóti heimil þátttaka, sveitirnar eru ekki valdar fyrirfram frá hverj- um klúbbi en sex beztu menn hvers klúbbs mynda síðan sveit hans eftir úrslitum. Fær klúbbur sá er sigur ber af hólmi heiður- inn af því að eiga beztu golfsveit íslands árið 1967. Þetta er í raun og veru Jokaæfing fyrir sjálfa meistarakeppnina, en hún hefst hinn 16. ágúst n.k. Sú keppni fer fram í þremur flokkum karla, 2. flokki, I. ílokki og meistaraflokki. Hér er um að ræða 72 holu högg- leik, sem leikinn verður á tveim- ur völlum, á Hólmsvelli í Leiru þar sem allir þessir flokkar leika 36 holur og á Grafarholtsvelli í Reykjavík, þar sem hinar 36 hol- urnar verða leiknar. Verður leik- ið á báðum völlum samtímis 18 hoiur á dag í fjóra daga. Mun meistaraflokkur hefja leik á Hólmsvelli í Leiru og leika þar 16. og 17 ágúst' en síðan í Graf- arholtj 18. og 19. ágúst. Ekki er endanlega afráðið enn hvort 1. eða 2. flokkur hefur leik í Graf- arhoiti en það fer nokkuð eftir fjölda þátttakenda í hvorum flokki, þar sem hugmyndin er að sem jafnastur fjöldi leiki á hvorum velli. Keppni í ungiingaflokki verð- ur háð á Grafarholtsvelli við Reykjavík. Hún verður að þessu sinni 72 holur, en brautir eru þá nokkru styttri en í meistara- keppni. Sú keppni er einnig 72 holu höggleikur eins og áður seg- ir og fer fram sömu daga og meistarakeppnin eða 16. til 19. ágúst. í unglingaflokki eru ýmsir mjög góðir golfleikarar og margir þeirra gefa ekkert eftir golfleik- urum í 1. flokki með hliðsjón af getu og einstaka er hæfileikum búinn til að skipa meistaraílokk nú þegar. Er ekki að efa að keppni þessi verður m'jög spennandi. Meistarkeppni kvenna: í sam- bandi við þessa golfviku í tilefni Frh. á 14. síðu. Tvö met Á móti Sundsambandsins í Sundlauginni í, Laugardal voru | sett tvö ísl. met. Guðmunda Guð- 1 mundsdóttir, Selfossi setti met í 400 m. skriðsundi, synti á 5:17,3 mín. Gamla metið, 5:22,2 mín. Þá setti Sigrún Siggeirsdóttir, Ár- manni met í 200 m. baksundi, synti á 2:47,3 mín. Gamla metið, sem hún átti sjálf var 2:54,6 mín. Nánar um mótið á morgun. AKUREYRI- VALUR í KVÖLD í kvöld lcl. 20 leika Valur og íþróttabandalag Akur- eyrar á Akureyrarvelli. Leik ur þessi er mjög þýðingar- mikill fyrir bæöi liðin. Sigri Akureyringar eru sigur- möguleikar Vals og Akur- eyringa jafnir og reyndar Fram einnig, en þess ber þó að geta, að loknum leikn um í kvöld eiga Valur og Akureyri einum leik ólokið, en Fram tveimur. Sigri Val- ur í kvöld eru sigurmögu- unni og meistaratillinn fell leikar Akureyringa úr sog- ur annað hvort Val eða FrUm í skaut. Heyrzt hefur, að Áriii Njálsson geti ekki leik ið með vegna meiösla óg veikir það Valsvörnina að sjálfsögðu mikið. Valsmenn hafa tekið DC 6 vél á leigu norður og er hún fullsetin. jyo 2- ágúst 1967-—. AbþýÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.